Fótbolti

Valencia og Inter áfrýja

NordicPhotos/GettyImages

Knattspyrnufélögin Valencia á Spáni og Inter Milan á Ítalíu hafa bæði áfrýjað dómi Knattspyrnusambands Evrópu í dögunum þar sem leikmönnum liðanna var refsað harðlega fyrir slagsmálin sem urðu eftir leik þeirra í Meistaradeildinni þann 6. mars.

Sex leikmenn liðanna voru settir í leikbönn og þar kom David Navarro hjá Valencia verst út og var dæmdur í sjö mánaða keppnisbann fyrir að nefbrjóta Nicolas Burdisso hjá Inter Milan. Bæði félög voru auk þess dæmd til að greiða yfir 100.000 punda sekt. Málið fer fyrir áfrýjunardómstól sambandsins þann 28. mars næstkomandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×