Fótbolti

Laporta: Tapið gegn Liverpool var slys

Joan Laporta er viss um að Barcelona vinni Liverpool í síðari viðureign liðanna.
Joan Laporta er viss um að Barcelona vinni Liverpool í síðari viðureign liðanna. MYND/AFP

Joan Laporta, forseti Barcelona, kveðst ekki í neinum vafa um að lærisveinar Frank Rijkaard geti farið með öruggan sigur af hólmi þegar liðið sækir Liverpool heim í síðari viðureign liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Laporta hefur fulla trú á leikmannahóp liðsins og segir tapið á Nou Camp hafa verið "slys".

"Ég er algjörlega sannfærður um að Barcelona verður í úrslitaleiknum í Aþenu í maí. Barcelona er með nægilega gott lið til að skora fleiri en tvö mörk og sigra á Anfield. Ég er mjög sigurviss," sagði Laporta við spænska fjölmiðla í morgun.

"Mörkin sem Liverpool skoruðu í leiknum á miðvikudag voru mjög undarleg, sérstaklega í ljósi þess að við stjórnuðum leiknum algjörlega. Þessi ósigur var slys og ég er viss um að leikmenn liðsins munu sýna og sanna í seinni leiknum hvort liðið er betra."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×