Steve Nash vill kaupa hlut í Tottenham 21. febrúar 2007 08:15 Steve Nash er hér með Francesco Totti hjá Roma þegar Phoenix var á ferðalagi um Evrópu síðasta haust NordicPhotos/GettyImages Tvöfaldur verðmætasti leikmaður NBA deildarinnar, Steve Nash, vill ólmur eignast hlut í uppáhalds fótboltaliðinu sínu Tottenham Hotspur. Nash hefur alla tíð verið mikill áhugamaður um knattspyrnu og spilaði fótbolta í menntaskóla í Kanada. Steve Nash fæddist í Jóhannesarborg í Suður-Afríku og bjó þar til tveggja ára aldurs. Faðir hans, John Nash, spilaði þá fótbolta með neðrideildarliði þar í borg. Þegar Nash var tveggja ára gamall flutti fjölskyldan til Victoria í Bresku Kólumbíu í Kanada, því faðir hans vildi ekki ala börn sín upp við þrúgandi aðstæður aðskilnaðarstefnunnar í Afríkulandinu. Bróðir Nash í landsliði Kanada Fyrsti boltinn sem Nash fékk þegar hann var krakki var þannig fótbolti en ekki körfubolti eins og ætla mætti og spilaði Nash fótbolta fram eftir aldri. Nash byrjaði snemma að halda með liði Tottenham í ensku knattspyrnunni, en faðir hans ólst upp í Norður-Lundúnum. Móðir Nash var í enska landsliðinu í netbolta og bróðir hans Martin Nash á að baki 30 landsleiki fyrir kanadíska landsliðið í knattspyrnu. Vill fjárfesta í Tottenham Fréttir voru á kreiki um það í byrjun febrúar að Tottenham fetaði í fótspor fleiri úrvalsdeildarfélaga og yrði selt í hendur fjárfesta. Þessi tíðindi hafa síðan verið skotin niður af forráðamönnum félagsins, en Steve Nash var full alvara þegar hann sagðist hafa mikinn áhuga á að ganga í lið með góðum mönnum með það fyrir augum að fjárfesta í liðinu sínu. Gott málefni Nash sker sig nokkuð frá öðrum NBA leikmönnum þegar kemur að markaðs- og kynningarmálum, en hann lætur hverja einustu krónu sem hann vinnur sér inn fyrir auglýsingar renna óskert til góðgerðamála. Nash gekk fyrir nokkru frá stórum samningi við úraframleiðandann Raymond Weil og fór fyrsta greiðslan upp á fjórar milljónir króna beint í Steve Nash sjóðinn. Þessi sjóður styrkir gott málefni á borð við menntun og heilsugæslu fyrir börn, en auk þessa hefur Nash líka gert samning við vatnsframleiðslufyrirtæki í Kanada sem aðstoðað hefur yfirvöld í nokkrum Mið-Ameríkuríkjum við að koma á fót framleiðslu á hreinu vatni í löndum eins og Guatemala og Nicaragua. NBA Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Sjá meira
Tvöfaldur verðmætasti leikmaður NBA deildarinnar, Steve Nash, vill ólmur eignast hlut í uppáhalds fótboltaliðinu sínu Tottenham Hotspur. Nash hefur alla tíð verið mikill áhugamaður um knattspyrnu og spilaði fótbolta í menntaskóla í Kanada. Steve Nash fæddist í Jóhannesarborg í Suður-Afríku og bjó þar til tveggja ára aldurs. Faðir hans, John Nash, spilaði þá fótbolta með neðrideildarliði þar í borg. Þegar Nash var tveggja ára gamall flutti fjölskyldan til Victoria í Bresku Kólumbíu í Kanada, því faðir hans vildi ekki ala börn sín upp við þrúgandi aðstæður aðskilnaðarstefnunnar í Afríkulandinu. Bróðir Nash í landsliði Kanada Fyrsti boltinn sem Nash fékk þegar hann var krakki var þannig fótbolti en ekki körfubolti eins og ætla mætti og spilaði Nash fótbolta fram eftir aldri. Nash byrjaði snemma að halda með liði Tottenham í ensku knattspyrnunni, en faðir hans ólst upp í Norður-Lundúnum. Móðir Nash var í enska landsliðinu í netbolta og bróðir hans Martin Nash á að baki 30 landsleiki fyrir kanadíska landsliðið í knattspyrnu. Vill fjárfesta í Tottenham Fréttir voru á kreiki um það í byrjun febrúar að Tottenham fetaði í fótspor fleiri úrvalsdeildarfélaga og yrði selt í hendur fjárfesta. Þessi tíðindi hafa síðan verið skotin niður af forráðamönnum félagsins, en Steve Nash var full alvara þegar hann sagðist hafa mikinn áhuga á að ganga í lið með góðum mönnum með það fyrir augum að fjárfesta í liðinu sínu. Gott málefni Nash sker sig nokkuð frá öðrum NBA leikmönnum þegar kemur að markaðs- og kynningarmálum, en hann lætur hverja einustu krónu sem hann vinnur sér inn fyrir auglýsingar renna óskert til góðgerðamála. Nash gekk fyrir nokkru frá stórum samningi við úraframleiðandann Raymond Weil og fór fyrsta greiðslan upp á fjórar milljónir króna beint í Steve Nash sjóðinn. Þessi sjóður styrkir gott málefni á borð við menntun og heilsugæslu fyrir börn, en auk þessa hefur Nash líka gert samning við vatnsframleiðslufyrirtæki í Kanada sem aðstoðað hefur yfirvöld í nokkrum Mið-Ameríkuríkjum við að koma á fót framleiðslu á hreinu vatni í löndum eins og Guatemala og Nicaragua.
NBA Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Sjá meira