„Samlokumaðurinn“ sýknaður Samúel Karl Ólason skrifar 6. nóvember 2025 20:22 Samlokukast Sean Dunn vakti mikla athygli og varð einskonar táknmynd mótspyrnu gegn aðgerðum ríkisstjórnar Trumps í málefnum innflytjenda. AP/Julia Demaree Nikhinson Bandarískur maður sem gengið hefur undir nafninu „samlokumaðurinn“ undanfarnar vikur var í kvöld sýknaður af tiltölulega smávægilegri ákæru fyrir að kasta samloku í starfsmann Landamæraeftirlits Bandaríkjanna. Það gerði maðurinn, sem heitir Sean Dunn, í miðbæ Washington DC í ágúst. Dunn, sem er 37 ára gamall uppgjafarhermaður úr flugher Bandaríkjanna og starfaði í dómsmálaráðuneytinu. Hann kastaði samloku í bringu Greg Lairmore, sem hélt því fram við yfirheyrslu að samlokan hefði „sprungið“ yfir hann allan og hann hafi angað af sinnepi og lauk. Myndbönd og myndir af vettvangi sýndu þó að samlokan var enn vafin eftir að hún lenti á skotheldu vesti Lairmor og féll svo til jarðar. Myndband af samlokukastinu sjálfu sýnir að Dunn kastaði samlokunni af nokkru afli, eftir að hafa farið illum orðum um löggæslumennina. Atvikið naut á sínum tíma mikillar athygli vegna umfangsmikilla aðgerða starfsmanna Landamæraeftirlitsins og útsendarar Innflytjenda- og tollaeftirlits Bandaríkjanna (ICE) víðsvegar um landið. Þeir hafa gengið hart fram í því að elta uppi fólk sem dvelur ólöglega í Bandaríkjunum á undanförnum mánuðum. Samlokukast Dunn varð einskonar táknmynd mótspyrnu gegn aðgerðum ríkisstjórnar Trumps. Hann sagðist sjálfur hafa verið að mótmæla fasisma og aðgerðum Trump-liða gegn innflytjendum. Kviðdómendur snæddu samkvæmt NBC News á samlokum í dag á meðan þeir tóku sér nokkrar klukkustundir til að sýkna Dunn af lítilfjörlegu afbroti. Saksóknarar reyndu fyrst að ákæra Dunn fyrir árás á alríkisstarfsmann en meðlimir ákærudómstóls höfnuðu því. Mótmæli eða árás? Ákærudómstólar víðsvegar um Bandaríkin hafa hafnað því að ákæra þó nokkra vegna meintra árása á starfsmenn Heimavarnaráðuneytis Bandaríkjanna, samkvæmt frétt Washington Post. Jeanine Pirro, fyrrverandi sjónvarpskona á Fox og núverandi ríkissaksóknari, hefur lagt mikla áherslu á að ákæra fólk sem þykir hafa gengið of langt í mótmælum gegn starfsmönnum ráðuneytisins eða ráðist á þá. Ákærudómstólar eru sérstakt bandarískt fyrirbæri þar sem tólf kviðdómendur eru fengnir til að fara yfir sönnunargögn og vitnisburð sem saksóknarar hafa tekið saman í ákveðnum málum. Þeir kviðdómendur eiga svo að kanna hvort þeim þyki tilefni til að leggja fram ákærur á grunni þeirra vísbendinga sem fyrir þá eru lögð. Við réttarhöldin gegn Dunn kölluðu saksóknarar fram tvö vitni. Lairmore var annar þeirra og hinn var rannsóknarlögreglumaður sem varð vitni að samlokukastinu. Verjendur Dunn höfðu engin vitni en Dunn sagðist hafa kastað samlokunni í mótmælaskyni og til að laða löggæslumennina á brott. Í lokaávarpi sínu dró lögmaður Dunns verulega í efa að Lairmann hefði í raun talið sér ógnað. Benti hún því til stuðnings á að samstarfsfélagar hans hefðu gefið honum gríngjafir vegna atviksins. „Þeir eru að grínast vegna þessa og þeir slá á létta strengi við Lairmore,“ sagði hún. „Af hverju? Af því þeim finnst þetta fyndið.“ Saksóknarar báðu kviðdómendur um að hugsa ekki um viðhorf þeirra gagnvart aðgerðum ríkisstjórnar Trumps. Þeir sögðu Dunn ekki hafa verið að mótmæla heldur hefði hann klárlega farið yfir strikið. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Sjá meira
Dunn, sem er 37 ára gamall uppgjafarhermaður úr flugher Bandaríkjanna og starfaði í dómsmálaráðuneytinu. Hann kastaði samloku í bringu Greg Lairmore, sem hélt því fram við yfirheyrslu að samlokan hefði „sprungið“ yfir hann allan og hann hafi angað af sinnepi og lauk. Myndbönd og myndir af vettvangi sýndu þó að samlokan var enn vafin eftir að hún lenti á skotheldu vesti Lairmor og féll svo til jarðar. Myndband af samlokukastinu sjálfu sýnir að Dunn kastaði samlokunni af nokkru afli, eftir að hafa farið illum orðum um löggæslumennina. Atvikið naut á sínum tíma mikillar athygli vegna umfangsmikilla aðgerða starfsmanna Landamæraeftirlitsins og útsendarar Innflytjenda- og tollaeftirlits Bandaríkjanna (ICE) víðsvegar um landið. Þeir hafa gengið hart fram í því að elta uppi fólk sem dvelur ólöglega í Bandaríkjunum á undanförnum mánuðum. Samlokukast Dunn varð einskonar táknmynd mótspyrnu gegn aðgerðum ríkisstjórnar Trumps. Hann sagðist sjálfur hafa verið að mótmæla fasisma og aðgerðum Trump-liða gegn innflytjendum. Kviðdómendur snæddu samkvæmt NBC News á samlokum í dag á meðan þeir tóku sér nokkrar klukkustundir til að sýkna Dunn af lítilfjörlegu afbroti. Saksóknarar reyndu fyrst að ákæra Dunn fyrir árás á alríkisstarfsmann en meðlimir ákærudómstóls höfnuðu því. Mótmæli eða árás? Ákærudómstólar víðsvegar um Bandaríkin hafa hafnað því að ákæra þó nokkra vegna meintra árása á starfsmenn Heimavarnaráðuneytis Bandaríkjanna, samkvæmt frétt Washington Post. Jeanine Pirro, fyrrverandi sjónvarpskona á Fox og núverandi ríkissaksóknari, hefur lagt mikla áherslu á að ákæra fólk sem þykir hafa gengið of langt í mótmælum gegn starfsmönnum ráðuneytisins eða ráðist á þá. Ákærudómstólar eru sérstakt bandarískt fyrirbæri þar sem tólf kviðdómendur eru fengnir til að fara yfir sönnunargögn og vitnisburð sem saksóknarar hafa tekið saman í ákveðnum málum. Þeir kviðdómendur eiga svo að kanna hvort þeim þyki tilefni til að leggja fram ákærur á grunni þeirra vísbendinga sem fyrir þá eru lögð. Við réttarhöldin gegn Dunn kölluðu saksóknarar fram tvö vitni. Lairmore var annar þeirra og hinn var rannsóknarlögreglumaður sem varð vitni að samlokukastinu. Verjendur Dunn höfðu engin vitni en Dunn sagðist hafa kastað samlokunni í mótmælaskyni og til að laða löggæslumennina á brott. Í lokaávarpi sínu dró lögmaður Dunns verulega í efa að Lairmann hefði í raun talið sér ógnað. Benti hún því til stuðnings á að samstarfsfélagar hans hefðu gefið honum gríngjafir vegna atviksins. „Þeir eru að grínast vegna þessa og þeir slá á létta strengi við Lairmore,“ sagði hún. „Af hverju? Af því þeim finnst þetta fyndið.“ Saksóknarar báðu kviðdómendur um að hugsa ekki um viðhorf þeirra gagnvart aðgerðum ríkisstjórnar Trumps. Þeir sögðu Dunn ekki hafa verið að mótmæla heldur hefði hann klárlega farið yfir strikið.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Sjá meira