Samkynhneigð Amaechi veldur fjaðrafoki í NBA 12. febrúar 2007 13:57 Amaechi hefur gefið út bókina "Maðurinn í miðjunni" en blaðamenn eru á einu máli um að körfuboltaferill hans hafi ekki verið sérlega glæsilegur NordicPhotos/GettyImages Fyrrum NBA leikmaðurinn John Amaechi olli talsverðu fjaðrafoki í heimspressunni fyrir helgina þegar hann tilkynnti um samkynhneigð sína í ævisögu sinni sem kom í hillur á dögunum. Hann varð um leið fyrsti NBA leikmaðurinn til að opinbera samkynhneigð sína, en ekki eru allir jafn hrifnir af yfirlýsingunni. Á meðan þorri fjölmiðla hefur skrifað um hugrekki þessa breska miðherja, eru sumir dálkahöfundar ekki jafn hrifnir. Blaðamenn sem skrifa um lið Utah Jazz eru í þessum hópi, en Amaechi spilaði lengst af með Jazz og skrifaði þar undir rúmlega 12 milljón dollara samning árið 2001. Amaechi var á sínum tíma gagnrýndur mjög harðlega eftir að hann skrifaði undir samninginn við Jazz og í pistli sem birtist í Salt Lake Tribune um helgina, var Amaechi útnefndur einn lélegasti leikmaður sem spilað hefði með liðinu. Leikmaðurinn viðurkenndi alltaf að hann hefði ekki gaman af því að spila körfubolta og félagar hans í liðinu sögðu að það hefði verið hægt að tala við hann um allt - nema körfubolta. Þetta féll ekki í ljúfan jarðveg hjá þjálfara liðsins Jerry Sloan, sem jarðaði tedrykkjumanninn Amaechi á endan á varamannabekk sínum og skipti honum svo í burtu frá liðinu árið 2003. Amaechi var þá skipt til Houston og síðar til New York, en hann hafði þá spilað sinn síðasta leik í NBA deildinni. Pistlahöfundurinn hjá Salt Lake Tribune reiknaði það út að Amaechi hefði fengið 5,660 dollara greidda fyrir hverja mínútu sem hann spilaði með liði Jazz, 21,879 dollara fyrir hvert skorað stig og 32,258 dollara fyrir hvert frákast sem hann hirti. Þessi skuggalega tölfræði sé nóg til að stimpla hann einn allra lélegasta leikmann sem spilað hafi með liðinu. Fleiri blaðamenn hafa skrifað harðorða pistla til að lýsa Amaechi sem leikmanni og margir eru á því að hann hefði frekar átt að koma út úr skápnum á meðan hann var enn að spila í deildinni - það hefði borið hugrekki hans vitni, frekar en að koma út og gefa út bók mörgum árum síðar þegar hann væri fluttur úr landi. "Á tímum þar sem samkynhneigð er orðinn svo sjálfsagður hlutur, þar sem við sjáum þætti eins og Will og Grace og Queer eye for a straight guy í sjónvarpi - og þar sem við sjáum Hollywood myndir eins og Brokeback mountain í bíó - er þessi yfirlýsing Amaechi einfaldlega nauðaómerkileg og fær mig til að geyspa. Þessi auglýsingabrella fyrir bókina hans er jafn ómerkileg og ferill hans sem leikmaður," sagði blaðamaður Deseret News. Hinn skrautlegi Mark Cuban, eigandi Dallas Mavericks, er á sama máli. Hann gætir þess að fara mjög varlega í yfirlýsingum um samkynhneigð líkt og aðrir, en segir að samkynhneigður maður í NBA í dag hefði frábæra möguleika á að hagnast gríðarlega ef hann héldi rétt á spöðunum. "Möguleikarnir á allskonar auglýsingasamningum fyrir svona mann yrðu gríðarlegir. Kannski óttast einhver að samkynhneigður maður yrði útskúfaður í deildinni, en það jafnast ekkert á við þau hörðu viðbrögð sem menn allir hinir yrðu fyrir ef þeir myndu leyfa sér að setja út á samkynhneigðan mann í deildinni," sagði Cuban. Nokkrir leikmenn í NBA deildinni hafa tjáð sig um mál Amaechi yfir helgina og hafa sumar yfirlýsingarnar verið mjög skrautlegar, svo það er ef til vill ekki skrítið að Amaechi hafi beðið með að koma út úr skápnum þangað til hann hætti að spila. "Ég held að svona nokkuð væri óþægilegt fyrir menn í karlmannlegri íþrótt eins og körfubolta þar sem menn gera mikið af því að snerta hver annan og fara saman í sturtu. Mér er svosem alveg sama hvort maður er samkynhneigður eða ekki - bara ef hann heldur því fyrir sig," sagði Troy Hudson, leikmaður Minnesota. "Þetta er allt í lagi mín vegna - bara ef maðurinn reynir ekki einhvern hommaskap við mig. Ég held að ég gæti spilað með samkynhneigðum manni, en ég held að það væri dálítið vandræðalegt í búningsklefanum," sagði Shavlik Randolph, leikmaður Philadelphia 76ers. "Er hann samkynhneigður - í alvöru?" sagði Steven Hunter, leikmaður 76ers. "Ég horfi mikið á sjónvarp og ég sé fólk gera allskonar sjúka hluti og gifta menn vera að dilla sér með samkynhneigðum mönnum. Mér væri svosem sama þó ég spilaði með svona manni - bara ef hann reynir ekki við mig, spilar körfubolta og hagar sér eins og venjulegur og góður maður." NBA Mest lesið Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Enski boltinn Myndasyrpa: Glódís og forsetinn í hláturskasti á hófinu í Hörpu Sport Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Enski boltinn Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni Fótbolti Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Körfubolti Amorim segir leikmenn sína hrædda Enski boltinn Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Handbolti „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Enski boltinn „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Körfubolti Fleiri fréttir Leik lokið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ „Það er krísa“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 87-89 | Langþráður sigur Álftnesinga Tryggvi Snær tók flest fráköst í góðum sigri Uppgjörið og viðtöl: ÍR - Grindavík 98-90 | ÍR sigraði í framlengdri rússibanareið Uppgjörið: Njarðvík - Þór Þ. 106-104 | Heimasigur í hörkuleik Íslenska körfuboltaárið hefur aldrei byrjað fyrr Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Sakar NBA-deildina um að vera á móti Houston Rockets Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Sjá meira
Fyrrum NBA leikmaðurinn John Amaechi olli talsverðu fjaðrafoki í heimspressunni fyrir helgina þegar hann tilkynnti um samkynhneigð sína í ævisögu sinni sem kom í hillur á dögunum. Hann varð um leið fyrsti NBA leikmaðurinn til að opinbera samkynhneigð sína, en ekki eru allir jafn hrifnir af yfirlýsingunni. Á meðan þorri fjölmiðla hefur skrifað um hugrekki þessa breska miðherja, eru sumir dálkahöfundar ekki jafn hrifnir. Blaðamenn sem skrifa um lið Utah Jazz eru í þessum hópi, en Amaechi spilaði lengst af með Jazz og skrifaði þar undir rúmlega 12 milljón dollara samning árið 2001. Amaechi var á sínum tíma gagnrýndur mjög harðlega eftir að hann skrifaði undir samninginn við Jazz og í pistli sem birtist í Salt Lake Tribune um helgina, var Amaechi útnefndur einn lélegasti leikmaður sem spilað hefði með liðinu. Leikmaðurinn viðurkenndi alltaf að hann hefði ekki gaman af því að spila körfubolta og félagar hans í liðinu sögðu að það hefði verið hægt að tala við hann um allt - nema körfubolta. Þetta féll ekki í ljúfan jarðveg hjá þjálfara liðsins Jerry Sloan, sem jarðaði tedrykkjumanninn Amaechi á endan á varamannabekk sínum og skipti honum svo í burtu frá liðinu árið 2003. Amaechi var þá skipt til Houston og síðar til New York, en hann hafði þá spilað sinn síðasta leik í NBA deildinni. Pistlahöfundurinn hjá Salt Lake Tribune reiknaði það út að Amaechi hefði fengið 5,660 dollara greidda fyrir hverja mínútu sem hann spilaði með liði Jazz, 21,879 dollara fyrir hvert skorað stig og 32,258 dollara fyrir hvert frákast sem hann hirti. Þessi skuggalega tölfræði sé nóg til að stimpla hann einn allra lélegasta leikmann sem spilað hafi með liðinu. Fleiri blaðamenn hafa skrifað harðorða pistla til að lýsa Amaechi sem leikmanni og margir eru á því að hann hefði frekar átt að koma út úr skápnum á meðan hann var enn að spila í deildinni - það hefði borið hugrekki hans vitni, frekar en að koma út og gefa út bók mörgum árum síðar þegar hann væri fluttur úr landi. "Á tímum þar sem samkynhneigð er orðinn svo sjálfsagður hlutur, þar sem við sjáum þætti eins og Will og Grace og Queer eye for a straight guy í sjónvarpi - og þar sem við sjáum Hollywood myndir eins og Brokeback mountain í bíó - er þessi yfirlýsing Amaechi einfaldlega nauðaómerkileg og fær mig til að geyspa. Þessi auglýsingabrella fyrir bókina hans er jafn ómerkileg og ferill hans sem leikmaður," sagði blaðamaður Deseret News. Hinn skrautlegi Mark Cuban, eigandi Dallas Mavericks, er á sama máli. Hann gætir þess að fara mjög varlega í yfirlýsingum um samkynhneigð líkt og aðrir, en segir að samkynhneigður maður í NBA í dag hefði frábæra möguleika á að hagnast gríðarlega ef hann héldi rétt á spöðunum. "Möguleikarnir á allskonar auglýsingasamningum fyrir svona mann yrðu gríðarlegir. Kannski óttast einhver að samkynhneigður maður yrði útskúfaður í deildinni, en það jafnast ekkert á við þau hörðu viðbrögð sem menn allir hinir yrðu fyrir ef þeir myndu leyfa sér að setja út á samkynhneigðan mann í deildinni," sagði Cuban. Nokkrir leikmenn í NBA deildinni hafa tjáð sig um mál Amaechi yfir helgina og hafa sumar yfirlýsingarnar verið mjög skrautlegar, svo það er ef til vill ekki skrítið að Amaechi hafi beðið með að koma út úr skápnum þangað til hann hætti að spila. "Ég held að svona nokkuð væri óþægilegt fyrir menn í karlmannlegri íþrótt eins og körfubolta þar sem menn gera mikið af því að snerta hver annan og fara saman í sturtu. Mér er svosem alveg sama hvort maður er samkynhneigður eða ekki - bara ef hann heldur því fyrir sig," sagði Troy Hudson, leikmaður Minnesota. "Þetta er allt í lagi mín vegna - bara ef maðurinn reynir ekki einhvern hommaskap við mig. Ég held að ég gæti spilað með samkynhneigðum manni, en ég held að það væri dálítið vandræðalegt í búningsklefanum," sagði Shavlik Randolph, leikmaður Philadelphia 76ers. "Er hann samkynhneigður - í alvöru?" sagði Steven Hunter, leikmaður 76ers. "Ég horfi mikið á sjónvarp og ég sé fólk gera allskonar sjúka hluti og gifta menn vera að dilla sér með samkynhneigðum mönnum. Mér væri svosem sama þó ég spilaði með svona manni - bara ef hann reynir ekki við mig, spilar körfubolta og hagar sér eins og venjulegur og góður maður."
NBA Mest lesið Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Enski boltinn Myndasyrpa: Glódís og forsetinn í hláturskasti á hófinu í Hörpu Sport Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Enski boltinn Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni Fótbolti Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Körfubolti Amorim segir leikmenn sína hrædda Enski boltinn Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Handbolti „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Enski boltinn „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Körfubolti Fleiri fréttir Leik lokið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ „Það er krísa“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 87-89 | Langþráður sigur Álftnesinga Tryggvi Snær tók flest fráköst í góðum sigri Uppgjörið og viðtöl: ÍR - Grindavík 98-90 | ÍR sigraði í framlengdri rússibanareið Uppgjörið: Njarðvík - Þór Þ. 106-104 | Heimasigur í hörkuleik Íslenska körfuboltaárið hefur aldrei byrjað fyrr Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Sakar NBA-deildina um að vera á móti Houston Rockets Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Sjá meira