Shaquille O´Neal allur að koma til 6. febrúar 2007 04:58 NordicPhotos/GettyImages Shaquille O´Neal virðist vera að ná heilsu á ný eftir löng og erfið meiðsli, en í nótt skoraði hann 22 stig á aðeins 21 mínútu í sigri Miami Heat á Charlotte. Dwyane Wade skoraði 27 stig og gaf 12 stoðsendingar fyrir Miami sem vann fjórða leikinn í röð, en Raymond Felton skoraði 20 stig fyrir Charlotte. Stephen Jackson var sínum gömlu félögum í Indiana erfiður þegar hann skoraði 36 stig fyrir Golden State í góðum 113-98 útisigri á Indiana. Þessi lið gerðu stór leikmannaskipti fyrir nokkru, en mikil meiðsli eru í herbúðum Golden State þessa dagana. Jermaine O´Neal var stigahæstur í liði Indiana með 24 stig.Kobe kláraði Atlanta LA Lakers skellti Atlanta á útivelli 90-83 og vann þar með báða leiki sína gegn Atlanta í fyrsta skipti í sjö ár. Það verður að teljast nokkuð ótrúleg tölfræði í ljósi þess að Atlanta hefur verið eitt af slakari liðum deildarinnar allan þann tíma. "Það var gott að losna við þessi álög. Ég veit ekki af hverju, en okkur hefur alltaf gengið bölvanlega hérna í Atlanta," sagði Phil Jackson, þjálfari Lakers. Kobe Bryant hafði hægt um sig þangað til í fjórða leikhlutanum en skoraði þá 9 stig í röð og tryggði Lakers sigurinn. Bryant skoraði 27 stig í leiknum líkt og Joe Johnson hjá Atlanta.Enn eitt grátlegt tapið hjá Nets New Jersey tapaði fjórða leiknum í röð og annað kvöldið í röð í framlengingu þegar liðið lá fyrir Philadelphia 100-98, en New Jersey hefur tapað grátlega mörgum leikjum á lokasekúndunum síðustu vikur. Vince Carter skoraði 23 stig og hirti 10 fráköst fyrir New Jersey en Andre Iguodala skoraði 23 stig og gaf 15 stoðsendingar fyrir Philadelphia, sem hefur gengið ótrúlega vel síðan þeir Allen Iverson og Chris Webber fóru frá liðinu.Okur drjúgur á lokasprettinum Utah lagði Chicago á heimavelli sínum í beinni á NBA TV. Þetta var í fyrsta sinn í fimm ár sem Utah vinnur báða leiki sína gegn Chicago. Það var tyrkneski miðherjinn Mehmet Okur sem tryggði Utah sigurinn með því að skora 12 af síðustu 14 stigum Utah á lokasprettinum. Okur skoraði 20 stig í leiknum og Deron Williams skoraði 19 stig og gaf 13 stoðsendingar. Kirk Hinrich skoraði 26 stig fyrir Chicago.Melo með þrennu í tapi Denver Phoenix vann mikilvægan útisigur á meiðslum hrjáðu liði Denver 113-108 þar sem Amare Stoudemire skoraði 36 stig og hirti 13 fráköst fyrir Phoenix en Carmelo Anthony náði sinni fyrstu þrennu á ferlinum með 33 stigum, 10 fráköstum og 10 stoðsendingum. Steve Nash meiddist á öxl í leiknum og þurfti að fara af velli um miðbik leiksins. Allen Iverson og Marcus Camby spiluðu ekki með Denver vegna meiðsla. Washington lagði Seattle 118-108 á heimavelli þar sem stjörnuleikmaðurinn Caron Butler réttlætti sína fyrstu ferð í stjörnuleik með 38 stigum. Ray Allen skoraði 29 stig fyrir Seattle sem tapaði sínum 15. útileik í röð. Houston burstaði Minnesota 105-77 og hefur lið Minnesota nú ekki unnið leik síðan það vann óvæntan sigur á Phoenix á dögunum. Tracy McGrady skoraði 32 stig fyrir Houston en Kevin Garnett skoraði 18 stig og hirti 12 fráköst fyrir Minnesota. Loks vann Sacramento góðan sigur á New Orleans 105-99. Ron Artest skoraði 21 stig, gaf 9 stoðsendingar og stal 5 boltum hjá Sacramento en Chris Paul skoraði 24 stig fyrir New Orleans. NBA Mest lesið Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Enski boltinn Myndasyrpa: Glódís og forsetinn í hláturskasti á hófinu í Hörpu Sport Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Enski boltinn Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni Fótbolti Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Körfubolti Amorim segir leikmenn sína hrædda Enski boltinn Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Handbolti „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Körfubolti „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Enski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ „Það er krísa“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 87-89 | Langþráður sigur Álftnesinga Tryggvi Snær tók flest fráköst í góðum sigri Uppgjörið og viðtöl: ÍR - Grindavík 98-90 | ÍR sigraði í framlengdri rússibanareið Uppgjörið: Njarðvík - Þór Þ. 106-104 | Heimasigur í hörkuleik Íslenska körfuboltaárið hefur aldrei byrjað fyrr Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Sakar NBA-deildina um að vera á móti Houston Rockets Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Sjá meira
Shaquille O´Neal virðist vera að ná heilsu á ný eftir löng og erfið meiðsli, en í nótt skoraði hann 22 stig á aðeins 21 mínútu í sigri Miami Heat á Charlotte. Dwyane Wade skoraði 27 stig og gaf 12 stoðsendingar fyrir Miami sem vann fjórða leikinn í röð, en Raymond Felton skoraði 20 stig fyrir Charlotte. Stephen Jackson var sínum gömlu félögum í Indiana erfiður þegar hann skoraði 36 stig fyrir Golden State í góðum 113-98 útisigri á Indiana. Þessi lið gerðu stór leikmannaskipti fyrir nokkru, en mikil meiðsli eru í herbúðum Golden State þessa dagana. Jermaine O´Neal var stigahæstur í liði Indiana með 24 stig.Kobe kláraði Atlanta LA Lakers skellti Atlanta á útivelli 90-83 og vann þar með báða leiki sína gegn Atlanta í fyrsta skipti í sjö ár. Það verður að teljast nokkuð ótrúleg tölfræði í ljósi þess að Atlanta hefur verið eitt af slakari liðum deildarinnar allan þann tíma. "Það var gott að losna við þessi álög. Ég veit ekki af hverju, en okkur hefur alltaf gengið bölvanlega hérna í Atlanta," sagði Phil Jackson, þjálfari Lakers. Kobe Bryant hafði hægt um sig þangað til í fjórða leikhlutanum en skoraði þá 9 stig í röð og tryggði Lakers sigurinn. Bryant skoraði 27 stig í leiknum líkt og Joe Johnson hjá Atlanta.Enn eitt grátlegt tapið hjá Nets New Jersey tapaði fjórða leiknum í röð og annað kvöldið í röð í framlengingu þegar liðið lá fyrir Philadelphia 100-98, en New Jersey hefur tapað grátlega mörgum leikjum á lokasekúndunum síðustu vikur. Vince Carter skoraði 23 stig og hirti 10 fráköst fyrir New Jersey en Andre Iguodala skoraði 23 stig og gaf 15 stoðsendingar fyrir Philadelphia, sem hefur gengið ótrúlega vel síðan þeir Allen Iverson og Chris Webber fóru frá liðinu.Okur drjúgur á lokasprettinum Utah lagði Chicago á heimavelli sínum í beinni á NBA TV. Þetta var í fyrsta sinn í fimm ár sem Utah vinnur báða leiki sína gegn Chicago. Það var tyrkneski miðherjinn Mehmet Okur sem tryggði Utah sigurinn með því að skora 12 af síðustu 14 stigum Utah á lokasprettinum. Okur skoraði 20 stig í leiknum og Deron Williams skoraði 19 stig og gaf 13 stoðsendingar. Kirk Hinrich skoraði 26 stig fyrir Chicago.Melo með þrennu í tapi Denver Phoenix vann mikilvægan útisigur á meiðslum hrjáðu liði Denver 113-108 þar sem Amare Stoudemire skoraði 36 stig og hirti 13 fráköst fyrir Phoenix en Carmelo Anthony náði sinni fyrstu þrennu á ferlinum með 33 stigum, 10 fráköstum og 10 stoðsendingum. Steve Nash meiddist á öxl í leiknum og þurfti að fara af velli um miðbik leiksins. Allen Iverson og Marcus Camby spiluðu ekki með Denver vegna meiðsla. Washington lagði Seattle 118-108 á heimavelli þar sem stjörnuleikmaðurinn Caron Butler réttlætti sína fyrstu ferð í stjörnuleik með 38 stigum. Ray Allen skoraði 29 stig fyrir Seattle sem tapaði sínum 15. útileik í röð. Houston burstaði Minnesota 105-77 og hefur lið Minnesota nú ekki unnið leik síðan það vann óvæntan sigur á Phoenix á dögunum. Tracy McGrady skoraði 32 stig fyrir Houston en Kevin Garnett skoraði 18 stig og hirti 12 fráköst fyrir Minnesota. Loks vann Sacramento góðan sigur á New Orleans 105-99. Ron Artest skoraði 21 stig, gaf 9 stoðsendingar og stal 5 boltum hjá Sacramento en Chris Paul skoraði 24 stig fyrir New Orleans.
NBA Mest lesið Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Enski boltinn Myndasyrpa: Glódís og forsetinn í hláturskasti á hófinu í Hörpu Sport Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Enski boltinn Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni Fótbolti Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Körfubolti Amorim segir leikmenn sína hrædda Enski boltinn Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Handbolti „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Körfubolti „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Enski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ „Það er krísa“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 87-89 | Langþráður sigur Álftnesinga Tryggvi Snær tók flest fráköst í góðum sigri Uppgjörið og viðtöl: ÍR - Grindavík 98-90 | ÍR sigraði í framlengdri rússibanareið Uppgjörið: Njarðvík - Þór Þ. 106-104 | Heimasigur í hörkuleik Íslenska körfuboltaárið hefur aldrei byrjað fyrr Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Sakar NBA-deildina um að vera á móti Houston Rockets Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Sjá meira