Langþráður sigur hjá Phoenix - Wade fór hamförum 2. febrúar 2007 06:01 Amare Stoudemire var frábær í liði Phoenix í nótt AFP Tveir leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt. Dwyane Wade tryggði Miami góðan sigur á Cleveland og Phoenix vann fyrsta leik sinn í vetur gegn toppliðunum í Vesturdeildinni þegar liðið skellti San Antonio í frábærum leik í beinni á NBA TV. Dwyane Wade skráði nafn sitt enn frekar í metabækur Miami Heat þegar hann skoraði 24 af 41 stigi sínu í fjórða leikhluta í ótrúlegum 92-89 sigri á Cleveland. Miami var 12 stigum undir þegar innan við 8 mínútur voru eftir af leiknum, en þá tók Wade öll völd á vellinum. Hann setti annað félagsmet með því að hitta úr 23 af 24 vítum sínum. Þá setti hann reyndar annað vafasamara met með því að tapa 12 boltum - en félögum hans er líklega sama eftir hetjuskap hans á lokamínútunum. LeBron James hafði öllu hægar um sig hjá Cleveland og skoraði 17 stig og gaf 9 stoðsendingar. Hann fór illa að ráði sínu á vítalínunni og klikkaði þar hvað eftir annað á lokamínútunum. Daniel Gibson var stigahæstur hjá Cleveland með 19 stig og þá skoraði Shaquille O´Neal 16 stig fyrir Miami. Phoenix Suns hafði í gærkvöld tapað öllum 6 leikjum sínum gegn toppliðunum í Vesturdeildinni (Dallas, San Antonio, Utah og Lakers) en leiðrétti þá leiðindaþróun með sannfærandi sigri á San Antonio á heimavelli sínum í nótt 103-87. Leikurinn var fjörugur eins og flestir leikir Phoenix, en gestirnir frá San Antonio ætluðu að selja sig dýrt eftir tap í Utah kvöldið áður. Amare Stoudemire reyndist þó of stór biti fyrir San Antonio til að kyngja í þetta skiptið og skoraði 24 stig og hirti 23 fráköst. Leandro Barbosa skoraði 25 stig af bekknum hjá Phoenix og Steve Nash var með 13 stig og 11 stoðsendingar. Manu Ginobili var frábær í liði San Antonio og skoraði 32 stig, Tony Parker skoraði 20 stig og Tim Duncan skoraði 20 stig og hirti 18 fráköst. Þá er rétt að minna NBA aðdáendur á að leikur Indiana Pacers og LA Lakers verður sýndur í beinni útsendingu á Sýn á miðnætti í kvöld. NBA Mest lesið Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Fótbolti Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Litli bróðir Stephen Curry til Golden State Körfubolti Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Fótbolti Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni Körfubolti Ísland vann riðilinn í Búlgaríu með yfirburðum Fótbolti Fleiri fréttir Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri Sjá meira
Tveir leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt. Dwyane Wade tryggði Miami góðan sigur á Cleveland og Phoenix vann fyrsta leik sinn í vetur gegn toppliðunum í Vesturdeildinni þegar liðið skellti San Antonio í frábærum leik í beinni á NBA TV. Dwyane Wade skráði nafn sitt enn frekar í metabækur Miami Heat þegar hann skoraði 24 af 41 stigi sínu í fjórða leikhluta í ótrúlegum 92-89 sigri á Cleveland. Miami var 12 stigum undir þegar innan við 8 mínútur voru eftir af leiknum, en þá tók Wade öll völd á vellinum. Hann setti annað félagsmet með því að hitta úr 23 af 24 vítum sínum. Þá setti hann reyndar annað vafasamara met með því að tapa 12 boltum - en félögum hans er líklega sama eftir hetjuskap hans á lokamínútunum. LeBron James hafði öllu hægar um sig hjá Cleveland og skoraði 17 stig og gaf 9 stoðsendingar. Hann fór illa að ráði sínu á vítalínunni og klikkaði þar hvað eftir annað á lokamínútunum. Daniel Gibson var stigahæstur hjá Cleveland með 19 stig og þá skoraði Shaquille O´Neal 16 stig fyrir Miami. Phoenix Suns hafði í gærkvöld tapað öllum 6 leikjum sínum gegn toppliðunum í Vesturdeildinni (Dallas, San Antonio, Utah og Lakers) en leiðrétti þá leiðindaþróun með sannfærandi sigri á San Antonio á heimavelli sínum í nótt 103-87. Leikurinn var fjörugur eins og flestir leikir Phoenix, en gestirnir frá San Antonio ætluðu að selja sig dýrt eftir tap í Utah kvöldið áður. Amare Stoudemire reyndist þó of stór biti fyrir San Antonio til að kyngja í þetta skiptið og skoraði 24 stig og hirti 23 fráköst. Leandro Barbosa skoraði 25 stig af bekknum hjá Phoenix og Steve Nash var með 13 stig og 11 stoðsendingar. Manu Ginobili var frábær í liði San Antonio og skoraði 32 stig, Tony Parker skoraði 20 stig og Tim Duncan skoraði 20 stig og hirti 18 fráköst. Þá er rétt að minna NBA aðdáendur á að leikur Indiana Pacers og LA Lakers verður sýndur í beinni útsendingu á Sýn á miðnætti í kvöld.
NBA Mest lesið Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Fótbolti Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Litli bróðir Stephen Curry til Golden State Körfubolti Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Fótbolti Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni Körfubolti Ísland vann riðilinn í Búlgaríu með yfirburðum Fótbolti Fleiri fréttir Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri Sjá meira