Kobe Bryant orðinn stigahæstur á ný 19. mars 2007 16:33 Kobe Bryant er aftur orðinn stigahæsti leikmaðurinn í NBA deildinni með 30 stig að meðaltali, en hann varð stigakóngur á síðustu leiktíð með fádæma yfirburðum NordicPhotos/GettyImages Kobe Bryant er nú kominn með hæsta meðaltalið í stigaskorun í NBA deildinni í fyrsta skipti í vetur eftir að hann skoraði 115 stig í síðustu tveimur leikjum. Carmelo Anthony hjá Denver hafði verið stigahæstur í deildinni síðan 18. nóvember, en nú er Bryant kominn upp í 30 stig að meðaltali í leik á meðan Anthony er með 29,8 stig að meðaltali. "Við höfum ákveðið að láta Kobe vera grimmari í stigaskorun fyrr í leikjunum framvegis í stað þess að hann bíði með það þangað til í síðari hálfleiknum eins og verið hefur til þessa. Við vildum prófa þessa aðferð sem við höfum verið að beita í vetur, en okkur gafst bara ekki tími til að fullkomna hana," sagði Phil Jackson þjálfari Lakers. "Ég hef ákveðið að vera dálítið grimmari á báðum endum vallarins og það er mikilvægt fyrir mig að sýna öðrum leikmönnum liðsins hvað til þarf þegar við erum komnir á þennan tímapunkt á tímabilinu," sagði Bryant og vísaði til þess að nú fer að styttast í úrslitakeppnina. "Annars gerir endurkoma þeirra Lamar Odom og Luke Walton lífið miklu auðveldara fyrir mig, því þeir eru útsjónarsamir og góðir sendingamenn og endurkoma þeirra í liðið gerir það að verkum að lið geta ekki einblínt jafn mikið á að stöðva mig í sóknarleiknum," sagði Bryant. Gilbert Arenas hjá Washington Wizards er þriðji stigahæsti leikmaður deildarinnar með 28,9 stig að meðaltali, Dwyane Wade hjá Miami fjórði með 28,8 stig og Allen Iverson hjá Denver kemur fjórði með 28 stig. Kevin Garnett hjá Minnesota er efstur í fráköstum með 12,6 að meðaltali, Tyson Chandler hjá New Orleans annar með 12,4 og Dwight Howard hjá Orlando hirðir að meðaltali 12,1 frákast í leik. Fjórði er Emeka Okafor hjá Charlotte með 11,7 og Marcus Camby hjá Denver er með 11,6 fráköst. Steve Nash hjá Phoenix er langefstur í stoðsendingum með 11,6 að meðaltali, Deron Williams hjá Utah er með 9,3, Jason Kidd hjá New Jersey er með 9,1 og Chris Paul hjá New Orleans gefur 8,8 stoðsendingar að meðaltali í leik. Marcus Camby hjá Denver ver flest skot í deildinni að meðaltali 3,16, Jermaine O´Neal hjá Indiana 2,89 og Josh Smith hjá Atlanta 2,85. Ron Artest hjá Sacramento leiðir deildina í stolnum boltum með 2,23, Caron Butler hjá Washington er með 2,10 og Andre Iguodala hjá Philadelphia stelur 2,06 boltum í leik. NBA Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Sjá meira
Kobe Bryant er nú kominn með hæsta meðaltalið í stigaskorun í NBA deildinni í fyrsta skipti í vetur eftir að hann skoraði 115 stig í síðustu tveimur leikjum. Carmelo Anthony hjá Denver hafði verið stigahæstur í deildinni síðan 18. nóvember, en nú er Bryant kominn upp í 30 stig að meðaltali í leik á meðan Anthony er með 29,8 stig að meðaltali. "Við höfum ákveðið að láta Kobe vera grimmari í stigaskorun fyrr í leikjunum framvegis í stað þess að hann bíði með það þangað til í síðari hálfleiknum eins og verið hefur til þessa. Við vildum prófa þessa aðferð sem við höfum verið að beita í vetur, en okkur gafst bara ekki tími til að fullkomna hana," sagði Phil Jackson þjálfari Lakers. "Ég hef ákveðið að vera dálítið grimmari á báðum endum vallarins og það er mikilvægt fyrir mig að sýna öðrum leikmönnum liðsins hvað til þarf þegar við erum komnir á þennan tímapunkt á tímabilinu," sagði Bryant og vísaði til þess að nú fer að styttast í úrslitakeppnina. "Annars gerir endurkoma þeirra Lamar Odom og Luke Walton lífið miklu auðveldara fyrir mig, því þeir eru útsjónarsamir og góðir sendingamenn og endurkoma þeirra í liðið gerir það að verkum að lið geta ekki einblínt jafn mikið á að stöðva mig í sóknarleiknum," sagði Bryant. Gilbert Arenas hjá Washington Wizards er þriðji stigahæsti leikmaður deildarinnar með 28,9 stig að meðaltali, Dwyane Wade hjá Miami fjórði með 28,8 stig og Allen Iverson hjá Denver kemur fjórði með 28 stig. Kevin Garnett hjá Minnesota er efstur í fráköstum með 12,6 að meðaltali, Tyson Chandler hjá New Orleans annar með 12,4 og Dwight Howard hjá Orlando hirðir að meðaltali 12,1 frákast í leik. Fjórði er Emeka Okafor hjá Charlotte með 11,7 og Marcus Camby hjá Denver er með 11,6 fráköst. Steve Nash hjá Phoenix er langefstur í stoðsendingum með 11,6 að meðaltali, Deron Williams hjá Utah er með 9,3, Jason Kidd hjá New Jersey er með 9,1 og Chris Paul hjá New Orleans gefur 8,8 stoðsendingar að meðaltali í leik. Marcus Camby hjá Denver ver flest skot í deildinni að meðaltali 3,16, Jermaine O´Neal hjá Indiana 2,89 og Josh Smith hjá Atlanta 2,85. Ron Artest hjá Sacramento leiðir deildina í stolnum boltum með 2,23, Caron Butler hjá Washington er með 2,10 og Andre Iguodala hjá Philadelphia stelur 2,06 boltum í leik.
NBA Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Sjá meira