Detroit herðir takið á Cleveland 5. febrúar 2007 02:22 Chauncey Billups keyrir hér framhjá hinum unga Daniel Gibson hjá liði Cleveland, sem þarf enn að fara í gegn um Detroit ef það ætlar sér að vinna Austurdeildina NordicPhotos/GettyImages Liðsmenn Detroit Pistons minntu LeBron James og félaga í Cleveland Cavaliers rækilega á það í nótt að liðið á enn nokkuð í að geta kallað sig stórveldi í Austurdeildinni. Detroit vann auðveldan útisigur á Cleveland 90-78 og var það fimmti sigur Detroit á Cleveland í röð í deildarkeppninni. Stjörnuleikmaðurinn Chauncey Billups skoraði 18 stig og gaf 10 stoðsendingar fyrir Detroit og Chris Webber og Rasheed Wallace bættu við 15 stigum hvor í frekar fyrirhafnarlitlum sigri Detroit, sem sló Cleveland naumlega út úr úrslitakeppninni í annari umferð á síðustu leiktíð. LeBron James skoraði 21 stig fyrir Cleveland, en bróðurpart stiganna skoraði hann þegar úrslit leiksins voru allt nema ráðin undir lokin. James hefur "aðeins" skorað rúm 23 stig að meðaltali í leik gegn Detroit síðan hann kom inn í deildina árið 2003 og er það þriðja lægsta meðaltal hans gegn nokkru liði í NBA. LeBron James viðurkenndi að Detroit liðið hefði ráðið ferðinni og sagði liðið hættulegra nú þegar það væri komið með Chris Webber í stað Ben Wallace, sem fór til Chicago Bulls í sumar. "Það var alltaf þægilegra í vörninni þegar Wallace var í liðinu, því maður gat þó litið af honum. Með tilkomu Webber eru þeir nú komnir með byrjunarlið þar sem hver einasti maður getur skorað 20 stig í hvaða leik sem er," sagði James, en Cleveland er í bullandi vandræðum þessa dagana eftir góða byrjun í haust. Detroit hefur unnið 15 leiki á útivelli og tapað aðeins 9 og er liðið með langbesta útivallaárangurinn í Austurdeildinni. Ekkert annað lið þar hefur unnið helming útileikja sinna eða meira. Fimm lið í Vesturdeildinni hafa 50% vinningshlutfall eða meira á útivöllum. Toronto á fínu skriði Aðeins tveir aðrir leikir fóru fram í NBA í nótt og lauk þeim frekar snemma vegna Superbowl leiksins í NFL. Toronto hélt áfram góðu gengi með því að vinna sannfærandi sigur á LA Clippers á heimavelli sínum 122-110. Chris Bosh skoraði 27 stig fyrir Kanadaliðið og sex leikmenn þess skoruðu 10 stig eða meira í þriðja sigri liðsins í röð. Cuttino Mobley skoraði 24 stig fyrir Clippers og Elton Brand skoraði 21 stig og hirti 10 fráköst. Toronto hefur fyrir vikið náð þriggja leikja forystu í slökum Atlantshafsriðlinum, sem jókst enn frekar þegar Atlanta lagði New Jersey í nótt. Toronto liðið er allt að smella saman eftir að hafa bætt við sig nýjum mannskap í sumar og eru Evrópumennirnir í liðinu að setja skemmtilegan svip á liðið í bland við þá amerísku. Liðið hefur ekki verið með jafngóða stöðu svo seint á keppnistímabili síðan á leiktímabilinu 2001-02. Sögulegur sigur Atlanta Atlanta lagði svo New Jersey 101-99 á útivelli þar sem Tyronn Lue tryggði Atlanta sigurinn með flautukörfu í enda framlengingar. Þetta var þriðji útisigur liðsins í röð, en þeim árangri hefur liðið ekki náð síðan í desember árið 2000. Atlanta hefur unnið fimm af síðustu sjö leikjum sínum og verður það að teljast ansi gott af þessu liði sem verið í kjallara deildarinnar í mörg ár. Það er kannski til marks um það hve veik Austurdeildin er um þessar mundir að þessi litla rispa Atlanta liðsins hefur orðið til þess að nú er liðið ekki nema um þremur leikjum frá Miami í keppni um síðasta sætið inn í úrslitakeppnina í Austurdeildinni. Joe Johnson skoraði 37 stig og gaf 8 stoðsendingar fyrir Atlanta í leiknum en Vince Carter skoraði 27 stig, gaf 8 stoðsendingar og hirti 7 fráköst fyrir New Jersey. NBA Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Fyrsta jafntefli Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Sjá meira
Liðsmenn Detroit Pistons minntu LeBron James og félaga í Cleveland Cavaliers rækilega á það í nótt að liðið á enn nokkuð í að geta kallað sig stórveldi í Austurdeildinni. Detroit vann auðveldan útisigur á Cleveland 90-78 og var það fimmti sigur Detroit á Cleveland í röð í deildarkeppninni. Stjörnuleikmaðurinn Chauncey Billups skoraði 18 stig og gaf 10 stoðsendingar fyrir Detroit og Chris Webber og Rasheed Wallace bættu við 15 stigum hvor í frekar fyrirhafnarlitlum sigri Detroit, sem sló Cleveland naumlega út úr úrslitakeppninni í annari umferð á síðustu leiktíð. LeBron James skoraði 21 stig fyrir Cleveland, en bróðurpart stiganna skoraði hann þegar úrslit leiksins voru allt nema ráðin undir lokin. James hefur "aðeins" skorað rúm 23 stig að meðaltali í leik gegn Detroit síðan hann kom inn í deildina árið 2003 og er það þriðja lægsta meðaltal hans gegn nokkru liði í NBA. LeBron James viðurkenndi að Detroit liðið hefði ráðið ferðinni og sagði liðið hættulegra nú þegar það væri komið með Chris Webber í stað Ben Wallace, sem fór til Chicago Bulls í sumar. "Það var alltaf þægilegra í vörninni þegar Wallace var í liðinu, því maður gat þó litið af honum. Með tilkomu Webber eru þeir nú komnir með byrjunarlið þar sem hver einasti maður getur skorað 20 stig í hvaða leik sem er," sagði James, en Cleveland er í bullandi vandræðum þessa dagana eftir góða byrjun í haust. Detroit hefur unnið 15 leiki á útivelli og tapað aðeins 9 og er liðið með langbesta útivallaárangurinn í Austurdeildinni. Ekkert annað lið þar hefur unnið helming útileikja sinna eða meira. Fimm lið í Vesturdeildinni hafa 50% vinningshlutfall eða meira á útivöllum. Toronto á fínu skriði Aðeins tveir aðrir leikir fóru fram í NBA í nótt og lauk þeim frekar snemma vegna Superbowl leiksins í NFL. Toronto hélt áfram góðu gengi með því að vinna sannfærandi sigur á LA Clippers á heimavelli sínum 122-110. Chris Bosh skoraði 27 stig fyrir Kanadaliðið og sex leikmenn þess skoruðu 10 stig eða meira í þriðja sigri liðsins í röð. Cuttino Mobley skoraði 24 stig fyrir Clippers og Elton Brand skoraði 21 stig og hirti 10 fráköst. Toronto hefur fyrir vikið náð þriggja leikja forystu í slökum Atlantshafsriðlinum, sem jókst enn frekar þegar Atlanta lagði New Jersey í nótt. Toronto liðið er allt að smella saman eftir að hafa bætt við sig nýjum mannskap í sumar og eru Evrópumennirnir í liðinu að setja skemmtilegan svip á liðið í bland við þá amerísku. Liðið hefur ekki verið með jafngóða stöðu svo seint á keppnistímabili síðan á leiktímabilinu 2001-02. Sögulegur sigur Atlanta Atlanta lagði svo New Jersey 101-99 á útivelli þar sem Tyronn Lue tryggði Atlanta sigurinn með flautukörfu í enda framlengingar. Þetta var þriðji útisigur liðsins í röð, en þeim árangri hefur liðið ekki náð síðan í desember árið 2000. Atlanta hefur unnið fimm af síðustu sjö leikjum sínum og verður það að teljast ansi gott af þessu liði sem verið í kjallara deildarinnar í mörg ár. Það er kannski til marks um það hve veik Austurdeildin er um þessar mundir að þessi litla rispa Atlanta liðsins hefur orðið til þess að nú er liðið ekki nema um þremur leikjum frá Miami í keppni um síðasta sætið inn í úrslitakeppnina í Austurdeildinni. Joe Johnson skoraði 37 stig og gaf 8 stoðsendingar fyrir Atlanta í leiknum en Vince Carter skoraði 27 stig, gaf 8 stoðsendingar og hirti 7 fráköst fyrir New Jersey.
NBA Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Fyrsta jafntefli Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Sjá meira