Samkynhneigð Amaechi veldur fjaðrafoki í NBA 12. febrúar 2007 13:57 Amaechi hefur gefið út bókina "Maðurinn í miðjunni" en blaðamenn eru á einu máli um að körfuboltaferill hans hafi ekki verið sérlega glæsilegur NordicPhotos/GettyImages Fyrrum NBA leikmaðurinn John Amaechi olli talsverðu fjaðrafoki í heimspressunni fyrir helgina þegar hann tilkynnti um samkynhneigð sína í ævisögu sinni sem kom í hillur á dögunum. Hann varð um leið fyrsti NBA leikmaðurinn til að opinbera samkynhneigð sína, en ekki eru allir jafn hrifnir af yfirlýsingunni. Á meðan þorri fjölmiðla hefur skrifað um hugrekki þessa breska miðherja, eru sumir dálkahöfundar ekki jafn hrifnir. Blaðamenn sem skrifa um lið Utah Jazz eru í þessum hópi, en Amaechi spilaði lengst af með Jazz og skrifaði þar undir rúmlega 12 milljón dollara samning árið 2001. Amaechi var á sínum tíma gagnrýndur mjög harðlega eftir að hann skrifaði undir samninginn við Jazz og í pistli sem birtist í Salt Lake Tribune um helgina, var Amaechi útnefndur einn lélegasti leikmaður sem spilað hefði með liðinu. Leikmaðurinn viðurkenndi alltaf að hann hefði ekki gaman af því að spila körfubolta og félagar hans í liðinu sögðu að það hefði verið hægt að tala við hann um allt - nema körfubolta. Þetta féll ekki í ljúfan jarðveg hjá þjálfara liðsins Jerry Sloan, sem jarðaði tedrykkjumanninn Amaechi á endan á varamannabekk sínum og skipti honum svo í burtu frá liðinu árið 2003. Amaechi var þá skipt til Houston og síðar til New York, en hann hafði þá spilað sinn síðasta leik í NBA deildinni. Pistlahöfundurinn hjá Salt Lake Tribune reiknaði það út að Amaechi hefði fengið 5,660 dollara greidda fyrir hverja mínútu sem hann spilaði með liði Jazz, 21,879 dollara fyrir hvert skorað stig og 32,258 dollara fyrir hvert frákast sem hann hirti. Þessi skuggalega tölfræði sé nóg til að stimpla hann einn allra lélegasta leikmann sem spilað hafi með liðinu. Fleiri blaðamenn hafa skrifað harðorða pistla til að lýsa Amaechi sem leikmanni og margir eru á því að hann hefði frekar átt að koma út úr skápnum á meðan hann var enn að spila í deildinni - það hefði borið hugrekki hans vitni, frekar en að koma út og gefa út bók mörgum árum síðar þegar hann væri fluttur úr landi. "Á tímum þar sem samkynhneigð er orðinn svo sjálfsagður hlutur, þar sem við sjáum þætti eins og Will og Grace og Queer eye for a straight guy í sjónvarpi - og þar sem við sjáum Hollywood myndir eins og Brokeback mountain í bíó - er þessi yfirlýsing Amaechi einfaldlega nauðaómerkileg og fær mig til að geyspa. Þessi auglýsingabrella fyrir bókina hans er jafn ómerkileg og ferill hans sem leikmaður," sagði blaðamaður Deseret News. Hinn skrautlegi Mark Cuban, eigandi Dallas Mavericks, er á sama máli. Hann gætir þess að fara mjög varlega í yfirlýsingum um samkynhneigð líkt og aðrir, en segir að samkynhneigður maður í NBA í dag hefði frábæra möguleika á að hagnast gríðarlega ef hann héldi rétt á spöðunum. "Möguleikarnir á allskonar auglýsingasamningum fyrir svona mann yrðu gríðarlegir. Kannski óttast einhver að samkynhneigður maður yrði útskúfaður í deildinni, en það jafnast ekkert á við þau hörðu viðbrögð sem menn allir hinir yrðu fyrir ef þeir myndu leyfa sér að setja út á samkynhneigðan mann í deildinni," sagði Cuban. Nokkrir leikmenn í NBA deildinni hafa tjáð sig um mál Amaechi yfir helgina og hafa sumar yfirlýsingarnar verið mjög skrautlegar, svo það er ef til vill ekki skrítið að Amaechi hafi beðið með að koma út úr skápnum þangað til hann hætti að spila. "Ég held að svona nokkuð væri óþægilegt fyrir menn í karlmannlegri íþrótt eins og körfubolta þar sem menn gera mikið af því að snerta hver annan og fara saman í sturtu. Mér er svosem alveg sama hvort maður er samkynhneigður eða ekki - bara ef hann heldur því fyrir sig," sagði Troy Hudson, leikmaður Minnesota. "Þetta er allt í lagi mín vegna - bara ef maðurinn reynir ekki einhvern hommaskap við mig. Ég held að ég gæti spilað með samkynhneigðum manni, en ég held að það væri dálítið vandræðalegt í búningsklefanum," sagði Shavlik Randolph, leikmaður Philadelphia 76ers. "Er hann samkynhneigður - í alvöru?" sagði Steven Hunter, leikmaður 76ers. "Ég horfi mikið á sjónvarp og ég sé fólk gera allskonar sjúka hluti og gifta menn vera að dilla sér með samkynhneigðum mönnum. Mér væri svosem sama þó ég spilaði með svona manni - bara ef hann reynir ekki við mig, spilar körfubolta og hagar sér eins og venjulegur og góður maður." NBA Mest lesið Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Handbolti Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn Guðmundur hættir sem formaður HSÍ Handbolti Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Enski boltinn Uppgjör: Stelpurnar stóðu í Tyrkjum fyrir framan troðfulla höll Körfubolti Leik lokið: Njarðvík - KR 103-79 | Njarðvíkingar hefndu bikartapsins með stæl Körfubolti Leik lokið: Keflavík - ÍR 81-89 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík Körfubolti Newcastle lét draum Víkings rætast Enski boltinn Fleiri fréttir „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Kjartan: Við erum að vaða á liðin Leik lokið: Keflavík - ÍR 81-89 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík Leik lokið: Njarðvík - KR 103-79 | Njarðvíkingar hefndu bikartapsins með stæl Leik lokið: Álftanes - Haukar 107-90 | Álftanes frábærir þegar á þurfti að halda Uppgjörið: Þór Þ. - Grindavík 95-104 | Grindvíkingar með stáltaugar í lokin Uppgjör: Stelpurnar stóðu í Tyrkjum fyrir framan troðfulla höll „Þetta er náttúrulega alltaf skrýtið“ Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Íslensku stelpurnar vinsælar í Izmit GAZ-leikur kvöldsins: Síðasti séns Hauka á atlögu að björgun? Agravanis bræður ætla með Íslandsmeistaratitilinn í Síkið Jimmy Butler endaði hjá Golden State Durant vill ekki fara til Golden State Sonur Jordans handtekinn með kókaín Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Sjá meira
Fyrrum NBA leikmaðurinn John Amaechi olli talsverðu fjaðrafoki í heimspressunni fyrir helgina þegar hann tilkynnti um samkynhneigð sína í ævisögu sinni sem kom í hillur á dögunum. Hann varð um leið fyrsti NBA leikmaðurinn til að opinbera samkynhneigð sína, en ekki eru allir jafn hrifnir af yfirlýsingunni. Á meðan þorri fjölmiðla hefur skrifað um hugrekki þessa breska miðherja, eru sumir dálkahöfundar ekki jafn hrifnir. Blaðamenn sem skrifa um lið Utah Jazz eru í þessum hópi, en Amaechi spilaði lengst af með Jazz og skrifaði þar undir rúmlega 12 milljón dollara samning árið 2001. Amaechi var á sínum tíma gagnrýndur mjög harðlega eftir að hann skrifaði undir samninginn við Jazz og í pistli sem birtist í Salt Lake Tribune um helgina, var Amaechi útnefndur einn lélegasti leikmaður sem spilað hefði með liðinu. Leikmaðurinn viðurkenndi alltaf að hann hefði ekki gaman af því að spila körfubolta og félagar hans í liðinu sögðu að það hefði verið hægt að tala við hann um allt - nema körfubolta. Þetta féll ekki í ljúfan jarðveg hjá þjálfara liðsins Jerry Sloan, sem jarðaði tedrykkjumanninn Amaechi á endan á varamannabekk sínum og skipti honum svo í burtu frá liðinu árið 2003. Amaechi var þá skipt til Houston og síðar til New York, en hann hafði þá spilað sinn síðasta leik í NBA deildinni. Pistlahöfundurinn hjá Salt Lake Tribune reiknaði það út að Amaechi hefði fengið 5,660 dollara greidda fyrir hverja mínútu sem hann spilaði með liði Jazz, 21,879 dollara fyrir hvert skorað stig og 32,258 dollara fyrir hvert frákast sem hann hirti. Þessi skuggalega tölfræði sé nóg til að stimpla hann einn allra lélegasta leikmann sem spilað hafi með liðinu. Fleiri blaðamenn hafa skrifað harðorða pistla til að lýsa Amaechi sem leikmanni og margir eru á því að hann hefði frekar átt að koma út úr skápnum á meðan hann var enn að spila í deildinni - það hefði borið hugrekki hans vitni, frekar en að koma út og gefa út bók mörgum árum síðar þegar hann væri fluttur úr landi. "Á tímum þar sem samkynhneigð er orðinn svo sjálfsagður hlutur, þar sem við sjáum þætti eins og Will og Grace og Queer eye for a straight guy í sjónvarpi - og þar sem við sjáum Hollywood myndir eins og Brokeback mountain í bíó - er þessi yfirlýsing Amaechi einfaldlega nauðaómerkileg og fær mig til að geyspa. Þessi auglýsingabrella fyrir bókina hans er jafn ómerkileg og ferill hans sem leikmaður," sagði blaðamaður Deseret News. Hinn skrautlegi Mark Cuban, eigandi Dallas Mavericks, er á sama máli. Hann gætir þess að fara mjög varlega í yfirlýsingum um samkynhneigð líkt og aðrir, en segir að samkynhneigður maður í NBA í dag hefði frábæra möguleika á að hagnast gríðarlega ef hann héldi rétt á spöðunum. "Möguleikarnir á allskonar auglýsingasamningum fyrir svona mann yrðu gríðarlegir. Kannski óttast einhver að samkynhneigður maður yrði útskúfaður í deildinni, en það jafnast ekkert á við þau hörðu viðbrögð sem menn allir hinir yrðu fyrir ef þeir myndu leyfa sér að setja út á samkynhneigðan mann í deildinni," sagði Cuban. Nokkrir leikmenn í NBA deildinni hafa tjáð sig um mál Amaechi yfir helgina og hafa sumar yfirlýsingarnar verið mjög skrautlegar, svo það er ef til vill ekki skrítið að Amaechi hafi beðið með að koma út úr skápnum þangað til hann hætti að spila. "Ég held að svona nokkuð væri óþægilegt fyrir menn í karlmannlegri íþrótt eins og körfubolta þar sem menn gera mikið af því að snerta hver annan og fara saman í sturtu. Mér er svosem alveg sama hvort maður er samkynhneigður eða ekki - bara ef hann heldur því fyrir sig," sagði Troy Hudson, leikmaður Minnesota. "Þetta er allt í lagi mín vegna - bara ef maðurinn reynir ekki einhvern hommaskap við mig. Ég held að ég gæti spilað með samkynhneigðum manni, en ég held að það væri dálítið vandræðalegt í búningsklefanum," sagði Shavlik Randolph, leikmaður Philadelphia 76ers. "Er hann samkynhneigður - í alvöru?" sagði Steven Hunter, leikmaður 76ers. "Ég horfi mikið á sjónvarp og ég sé fólk gera allskonar sjúka hluti og gifta menn vera að dilla sér með samkynhneigðum mönnum. Mér væri svosem sama þó ég spilaði með svona manni - bara ef hann reynir ekki við mig, spilar körfubolta og hagar sér eins og venjulegur og góður maður."
NBA Mest lesið Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Handbolti Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn Guðmundur hættir sem formaður HSÍ Handbolti Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Enski boltinn Uppgjör: Stelpurnar stóðu í Tyrkjum fyrir framan troðfulla höll Körfubolti Leik lokið: Njarðvík - KR 103-79 | Njarðvíkingar hefndu bikartapsins með stæl Körfubolti Leik lokið: Keflavík - ÍR 81-89 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík Körfubolti Newcastle lét draum Víkings rætast Enski boltinn Fleiri fréttir „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Kjartan: Við erum að vaða á liðin Leik lokið: Keflavík - ÍR 81-89 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík Leik lokið: Njarðvík - KR 103-79 | Njarðvíkingar hefndu bikartapsins með stæl Leik lokið: Álftanes - Haukar 107-90 | Álftanes frábærir þegar á þurfti að halda Uppgjörið: Þór Þ. - Grindavík 95-104 | Grindvíkingar með stáltaugar í lokin Uppgjör: Stelpurnar stóðu í Tyrkjum fyrir framan troðfulla höll „Þetta er náttúrulega alltaf skrýtið“ Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Íslensku stelpurnar vinsælar í Izmit GAZ-leikur kvöldsins: Síðasti séns Hauka á atlögu að björgun? Agravanis bræður ætla með Íslandsmeistaratitilinn í Síkið Jimmy Butler endaði hjá Golden State Durant vill ekki fara til Golden State Sonur Jordans handtekinn með kókaín Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Sjá meira