Alexandra greifynja, fyrrverandi eiginkona Jóakims prins, af Danmörku, á von á barni að sögn danska blaðsins Se og Hör. Vikublaðið segist hafa heimildir fyrir þessu frá meðlimum konungsfjölskyldunnar sem búa í Austurríki. Blaðið bendir einnig á að barmur Alexöndru hafi verið óvenju hvelfdur í brúðkaupi hennar um síðustu helgi.
Alexandra er rúmlega fertug og margir Danir furðuðu sig á því að hún skyldi vera að giftast ljósmyndaranum sínum. Með því rýrnuðu tekjur hennar stórlega, af því að nú þarf hún að greiða skatt eins og venjulegur borgari. Bent var á að skötuhjúin hefðu verið farin að búa saman og þjóðin ekki gert við það neinar athugasemdir.
Se og Hör þykist nú vera búið að finna skýringu á því hað Alexöndru lá á að ganga að eiga Martin Jörgensen.