Alex stal senunni - Arsenal úr leik 7. mars 2007 21:33 Maður kvöldsins - Alex hjá PSV - fagnar hér dýrmætu marki sínu á Emirates NordicPhotos/GettyImages Varnarmaðurinn Alex hjá PSV Eindhoven var maður kvöldsins í Meistaradeild Evrópu þegar hann skoraði bæði mörkin í 1-1 jafntefli Arsenal og PSV í síðari leik liðanna í 16-liða úrslitum. Alex skoraði sjálfsmark á 58. mínútu en tryggði PSV svo áfram í keppninni með glæsilegu skallamarki á þeirri 83. Téður Alex skoraði líka sjálfsmark þegar liðin mættust á Highbury í keppninni árið 2004 og réði það mark úrslitum í leiknum. Annað var uppi á teningnum í kvöld og Arsenal er úr leik þrátt fyrir að ráða ferðinni algjörlega. Hollenska liðið átti undir högg að sækja í báðum leikjunum, en er komið áfram í 8-liða úrslit með 2-1 sigri samanlagt. Manchester United er sömuleiðis komið áfram í keppninni eftir verðskuldaðan 1-0 sigur á Lille. Það var hinn ótrúlegi Henrik Larsson sem skaut enska liðið áfram með marki á 72. mínútu og fer United því áfram samanlagt 2-0. Bayern Munchen vann sigur á Real Madrid 2-1 í Munchen og fer áfram 4-3 samanlagt. Roy Makaay gerði má segja út um vonir Real þegar hann kom Bayern í 1-0 eftir 10 sekúndur og Lucio tryggði þýska liðið endanlega áfram með marki á 66. mínútu. Eftir það færðist hiti í leikinn og þeir Mark van Bommel og Mahamadou Diarra voru reknir af velli fyrir slagsmál á 82. mínútu eftir að mjög vafasöm vítaspyrna var dæmd á Bayern. Ruud van Nistelrooy minnkaði muninn úr vítinu og raunar var mark dæmt af Sergio Ramos í uppbótartíma. Leikur AC Milan og Celtic fór í framlengingu eftir að staðan var 0-0 eftir venjulegan leiktíma. Þá hafði lið Milan átt 25 skot á markið en Celtic aðeins 5. Markvörðurinn Boruc átti stórleik á lokamínútunum í marki Celtic og varði hvert dauðafærið á fætur öðru - auk þess sem skot frá Kaka fór í þverslánna. Það var svo Kaka sem kláraði dæmið strax eftir 3 mínútur með laglegu marki fyrir Milan og því eru skotarnir úr leik. Samtals 1-0 sigur Milan. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Aldrei spilað þarna en sagði strax já Enski boltinn Dagskráin í dag: Messan, meistarar Hauka, píla og NFL-veisla Sport Fleiri fréttir Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Enn tapa Albert og félagar Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Sjá meira
Varnarmaðurinn Alex hjá PSV Eindhoven var maður kvöldsins í Meistaradeild Evrópu þegar hann skoraði bæði mörkin í 1-1 jafntefli Arsenal og PSV í síðari leik liðanna í 16-liða úrslitum. Alex skoraði sjálfsmark á 58. mínútu en tryggði PSV svo áfram í keppninni með glæsilegu skallamarki á þeirri 83. Téður Alex skoraði líka sjálfsmark þegar liðin mættust á Highbury í keppninni árið 2004 og réði það mark úrslitum í leiknum. Annað var uppi á teningnum í kvöld og Arsenal er úr leik þrátt fyrir að ráða ferðinni algjörlega. Hollenska liðið átti undir högg að sækja í báðum leikjunum, en er komið áfram í 8-liða úrslit með 2-1 sigri samanlagt. Manchester United er sömuleiðis komið áfram í keppninni eftir verðskuldaðan 1-0 sigur á Lille. Það var hinn ótrúlegi Henrik Larsson sem skaut enska liðið áfram með marki á 72. mínútu og fer United því áfram samanlagt 2-0. Bayern Munchen vann sigur á Real Madrid 2-1 í Munchen og fer áfram 4-3 samanlagt. Roy Makaay gerði má segja út um vonir Real þegar hann kom Bayern í 1-0 eftir 10 sekúndur og Lucio tryggði þýska liðið endanlega áfram með marki á 66. mínútu. Eftir það færðist hiti í leikinn og þeir Mark van Bommel og Mahamadou Diarra voru reknir af velli fyrir slagsmál á 82. mínútu eftir að mjög vafasöm vítaspyrna var dæmd á Bayern. Ruud van Nistelrooy minnkaði muninn úr vítinu og raunar var mark dæmt af Sergio Ramos í uppbótartíma. Leikur AC Milan og Celtic fór í framlengingu eftir að staðan var 0-0 eftir venjulegan leiktíma. Þá hafði lið Milan átt 25 skot á markið en Celtic aðeins 5. Markvörðurinn Boruc átti stórleik á lokamínútunum í marki Celtic og varði hvert dauðafærið á fætur öðru - auk þess sem skot frá Kaka fór í þverslánna. Það var svo Kaka sem kláraði dæmið strax eftir 3 mínútur með laglegu marki fyrir Milan og því eru skotarnir úr leik. Samtals 1-0 sigur Milan.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Aldrei spilað þarna en sagði strax já Enski boltinn Dagskráin í dag: Messan, meistarar Hauka, píla og NFL-veisla Sport Fleiri fréttir Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Enn tapa Albert og félagar Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Sjá meira