Dwyane Wade kláraði San Antonio 12. febrúar 2007 01:42 Dwyane Wade fór á kostum í fjórða leikhlutanum gegn San Antonio NordicPhotos/GettyImages Dwyane Wade átti enn einn stjörnuleikinn í gærkvöldi þegar Miami Heat vann góðan sigur á San Antonio Spurs á heimavelli. Cleveland vann góðan sigur á LA Lakers og Boston tapaði enn eina ferðina. Miami lagði San Antonio 100-85 þar sem Dwyane Wade skoraði 18 af 26 stigum sínum í fjórða leikhlutanum. Wade hafði mjög hægt um sig framan af leik, en honum héldu engin bönd í fjórða leikhlutanum og Miami hélt San Antonio án körfu utan af velli í rúmar 7 mínútur. Shaquille O´Neal skoraði 16 stig á aðeins 26 mínútum fyrir Miami, en Manu Ginobili skoraði 26 stig af bekknum fyrir San Antonio. Cleveland vann góðan sigur á Lakers heima 99-90 þar sem Sasha Pavlovic var stigahæstur í liði Cleveland með 21 stig. Kobe Bryant var góður í liði Lakers og skoraði 36 stig, en varnarleikur Cleveland gerði útslagið líkt og í sigrinum á Miami á föstudagskvöldið.Arenas gerði sig að fífli Gilbert Arenas þurfti að kokgleypa fyrri yfirlýsingar sínar þegar hann skoraði aðeins 9 stig í stórum skelli Washington gegn Portland á heimavelli 94-73. Arenas hafði lýst því yfir að hann ætlaði að skora 50 stig gegn Portland til að hefna sín á fyrrum þjálfara sínum hjá bandaríska landsliðinu Nate McMillan, en ekkert varð úr því og Washington var tekið í bakaríið. Arenas hitti aðeins úr 3 af 15 skotum sínum utan af velli í leiknum. Jarrett Jack og LaMarcus Aldridge skoruðu 18 stig hvor fyrir Portland. Indiana vann auðveldan sigur á LA Clippers 94-80. Jermaine O´Neal skoraði 21 stig fyrir Indiana og varð í leiknum sá leikmaður í sögu Indiana sem varið hefur flest skot þegar hann varði eitt af fjórum skotum sínum. Mike Dunleavy yngri átti aldrei þessu vant góðan leik fyrir Indiana og skoraði 20 stig gegn lánlausu liði Clippers - sem þjálfað er af föður hans. Cuttino Mobley skoraði 24 stig fyrir Clippers.Enn vinnur Dallas Dallas heldur fast í toppsætið í deildinni og í nótt valtaði liðið yfir Philadelphia á útivelli 106-89. Dirk Nowitzki fór á kostum hjá Dallas og skoraði 27 stig, hirti 11 fráköst og gaf 7 stoðsendingar. Dallas náði yfir 30 stiga forystu í leiknum, en varamenn Philadelphia náðu reyndar að saxa það niður í 8 stig seint í leiknum áður en gestirnir settu í fluggírinn á ný. Andre Iguodala skoraði 21 stig og hirti 9 fráköst fyrir Philadelphia.Gamlir kunningjar sökktu Boston Ömurlegt gengi Boston virðist engan endi ætla að taka en í nótt tapaði liðið 18. leiknum í röð - nú fyrir Minnesota á útivelli - þar sem gamall Boston-leikmaður Ricky Davis skoraði sigurkörfu Minnesota með skoti úr horninu þegar innan við sekúnda var eftir á klukkunni. Davis skoraði 28 stig fyrir Minnesota, Kevin Garnett náði annari þrennu sinni á nokkrum dögum með 26 stigum, 11 fráköstum og 10 stoðsendingum og annar fyrrum Boston maður, Mark Blount, skoraði 20 stig. Paul Pierce skoraði 29 stig fyrir Boston, sem hefur aldrei áður í sögu félagsins lent í annari eins taphrinu. Chicago vann góðan útisigur á Phoenix 114-103 þar sem Phoenix var án þeirra Boris Diaw og Steve Nash. Luol Deng og Kirk Hinrich skoruðu 29 stig hvor fyrir Chicago og Ben Gordon 27 stig. Amare Stoudemire og Leandro Barbosa skoruðu 26 hvor fyrir Phoenix. Atlanta vann fimmta útileikinn í röð með 106-105 sigri á Golden State. Josh Smith skoraði 29 stig og hirti 10 fráköst fyrir Atlanta, sem hefur ekki náð svo góðri rispu á útivelli síðan árið 1993. Monta Ellis skoraði 21 stig fyrir Golden State. Loks vann Seattle góðan útisigur á Sacramento 114-103. Chris Wilcox og Ray Allen skoruðu 25 stig fyrir Seattle og Rashard Lewis 23, en liðið er nú loksins að verða komið með alla sína menn úr meiðslum. Kevin Martin skoraði 24 stig fyrir Sacramento, Ron Artest skoraði 21 stig og hirti 12 fráköst og gamla brýnið Corliss Williamson skoraði 20 stig og hirti 11 fráköst. NBA Mest lesið Í beinni: KA - Silkeborg | Langþráður Evrópuleikur á Akureyri Fótbolti Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Körfubolti Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf Fleiri fréttir Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Sjá meira
Dwyane Wade átti enn einn stjörnuleikinn í gærkvöldi þegar Miami Heat vann góðan sigur á San Antonio Spurs á heimavelli. Cleveland vann góðan sigur á LA Lakers og Boston tapaði enn eina ferðina. Miami lagði San Antonio 100-85 þar sem Dwyane Wade skoraði 18 af 26 stigum sínum í fjórða leikhlutanum. Wade hafði mjög hægt um sig framan af leik, en honum héldu engin bönd í fjórða leikhlutanum og Miami hélt San Antonio án körfu utan af velli í rúmar 7 mínútur. Shaquille O´Neal skoraði 16 stig á aðeins 26 mínútum fyrir Miami, en Manu Ginobili skoraði 26 stig af bekknum fyrir San Antonio. Cleveland vann góðan sigur á Lakers heima 99-90 þar sem Sasha Pavlovic var stigahæstur í liði Cleveland með 21 stig. Kobe Bryant var góður í liði Lakers og skoraði 36 stig, en varnarleikur Cleveland gerði útslagið líkt og í sigrinum á Miami á föstudagskvöldið.Arenas gerði sig að fífli Gilbert Arenas þurfti að kokgleypa fyrri yfirlýsingar sínar þegar hann skoraði aðeins 9 stig í stórum skelli Washington gegn Portland á heimavelli 94-73. Arenas hafði lýst því yfir að hann ætlaði að skora 50 stig gegn Portland til að hefna sín á fyrrum þjálfara sínum hjá bandaríska landsliðinu Nate McMillan, en ekkert varð úr því og Washington var tekið í bakaríið. Arenas hitti aðeins úr 3 af 15 skotum sínum utan af velli í leiknum. Jarrett Jack og LaMarcus Aldridge skoruðu 18 stig hvor fyrir Portland. Indiana vann auðveldan sigur á LA Clippers 94-80. Jermaine O´Neal skoraði 21 stig fyrir Indiana og varð í leiknum sá leikmaður í sögu Indiana sem varið hefur flest skot þegar hann varði eitt af fjórum skotum sínum. Mike Dunleavy yngri átti aldrei þessu vant góðan leik fyrir Indiana og skoraði 20 stig gegn lánlausu liði Clippers - sem þjálfað er af föður hans. Cuttino Mobley skoraði 24 stig fyrir Clippers.Enn vinnur Dallas Dallas heldur fast í toppsætið í deildinni og í nótt valtaði liðið yfir Philadelphia á útivelli 106-89. Dirk Nowitzki fór á kostum hjá Dallas og skoraði 27 stig, hirti 11 fráköst og gaf 7 stoðsendingar. Dallas náði yfir 30 stiga forystu í leiknum, en varamenn Philadelphia náðu reyndar að saxa það niður í 8 stig seint í leiknum áður en gestirnir settu í fluggírinn á ný. Andre Iguodala skoraði 21 stig og hirti 9 fráköst fyrir Philadelphia.Gamlir kunningjar sökktu Boston Ömurlegt gengi Boston virðist engan endi ætla að taka en í nótt tapaði liðið 18. leiknum í röð - nú fyrir Minnesota á útivelli - þar sem gamall Boston-leikmaður Ricky Davis skoraði sigurkörfu Minnesota með skoti úr horninu þegar innan við sekúnda var eftir á klukkunni. Davis skoraði 28 stig fyrir Minnesota, Kevin Garnett náði annari þrennu sinni á nokkrum dögum með 26 stigum, 11 fráköstum og 10 stoðsendingum og annar fyrrum Boston maður, Mark Blount, skoraði 20 stig. Paul Pierce skoraði 29 stig fyrir Boston, sem hefur aldrei áður í sögu félagsins lent í annari eins taphrinu. Chicago vann góðan útisigur á Phoenix 114-103 þar sem Phoenix var án þeirra Boris Diaw og Steve Nash. Luol Deng og Kirk Hinrich skoruðu 29 stig hvor fyrir Chicago og Ben Gordon 27 stig. Amare Stoudemire og Leandro Barbosa skoruðu 26 hvor fyrir Phoenix. Atlanta vann fimmta útileikinn í röð með 106-105 sigri á Golden State. Josh Smith skoraði 29 stig og hirti 10 fráköst fyrir Atlanta, sem hefur ekki náð svo góðri rispu á útivelli síðan árið 1993. Monta Ellis skoraði 21 stig fyrir Golden State. Loks vann Seattle góðan útisigur á Sacramento 114-103. Chris Wilcox og Ray Allen skoruðu 25 stig fyrir Seattle og Rashard Lewis 23, en liðið er nú loksins að verða komið með alla sína menn úr meiðslum. Kevin Martin skoraði 24 stig fyrir Sacramento, Ron Artest skoraði 21 stig og hirti 12 fráköst og gamla brýnið Corliss Williamson skoraði 20 stig og hirti 11 fráköst.
NBA Mest lesið Í beinni: KA - Silkeborg | Langþráður Evrópuleikur á Akureyri Fótbolti Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Körfubolti Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf Fleiri fréttir Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Sjá meira