Cleveland vann sjöunda leikinn í röð 15. mars 2007 04:43 LeBron James sneri aftur í lið Cleveland í auðveldum sigri á Memphis í beinni á NBA TV NordicPhotos/GettyImages Tíu leikir voru á dagskrá í NBA deildinni í nótt. Cleveland vann sjöunda leik sinn í röð þegar liðið skellti Memphis á útivelli og þá tapaði Indiana 11. leiknum í röð. Indiana tapaði 11. leiknum í röð þegar liðið lá 112-96 fyrir Washington á heimavelli. Jermaine O´Neal sneri aftur eftir meiðsli og skoraði 24 stig fyrir Indiana, en Gilbert Arenas skoraði 35 stig fyrir Washington. Chicago vann nauman útisigur á Philadelphia 88-87 þar sem heimamenn köstuðu frá sér sigrinum með mistökum á síðustu sekúndunum. Luol Deng skoraði 20 stig fyrir Chicago en Andre Iguodala skoraði 19 fyrir Philadelphia. Þetta var fjórði sigur Chicago í röð. Charlotte lagði Sacramento 111-108. Matt Carroll skoraði 22 stig fyrir Charlotte og Sean May skoraði 20 stig og hirti 12 fráköst. Hann skoraði tvær þriggja stiga körfur í leiknum - þær fyrstu á tveggja ára ferli sínum í NBA deildinni. Síðari þristurinn hans innsiglaði sigur Charlotte. Kevin Martin skoraði 26 stig fyrir Sacramento, sem hefur tapað fjórum leikjum í röð. Orlando færði Utah annað tapið í röð á tveimur dögum með 101-90 sigri á heimavelli. Utah réði ekkert við Dwight Howard sem skoraði 31 stig og hirti 15 fráköst fyrir Orlando. Carlos Boozer skoraði 29 stig fyrir Utah. Toronto lagði New York á heimavelli 104-94. Chris Bosh skoraði 22 stig fyrir Toronto og TJ Ford gaf 18 stoðsendingar. Stephon Marbury skoraði 31 stig og gaf 9 stoðsendingar fyrir New York. Boston lagði Atlanta auðveldlega 109-88. Al Jefferson skoraði 23 stig fyrir Boston en Josh Smith skoraði 19 stig fyrir Atlanta. Cleveland sannfærandi útisigur á slöku liði Memphis 118-96 þar sem LeBron James sneri aftur eftir eins leiks fjarveru og skoraði 29 stig fyrir Cleveland. Rudy Gay skoraði 24 stig fyrir Memphis sem hefur aðeins unnið 16 leiki í vetur og stefnir óðfluga á að verma botnsætið í deildarkeppninni. Sigur Cleveland var sá sjöundi í röð hjá liðinu. Houston vann LA Clippers 109-105 á heimavelli. Elton Brand skoraði 37 stig fyrir Clippers en Tracy McGrady skoraði 21 stig og gaf 9 stoðsendingar hjá Houston, sem missti niður 17 stiga forystu á lokasprettinum en hékk á sínu og sigraði. Loks vann Detroit fjórða leikinn í röð á ferðalagi sínu í Vesturdeildinni þegar liðið skellti Portland 87-75. Rip Hamilton skoraði 21 stig fyrir Detroit en Zach Randolph skoraði 21 stig og hirti 11 fráköst fyrir Portland. Þá er hér ótalinn stórleikur Dallas og Phoenix, en hann var það dramatískur að hann fær sérstaka umfjöllun hér á vefnum. NBA Mest lesið Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Enski boltinn Myndasyrpa: Glódís og forsetinn í hláturskasti á hófinu í Hörpu Sport Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Enski boltinn Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni Fótbolti Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Körfubolti Amorim segir leikmenn sína hrædda Enski boltinn Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Handbolti „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Körfubolti Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport Fleiri fréttir Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Í beinni: Keflavík - Valur | Komast meistararnir aftur á beinu brautina? Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ „Það er krísa“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 87-89 | Langþráður sigur Álftnesinga Tryggvi Snær tók flest fráköst í góðum sigri Uppgjörið og viðtöl: ÍR - Grindavík 98-90 | ÍR sigraði í framlengdri rússibanareið Uppgjörið: Njarðvík - Þór Þ. 106-104 | Heimasigur í hörkuleik Íslenska körfuboltaárið hefur aldrei byrjað fyrr Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Sakar NBA-deildina um að vera á móti Houston Rockets Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Sjá meira
Tíu leikir voru á dagskrá í NBA deildinni í nótt. Cleveland vann sjöunda leik sinn í röð þegar liðið skellti Memphis á útivelli og þá tapaði Indiana 11. leiknum í röð. Indiana tapaði 11. leiknum í röð þegar liðið lá 112-96 fyrir Washington á heimavelli. Jermaine O´Neal sneri aftur eftir meiðsli og skoraði 24 stig fyrir Indiana, en Gilbert Arenas skoraði 35 stig fyrir Washington. Chicago vann nauman útisigur á Philadelphia 88-87 þar sem heimamenn köstuðu frá sér sigrinum með mistökum á síðustu sekúndunum. Luol Deng skoraði 20 stig fyrir Chicago en Andre Iguodala skoraði 19 fyrir Philadelphia. Þetta var fjórði sigur Chicago í röð. Charlotte lagði Sacramento 111-108. Matt Carroll skoraði 22 stig fyrir Charlotte og Sean May skoraði 20 stig og hirti 12 fráköst. Hann skoraði tvær þriggja stiga körfur í leiknum - þær fyrstu á tveggja ára ferli sínum í NBA deildinni. Síðari þristurinn hans innsiglaði sigur Charlotte. Kevin Martin skoraði 26 stig fyrir Sacramento, sem hefur tapað fjórum leikjum í röð. Orlando færði Utah annað tapið í röð á tveimur dögum með 101-90 sigri á heimavelli. Utah réði ekkert við Dwight Howard sem skoraði 31 stig og hirti 15 fráköst fyrir Orlando. Carlos Boozer skoraði 29 stig fyrir Utah. Toronto lagði New York á heimavelli 104-94. Chris Bosh skoraði 22 stig fyrir Toronto og TJ Ford gaf 18 stoðsendingar. Stephon Marbury skoraði 31 stig og gaf 9 stoðsendingar fyrir New York. Boston lagði Atlanta auðveldlega 109-88. Al Jefferson skoraði 23 stig fyrir Boston en Josh Smith skoraði 19 stig fyrir Atlanta. Cleveland sannfærandi útisigur á slöku liði Memphis 118-96 þar sem LeBron James sneri aftur eftir eins leiks fjarveru og skoraði 29 stig fyrir Cleveland. Rudy Gay skoraði 24 stig fyrir Memphis sem hefur aðeins unnið 16 leiki í vetur og stefnir óðfluga á að verma botnsætið í deildarkeppninni. Sigur Cleveland var sá sjöundi í röð hjá liðinu. Houston vann LA Clippers 109-105 á heimavelli. Elton Brand skoraði 37 stig fyrir Clippers en Tracy McGrady skoraði 21 stig og gaf 9 stoðsendingar hjá Houston, sem missti niður 17 stiga forystu á lokasprettinum en hékk á sínu og sigraði. Loks vann Detroit fjórða leikinn í röð á ferðalagi sínu í Vesturdeildinni þegar liðið skellti Portland 87-75. Rip Hamilton skoraði 21 stig fyrir Detroit en Zach Randolph skoraði 21 stig og hirti 11 fráköst fyrir Portland. Þá er hér ótalinn stórleikur Dallas og Phoenix, en hann var það dramatískur að hann fær sérstaka umfjöllun hér á vefnum.
NBA Mest lesið Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Enski boltinn Myndasyrpa: Glódís og forsetinn í hláturskasti á hófinu í Hörpu Sport Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Enski boltinn Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni Fótbolti Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Körfubolti Amorim segir leikmenn sína hrædda Enski boltinn Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Handbolti „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Körfubolti Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport Fleiri fréttir Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Í beinni: Keflavík - Valur | Komast meistararnir aftur á beinu brautina? Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ „Það er krísa“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 87-89 | Langþráður sigur Álftnesinga Tryggvi Snær tók flest fráköst í góðum sigri Uppgjörið og viðtöl: ÍR - Grindavík 98-90 | ÍR sigraði í framlengdri rússibanareið Uppgjörið: Njarðvík - Þór Þ. 106-104 | Heimasigur í hörkuleik Íslenska körfuboltaárið hefur aldrei byrjað fyrr Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Sakar NBA-deildina um að vera á móti Houston Rockets Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Sjá meira