Hvalaverndarsinnar mættu ekki 13. febrúar 2007 19:00 Nær helmingur aðildarþjóða Alþjóðahvalveiðiráðsins situr ekki aukafund þess í Japan. Þar á að reyna að bæta ákvarðanatökuferli innan ráðsins. Á sama tíma harðna átök verndarsinna og japanska flotans í Suður-Íshafi. Ráðstefnunni í Tokyo er ætlað að höggva á hnútinn í Alþjóðahvalveiðiráðinu. Þrjá fjórðu atkvæða þarf til að fá í gegn breytingar á samþykktum ráðsins og eins og sakir standa geta því hvorki hvalveiðisinnar né þeir sem vilja vernda hvali komið málum sínum í gegn. Stefán Ásmundsson, skrifstofustjóri hjá sjávarútvegsráðuneytinu, er formaður íslensku sendinefndarinnar á fundinum. Hann segir ráðið hafa verið klofið um nokkurt skeið. Hann segir fundinn tilraun til að bæta ástandið. Það verði þó ekkert tímamóta samkomulag gert í ljósi þess að stór hluti aðildarríkjanna hafi ekki sent fulltrúa. Ástandið í ráðinu verði því óbreytt þrátt fyrir þennan fund. Næsti ársfundur Alþjóðahvalveiðiráðsins verður í Anchorage í Alaska í maí. En á meðan reynt er að semja um breytta skipan innan hvalveiðiráðsins hafa átök magnast milli verndarsamtakanna Sea Shepherd og japanska hvalveiðiflotans í Suður-Íshafi. Fyrir helgi helltu Sea Shepherd-liðar sýru á japanskt hvalveiðiskip og í gær sigldu þeir á annað. Gat kom á bæði hvalveiðiskipið og skip Sea Shepherd. Skipstjóri annars tveggja skipa Sea Shepherd er Paul Watson en hann er Íslendingum kunnur fyrir að hafa í nóvember 1986 sökkt hvalveiðiskipunum Hvalur sex og Hvalur sjö í Reykjavíkurhöfn og unnið skemmdir á Hvalstöðinni í Hvalfirði. Watson var fangelsaður í stuttan tíma þegar hann kom til landsins í janúar 1988 en síðan vísað úr landi. Sea Shepherd ætla ekki að láta þar við sitja og hótar því að halda áfram að sigla á japönsk hvalveiðiskip. Samtökin ætli að stöðva hvalveiðar Japana, en þeir stefna að því að veiða 350 hrefnur í vísindaskyni í ár. Erlent Fréttir Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Nær helmingur aðildarþjóða Alþjóðahvalveiðiráðsins situr ekki aukafund þess í Japan. Þar á að reyna að bæta ákvarðanatökuferli innan ráðsins. Á sama tíma harðna átök verndarsinna og japanska flotans í Suður-Íshafi. Ráðstefnunni í Tokyo er ætlað að höggva á hnútinn í Alþjóðahvalveiðiráðinu. Þrjá fjórðu atkvæða þarf til að fá í gegn breytingar á samþykktum ráðsins og eins og sakir standa geta því hvorki hvalveiðisinnar né þeir sem vilja vernda hvali komið málum sínum í gegn. Stefán Ásmundsson, skrifstofustjóri hjá sjávarútvegsráðuneytinu, er formaður íslensku sendinefndarinnar á fundinum. Hann segir ráðið hafa verið klofið um nokkurt skeið. Hann segir fundinn tilraun til að bæta ástandið. Það verði þó ekkert tímamóta samkomulag gert í ljósi þess að stór hluti aðildarríkjanna hafi ekki sent fulltrúa. Ástandið í ráðinu verði því óbreytt þrátt fyrir þennan fund. Næsti ársfundur Alþjóðahvalveiðiráðsins verður í Anchorage í Alaska í maí. En á meðan reynt er að semja um breytta skipan innan hvalveiðiráðsins hafa átök magnast milli verndarsamtakanna Sea Shepherd og japanska hvalveiðiflotans í Suður-Íshafi. Fyrir helgi helltu Sea Shepherd-liðar sýru á japanskt hvalveiðiskip og í gær sigldu þeir á annað. Gat kom á bæði hvalveiðiskipið og skip Sea Shepherd. Skipstjóri annars tveggja skipa Sea Shepherd er Paul Watson en hann er Íslendingum kunnur fyrir að hafa í nóvember 1986 sökkt hvalveiðiskipunum Hvalur sex og Hvalur sjö í Reykjavíkurhöfn og unnið skemmdir á Hvalstöðinni í Hvalfirði. Watson var fangelsaður í stuttan tíma þegar hann kom til landsins í janúar 1988 en síðan vísað úr landi. Sea Shepherd ætla ekki að láta þar við sitja og hótar því að halda áfram að sigla á japönsk hvalveiðiskip. Samtökin ætli að stöðva hvalveiðar Japana, en þeir stefna að því að veiða 350 hrefnur í vísindaskyni í ár.
Erlent Fréttir Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira