Denver valtaði yfir Phoenix 18. mars 2007 14:05 Steve Nash og félagar í Phoenix réðu ekkert við Allen Iverson í nótt, en hann skoraði 44 stig og hitti úr 16 af 22 skotum sínum NordicPhotos/GettyImages Nokkur óvænt úrslit urðu í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Denver rótburstaði Phoenix, Boston hélt upp á dag heilags Patreks með fyrsta sigri sínum í San Antonio í 18 ár og Chicago tapaði fyrir Memphis. Þá vann Cleveland 8. leikinn í röð og Indiana afstýrði vafasömu meti þegar liðið vann sinn fyrsta sigur í 12 leikjum. Denver fór hamförum gegn Phoenix og sigraði 131-103. Allen Iverson skoraði 44 stig og gaf 15 stoðsendingar fyrir Denver og Carmelo Anthony skoraði 29 stig. Leandro Barbosa skoraði 25 stig fyrir Phoenix og Steve Nash skoraði 15 stig og gaf 10 stoðsendingar. Phoenix hefur nú tapað tveimur leikjum í röð - með samtals 46 stigum - síðan liðið vann frækinn sigur á Dallas í tvíframlengdum leik í vikunni. Denver vann fjórða leikinn í röð og er nú að fara á erfiða keppnisferð. San Antonio tapaði fyrir Boston á heimavelli í fyrsta skipti í 18 ár þegar liðið lá 91-85 fyrir þeim grænklæddu. Paul Pierce skoraði 30 stig fyrir Boston og Tony Parker sömuleiðis fyrir San Antonio. Cleveland vann áttunda leikinn í röð þegar það skellti Utah á heimavelli 82-73. Þetta var fjórða tap Utah á fimm dögum á keppnisferð um austurströndina. Carlos Boozer lék sinn fyrsta leik í Cleveland síðan hann fór frá liðinu árið 2004 og skoraði 19 stig og hirti 14 fráköst, En LeBron James skoraði 24 stig, hirti 17 fráköst og gaf 9 stoðsendingar hjá Cleveland. Chicago tapaði fyrir Memphis 104-103. Ben Gordon skoraði 33 stig fyrir Chicago en Mike MIller skoraði 25 stig og hirti 12 fráköst fyrir Memphis - sem vann aðeins 17. leik sinn í vetur. Indiana afstýrði 12. tapinu í röð með sigri á Atlanta á heimavelli 113-90, en tap hefði þýtt vafasamt félagsmet. Troy Murphy skoraði 22 stig fyrir Indiana. Sacramento stöðvaði taphrinu sína með sigri í Orlando 95-83. Kevin Martin skoraði 20 stig fyrir Sacramento en Jameer Nelson skoraði 23 stig fyrir Orlando. Washington skaut New Orleans í kaf 125-103 þar sem Gilbert Arenas skoraði 30 stig og setti niður tvær fjögurra stiga sóknir í leiknum þegar brotið var á honum í þriggja stiga skoti -sem hann setti niður. Chris Paul skoraði 21 stig fyrir New Orleans. Loks vann Golden State nauman sigur á Seattle á útivelli 99-98 í æsispennandi leik á NBA TV þar sem Baron Davis skoraði sigurkörfu Golden State skömmu fyrir leikslok. Jason Richardson skoraði 23 stig fyrir Golden State og Ray Allen setti 25 stig fyrir Seattle og Rashard Lewis 23 stig. NBA Mest lesið Stal senunni í fagnaðarlátum Arsenal Fótbolti „Nálguðumst leikinn vitlaust“ Fótbolti Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Fótbolti Læti fyrir leik í Póllandi Fótbolti Íslandsmet féll í Andorra Sport „Ég set spurningarmerki við þennan tímapunkt“ Íslenski boltinn Magdeburg á toppinn eftir enn einn stórleikinn hjá Ómari og Gísla Handbolti United niðurlægt í Malasíu Enski boltinn Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Fanndís kölluð inn í landsliðið eftir fimm ára fjarveru Fótbolti Fleiri fréttir Átti einstakan leik og biðinni frá aldamótum að ljúka Grindavík sækir besta leikmann Hamars/Þórs Dani Rodriguez búin að semja við Njarðvík Daníel Guðni tekur við karlaliði Keflavíkur Náfrændurnir bestir en Thunder þarf bara einn sigur enn Hörður Axel tekur við Keflavík á nýjan leik „Frábær leikmaður en Jokic átti að vinna þessi verðlaun“ „Ódrepandi“ Knicks í sögubækurnar Emilie Hesseldal í Grindavík Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Sjá meira
Nokkur óvænt úrslit urðu í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Denver rótburstaði Phoenix, Boston hélt upp á dag heilags Patreks með fyrsta sigri sínum í San Antonio í 18 ár og Chicago tapaði fyrir Memphis. Þá vann Cleveland 8. leikinn í röð og Indiana afstýrði vafasömu meti þegar liðið vann sinn fyrsta sigur í 12 leikjum. Denver fór hamförum gegn Phoenix og sigraði 131-103. Allen Iverson skoraði 44 stig og gaf 15 stoðsendingar fyrir Denver og Carmelo Anthony skoraði 29 stig. Leandro Barbosa skoraði 25 stig fyrir Phoenix og Steve Nash skoraði 15 stig og gaf 10 stoðsendingar. Phoenix hefur nú tapað tveimur leikjum í röð - með samtals 46 stigum - síðan liðið vann frækinn sigur á Dallas í tvíframlengdum leik í vikunni. Denver vann fjórða leikinn í röð og er nú að fara á erfiða keppnisferð. San Antonio tapaði fyrir Boston á heimavelli í fyrsta skipti í 18 ár þegar liðið lá 91-85 fyrir þeim grænklæddu. Paul Pierce skoraði 30 stig fyrir Boston og Tony Parker sömuleiðis fyrir San Antonio. Cleveland vann áttunda leikinn í röð þegar það skellti Utah á heimavelli 82-73. Þetta var fjórða tap Utah á fimm dögum á keppnisferð um austurströndina. Carlos Boozer lék sinn fyrsta leik í Cleveland síðan hann fór frá liðinu árið 2004 og skoraði 19 stig og hirti 14 fráköst, En LeBron James skoraði 24 stig, hirti 17 fráköst og gaf 9 stoðsendingar hjá Cleveland. Chicago tapaði fyrir Memphis 104-103. Ben Gordon skoraði 33 stig fyrir Chicago en Mike MIller skoraði 25 stig og hirti 12 fráköst fyrir Memphis - sem vann aðeins 17. leik sinn í vetur. Indiana afstýrði 12. tapinu í röð með sigri á Atlanta á heimavelli 113-90, en tap hefði þýtt vafasamt félagsmet. Troy Murphy skoraði 22 stig fyrir Indiana. Sacramento stöðvaði taphrinu sína með sigri í Orlando 95-83. Kevin Martin skoraði 20 stig fyrir Sacramento en Jameer Nelson skoraði 23 stig fyrir Orlando. Washington skaut New Orleans í kaf 125-103 þar sem Gilbert Arenas skoraði 30 stig og setti niður tvær fjögurra stiga sóknir í leiknum þegar brotið var á honum í þriggja stiga skoti -sem hann setti niður. Chris Paul skoraði 21 stig fyrir New Orleans. Loks vann Golden State nauman sigur á Seattle á útivelli 99-98 í æsispennandi leik á NBA TV þar sem Baron Davis skoraði sigurkörfu Golden State skömmu fyrir leikslok. Jason Richardson skoraði 23 stig fyrir Golden State og Ray Allen setti 25 stig fyrir Seattle og Rashard Lewis 23 stig.
NBA Mest lesið Stal senunni í fagnaðarlátum Arsenal Fótbolti „Nálguðumst leikinn vitlaust“ Fótbolti Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Fótbolti Læti fyrir leik í Póllandi Fótbolti Íslandsmet féll í Andorra Sport „Ég set spurningarmerki við þennan tímapunkt“ Íslenski boltinn Magdeburg á toppinn eftir enn einn stórleikinn hjá Ómari og Gísla Handbolti United niðurlægt í Malasíu Enski boltinn Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Fanndís kölluð inn í landsliðið eftir fimm ára fjarveru Fótbolti Fleiri fréttir Átti einstakan leik og biðinni frá aldamótum að ljúka Grindavík sækir besta leikmann Hamars/Þórs Dani Rodriguez búin að semja við Njarðvík Daníel Guðni tekur við karlaliði Keflavíkur Náfrændurnir bestir en Thunder þarf bara einn sigur enn Hörður Axel tekur við Keflavík á nýjan leik „Frábær leikmaður en Jokic átti að vinna þessi verðlaun“ „Ódrepandi“ Knicks í sögubækurnar Emilie Hesseldal í Grindavík Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Sjá meira