Óli H. Þórðarson hættir störfum 5. mars 2007 09:40 Fjölmiðlar greina frá því að Óli H. Þórðarson hafi látið af störfum sem formaður Umferðarráðs. Við það verða tímamót í umferðarmálum landsmanna. Þegar framkvæmdanefnd hægri umferðar lauk störfum árið 1969 ákvað dómsmálaráðherra, Jóhann Hafstein, að fræðslu- og upplýsingastarfi því sem nefndin hafði beitt sér fyrir, og gefið hafði góða raun, skyldi haldið áfram. Ákvað ráðherrann þá að stofna Umferðarráð. Fyrsti formaður ráðsins var skipaður Sigurjón Sigurðsson lögreglustjóri og gegndi sá mæti maður því starfi í 14 ár og mótaði störf ráðsins til frambúðar. Fannst honum þá nóg komið og fór þess á leit við mig að ég tæki við því embætti. Tók hann í því sambandi sérstaklega fram að ég þyrfti ekki að hafa miklar áhyggjur af daglegum störfum ráðsins en þau væru undir stjórn ágæts manns, Óla H. Þórðarsonar. Þann mann þekkti ég ekki en fyrir áeggjan Sigurjóns tók ég starfið að mér og gegndi því næstu sjö árin. Hófst þar mikil og ánægjuleg samvinna við þann prýðismann Óla H. Þórðarson, sem aldrei bar á skugga öll þau ár. Ólafur Jóhannesson dómsmálaráðherra skipaði Óla framkvæmdastjóra Umferðarráðs árið 1978. Hann gegndi þeirri stöðu til 2006 en var jafnframt skipaður formaður Umferðarráðs árið 2002. Þessi störf er hann nú að kveðja en starfsferill Óla að umferðarmálum er orðinn langur og farsæll. Ótal mörg eru þau málefni sem ráðið hefur tekið til meðferðar og beitt sér fyrir á þessu tímabili undir stjórn Óla. Er mér þá efst í huga barátta ráðsins fyrir notkun bílbelta og notkun ökuljósa allan sólarhringinn, ótal þættir Óla í útvarpi, þrotlaus áróður hans fyrir bættri umferð og varúð á vegum og loks samvinnan við Alþjóðasamband Umferðarráða PRI og Umferðarráð á Norðurlöndum. Sú skoðun var almenn að menn ættu að ráða því sjálfir hvort þeir notuðu bílbeltin eða ekki, verst fyrir þá sjálfa ef illa færi. Sú var m.a skoðun þeirra alþingismanna sem felldu frumvarp um skyldunotkun beltanna árum saman þar til loks tókst að sannfæra þá um að hér væri um það mál að ræða sem hver ökumaður ætti ekki að hafa sjálfsvald um. Árið 1981 var loks skipað fyrir í lögum að ökumenn skyldu nota bílbelti en ekki fyrr en 1988 að refsing lægi við ef það var ekki gert. Enginn veit hve margir væru nú á lífi sem létust í umferðarslysum á tímabilinu frá því að Umferðarráð lagði til skyldunotkun beltanna þar til hún var loks gerð að skyldu og enginn veit hve margir eru á lífi í dag vegna þess að þeir notuðu bílbelti, en báðir þessir hópar eru fjölmennir og er þá ekki minnst á þá sem örkumlast hefðu ef bílbeltin hefðu ekki verið notuð. Notkun ökuljósa allan daginn telja menn nú sjálfsagða enda öryggið sem af henni hlýst augljóst. Svo var þó ekki þegar Umferðarráð fyrst lagði til lagabreytingar í þá átt. Aukin eldsneytisnotkun og óþarfa perueyðsla voru viðkvæðið. Menn ættu að nota ökuljós til að sjá en ekki til að sjást. Enginn veit hve mörgum mannslífum þessi breyting ein hefur bjargað. Ég held að engum einum manni sé það meir að þakka en Óla H. Þórðarsyni að þessar tvær breytingar loks fengust í gegn með þeim afleiðingum sem þjóðinni eru kunnar. Útvarpsþættir Óla eru minnisstæðir, ávallt efnisríkir, alltaf prúðmannlegir svo að eftir var tekið. Samvinnan við Alþjóðasamband umferðarráða PRI og Umferðarráðin á Norðurlöndum var með þeim hætti að þegar ég sótti þar þing kom í ljós hve mikilla vinsælda og virðingar Óli naut. Fyrir samvinnuna í Umferðarráði er ég Óla H. Þórðarsyni hjartanlega þakklátur og fyrir störf hans þar tel ég að við vegfarendur akandi og gangandi stöndum honum í þakkarskuld. Höfundur er lögfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Fjölmiðlar greina frá því að Óli H. Þórðarson hafi látið af störfum sem formaður Umferðarráðs. Við það verða tímamót í umferðarmálum landsmanna. Þegar framkvæmdanefnd hægri umferðar lauk störfum árið 1969 ákvað dómsmálaráðherra, Jóhann Hafstein, að fræðslu- og upplýsingastarfi því sem nefndin hafði beitt sér fyrir, og gefið hafði góða raun, skyldi haldið áfram. Ákvað ráðherrann þá að stofna Umferðarráð. Fyrsti formaður ráðsins var skipaður Sigurjón Sigurðsson lögreglustjóri og gegndi sá mæti maður því starfi í 14 ár og mótaði störf ráðsins til frambúðar. Fannst honum þá nóg komið og fór þess á leit við mig að ég tæki við því embætti. Tók hann í því sambandi sérstaklega fram að ég þyrfti ekki að hafa miklar áhyggjur af daglegum störfum ráðsins en þau væru undir stjórn ágæts manns, Óla H. Þórðarsonar. Þann mann þekkti ég ekki en fyrir áeggjan Sigurjóns tók ég starfið að mér og gegndi því næstu sjö árin. Hófst þar mikil og ánægjuleg samvinna við þann prýðismann Óla H. Þórðarson, sem aldrei bar á skugga öll þau ár. Ólafur Jóhannesson dómsmálaráðherra skipaði Óla framkvæmdastjóra Umferðarráðs árið 1978. Hann gegndi þeirri stöðu til 2006 en var jafnframt skipaður formaður Umferðarráðs árið 2002. Þessi störf er hann nú að kveðja en starfsferill Óla að umferðarmálum er orðinn langur og farsæll. Ótal mörg eru þau málefni sem ráðið hefur tekið til meðferðar og beitt sér fyrir á þessu tímabili undir stjórn Óla. Er mér þá efst í huga barátta ráðsins fyrir notkun bílbelta og notkun ökuljósa allan sólarhringinn, ótal þættir Óla í útvarpi, þrotlaus áróður hans fyrir bættri umferð og varúð á vegum og loks samvinnan við Alþjóðasamband Umferðarráða PRI og Umferðarráð á Norðurlöndum. Sú skoðun var almenn að menn ættu að ráða því sjálfir hvort þeir notuðu bílbeltin eða ekki, verst fyrir þá sjálfa ef illa færi. Sú var m.a skoðun þeirra alþingismanna sem felldu frumvarp um skyldunotkun beltanna árum saman þar til loks tókst að sannfæra þá um að hér væri um það mál að ræða sem hver ökumaður ætti ekki að hafa sjálfsvald um. Árið 1981 var loks skipað fyrir í lögum að ökumenn skyldu nota bílbelti en ekki fyrr en 1988 að refsing lægi við ef það var ekki gert. Enginn veit hve margir væru nú á lífi sem létust í umferðarslysum á tímabilinu frá því að Umferðarráð lagði til skyldunotkun beltanna þar til hún var loks gerð að skyldu og enginn veit hve margir eru á lífi í dag vegna þess að þeir notuðu bílbelti, en báðir þessir hópar eru fjölmennir og er þá ekki minnst á þá sem örkumlast hefðu ef bílbeltin hefðu ekki verið notuð. Notkun ökuljósa allan daginn telja menn nú sjálfsagða enda öryggið sem af henni hlýst augljóst. Svo var þó ekki þegar Umferðarráð fyrst lagði til lagabreytingar í þá átt. Aukin eldsneytisnotkun og óþarfa perueyðsla voru viðkvæðið. Menn ættu að nota ökuljós til að sjá en ekki til að sjást. Enginn veit hve mörgum mannslífum þessi breyting ein hefur bjargað. Ég held að engum einum manni sé það meir að þakka en Óla H. Þórðarsyni að þessar tvær breytingar loks fengust í gegn með þeim afleiðingum sem þjóðinni eru kunnar. Útvarpsþættir Óla eru minnisstæðir, ávallt efnisríkir, alltaf prúðmannlegir svo að eftir var tekið. Samvinnan við Alþjóðasamband umferðarráða PRI og Umferðarráðin á Norðurlöndum var með þeim hætti að þegar ég sótti þar þing kom í ljós hve mikilla vinsælda og virðingar Óli naut. Fyrir samvinnuna í Umferðarráði er ég Óla H. Þórðarsyni hjartanlega þakklátur og fyrir störf hans þar tel ég að við vegfarendur akandi og gangandi stöndum honum í þakkarskuld. Höfundur er lögfræðingur.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun