Þrettán sigrar í röð hjá San Antonio 14. mars 2007 03:45 Tony Parker skoraði 25 stig í 13. sigri San Antonio í röð NordicPhotos/GettyImages San Antonio hefur tekið við af grönnum sínum í Dallas sem heitasta liðið í NBA deildinni, en í nótt vann liðið þrettánda leikinn í röð þegar það skellti LA Clippers 93-84 á heimavelli sínum. Þá vann Miami þrettánda heimaleik sinn í röð þegar það skellti Utah eftir að hafa verið 17 stigum undir í síðari hálfleik. Tony Parker skoraði 25 stig fyrir San Antonio í sigrinum á Clippers, en Corey Maggette skoraði 17 stig fyrir gestina. Clippers var án leikstjórnandans Sam Cassell í leiknum og tapaði sínum fjórða í röð. Annar leikstjórnandi liðsins, Shaun Livingston, fór í aðgerð á hné í Alabama í gær eftir að hafa slitið allt sem hægt er að slíta í hnénu á sér á dögunum. Hann verður frá keppni í að minnsta kosti eitt ár. Miami lagði Utah 88-86 eftir að hafa verið mest 17 stigum undir í síðari hálfleik. Hvorugt liðið átti sérstaklega góðan dag, en gestirnir frá Utah léku skelfilega í lokaleikhlutanum og köstuðu frá sér sigrinum. Þetta var 13. heimasigur Miami og 6. sigur liðsins í röð. Utah hafði unnið 6 leiki í röð og 14. af 16. fyrir leikinn í nótt. Carlos Boozer skoraði 20 stig og hirti 13 fráköst fyrir Utah, en Jason Williams skoraði 15 stig fyrir Miami. Cleveland burstaði Sacramento 124-100 án LeBron James sem er meiddur í baki. Larry Hughes og Sasha Pavlovic skoruðu 25 stig fyrir Cleveland en Ron Artest setti 19 fyrir Sacramento. Atlanta batt enda á sjö leikja sigurgöngu Atlanta með 104-92 sigri á heimavelli. Josh Smith skoraði 26 stig og hirti 17 fráköst fyrir Atlanta en Andre Iguodala skoraði 18 fyrir Philadelphia. New Jersey lagði New Orleans á útivelli 112-108. Chris Paul skoraði 25 stig og gaf 12 stoðsendingar fyrir New Orleans en Richard Jefferson skoraði 26 stig fyrir New Jersey - sem jafnaði granna sína í New York í töflunni og er með 30 sigra og 35 töp. Minnesota vann góðan sigur á Indiana á heimavelli 86-81 eftir að hafa lent 14 stigum undir í þriðja leikhluta. Þá var það Kevin Garnett sem tók til sinna ráða og skoraði 13 af 23 stigum liðs síns og var lykilmaðurinn í 14-0 rispu heimamanna sem kom þeim aftur inn í leikinn. Þetta var 10. tap Indiana í röð og er þetta versta taphrina liðsins síðan það tapaði 12 í röð árið 1989. Garnett skoraði 30 stig og hirti 9 fráköst fyrir Minnesota, en Jamal Tinsley skoraði 37 stig fyrir Indiana sem var persónulegt met hjá honum. Chicago lagði Boston 95-87 á heimavelli þar sem liðið fékk góða hjálp úr óvæntri átt í sóknarleiknum. Nýliðinn Tyrus Thomas skoraði 23 stig og hirti 9 fráköst og varnarjaxlinn Ben Wallace skoraði 19 stig og hirti 16 fráköst. Wallace tók 21 skot í leiknum sem er það mesta sem hann hefur tekið á ferlinum og var rétt við það að slá persónulegt met sitt í einum leik sem er 22 stig. Paul Pierce skoraði 24 stig fyrir Boston. Denver lagði Portland 107-99. Allen Iverson skoraði 31 stig, gaf 10 stoðsendingar og stal 5 boltum fyrir Denver og Carmelo Anthony skoraði 29 stig. Zach Randolph skoraði 26 stig og hirti 8 fráköst fyrir Portland og LeMarcus Aldridge skoraði 24 stig og hirti 17 fráköst. Þá vann Detroit nauman sigur á Seattle á útivelli 101-97 í leik sem sýndur var beint á NBA TV. Ray Allen skoraði megnið af 27 stigum sínum á æsilegum lokaspretti þar sem heimamenn voru nálægt því að jafna leikinn, en gestirnir frá Detroit héldu haus í lokin. Chris Webber skoraði 24 stig fyrir Detroit sem vann þriðja leikinn í röð á keppnisferðalagi sínu um vesturströndina. NBA Mest lesið Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Enski boltinn Myndasyrpa: Glódís og forsetinn í hláturskasti á hófinu í Hörpu Sport Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Enski boltinn Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni Fótbolti Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Körfubolti Amorim segir leikmenn sína hrædda Enski boltinn Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Handbolti „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Körfubolti Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport Fleiri fréttir Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Í beinni: Keflavík - Valur | Komast meistararnir aftur á beinu brautina? Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ „Það er krísa“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 87-89 | Langþráður sigur Álftnesinga Tryggvi Snær tók flest fráköst í góðum sigri Uppgjörið og viðtöl: ÍR - Grindavík 98-90 | ÍR sigraði í framlengdri rússibanareið Uppgjörið: Njarðvík - Þór Þ. 106-104 | Heimasigur í hörkuleik Íslenska körfuboltaárið hefur aldrei byrjað fyrr Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Sakar NBA-deildina um að vera á móti Houston Rockets Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Sjá meira
San Antonio hefur tekið við af grönnum sínum í Dallas sem heitasta liðið í NBA deildinni, en í nótt vann liðið þrettánda leikinn í röð þegar það skellti LA Clippers 93-84 á heimavelli sínum. Þá vann Miami þrettánda heimaleik sinn í röð þegar það skellti Utah eftir að hafa verið 17 stigum undir í síðari hálfleik. Tony Parker skoraði 25 stig fyrir San Antonio í sigrinum á Clippers, en Corey Maggette skoraði 17 stig fyrir gestina. Clippers var án leikstjórnandans Sam Cassell í leiknum og tapaði sínum fjórða í röð. Annar leikstjórnandi liðsins, Shaun Livingston, fór í aðgerð á hné í Alabama í gær eftir að hafa slitið allt sem hægt er að slíta í hnénu á sér á dögunum. Hann verður frá keppni í að minnsta kosti eitt ár. Miami lagði Utah 88-86 eftir að hafa verið mest 17 stigum undir í síðari hálfleik. Hvorugt liðið átti sérstaklega góðan dag, en gestirnir frá Utah léku skelfilega í lokaleikhlutanum og köstuðu frá sér sigrinum. Þetta var 13. heimasigur Miami og 6. sigur liðsins í röð. Utah hafði unnið 6 leiki í röð og 14. af 16. fyrir leikinn í nótt. Carlos Boozer skoraði 20 stig og hirti 13 fráköst fyrir Utah, en Jason Williams skoraði 15 stig fyrir Miami. Cleveland burstaði Sacramento 124-100 án LeBron James sem er meiddur í baki. Larry Hughes og Sasha Pavlovic skoruðu 25 stig fyrir Cleveland en Ron Artest setti 19 fyrir Sacramento. Atlanta batt enda á sjö leikja sigurgöngu Atlanta með 104-92 sigri á heimavelli. Josh Smith skoraði 26 stig og hirti 17 fráköst fyrir Atlanta en Andre Iguodala skoraði 18 fyrir Philadelphia. New Jersey lagði New Orleans á útivelli 112-108. Chris Paul skoraði 25 stig og gaf 12 stoðsendingar fyrir New Orleans en Richard Jefferson skoraði 26 stig fyrir New Jersey - sem jafnaði granna sína í New York í töflunni og er með 30 sigra og 35 töp. Minnesota vann góðan sigur á Indiana á heimavelli 86-81 eftir að hafa lent 14 stigum undir í þriðja leikhluta. Þá var það Kevin Garnett sem tók til sinna ráða og skoraði 13 af 23 stigum liðs síns og var lykilmaðurinn í 14-0 rispu heimamanna sem kom þeim aftur inn í leikinn. Þetta var 10. tap Indiana í röð og er þetta versta taphrina liðsins síðan það tapaði 12 í röð árið 1989. Garnett skoraði 30 stig og hirti 9 fráköst fyrir Minnesota, en Jamal Tinsley skoraði 37 stig fyrir Indiana sem var persónulegt met hjá honum. Chicago lagði Boston 95-87 á heimavelli þar sem liðið fékk góða hjálp úr óvæntri átt í sóknarleiknum. Nýliðinn Tyrus Thomas skoraði 23 stig og hirti 9 fráköst og varnarjaxlinn Ben Wallace skoraði 19 stig og hirti 16 fráköst. Wallace tók 21 skot í leiknum sem er það mesta sem hann hefur tekið á ferlinum og var rétt við það að slá persónulegt met sitt í einum leik sem er 22 stig. Paul Pierce skoraði 24 stig fyrir Boston. Denver lagði Portland 107-99. Allen Iverson skoraði 31 stig, gaf 10 stoðsendingar og stal 5 boltum fyrir Denver og Carmelo Anthony skoraði 29 stig. Zach Randolph skoraði 26 stig og hirti 8 fráköst fyrir Portland og LeMarcus Aldridge skoraði 24 stig og hirti 17 fráköst. Þá vann Detroit nauman sigur á Seattle á útivelli 101-97 í leik sem sýndur var beint á NBA TV. Ray Allen skoraði megnið af 27 stigum sínum á æsilegum lokaspretti þar sem heimamenn voru nálægt því að jafna leikinn, en gestirnir frá Detroit héldu haus í lokin. Chris Webber skoraði 24 stig fyrir Detroit sem vann þriðja leikinn í röð á keppnisferðalagi sínu um vesturströndina.
NBA Mest lesið Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Enski boltinn Myndasyrpa: Glódís og forsetinn í hláturskasti á hófinu í Hörpu Sport Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Enski boltinn Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni Fótbolti Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Körfubolti Amorim segir leikmenn sína hrædda Enski boltinn Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Handbolti „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Körfubolti Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport Fleiri fréttir Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Í beinni: Keflavík - Valur | Komast meistararnir aftur á beinu brautina? Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ „Það er krísa“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 87-89 | Langþráður sigur Álftnesinga Tryggvi Snær tók flest fráköst í góðum sigri Uppgjörið og viðtöl: ÍR - Grindavík 98-90 | ÍR sigraði í framlengdri rússibanareið Uppgjörið: Njarðvík - Þór Þ. 106-104 | Heimasigur í hörkuleik Íslenska körfuboltaárið hefur aldrei byrjað fyrr Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Sakar NBA-deildina um að vera á móti Houston Rockets Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Sjá meira