Amy Brasher, 45 ára, var handtekin í San Antonio, í Texas á dögunum eftir að bifvélavirki tilkynnti lögreglunni um átján pakka af hassi sem höfðu verið faldir í vélarrúmi bílsins hennar. Amy hafði komið með bílinn á verkstæði til þess að láta skipta um olíu. Við yfirheyrslu sagði hún lögreglunni að hún hefði ekki vitað að það þyrfti að opna vélarhlífina til þess að skipta um olíu.
