Roma lagði Manchester United 4. apríl 2007 20:39 Wayne Rooney skoraði sitt fyrsta mark í Meistaradeildinni síðan árið 2004 AFP Roma hafði betur 2-1 gegn Manchester United á heimavelli sínum í Róm í kvöld þegar liðin mættust í fyrri leik sínum í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Paul Scholes lét reka sig af velli í fyrri hálfleik og Rodrigo Taddei kom Roma í 1-0 skömmu fyrir hlé. Wayne Rooney jafnaði fyrir United á 60. mínútu en aðeins nokkrum mínútum síðar tryggði Mirko Vucinic Rómverjum sigurinn. Heimamenn hefðu ef til vill átt að gera betur í leiknum en fara með eins marks forystu til Englands í síðari leikinn. Hinn reyndi leikmaður Paul Scholes virtist ekki vera með höfuðið á réttum stað frá fyrstu mínútu í kvöld og átti hvert glórulausa brotið á fætur öðru. Hann sá rautt strax eftir 33 mínútur þegar hann fékk sitt annað gula spjald og kom sínum mönnum í erfiða stöðu. Heimamenn í Roma komust yfir á 44. mínútu með marki frá Taddei, en skot hans hrökk af annars góðum Wes Brown og í netið. Rooney skoraði fyrsta mark sitt í Meistaradeildinni í þrjú ár þegar hann tók boltann sallarólegur á kassann og afgreiddi í netið á 60. mínútu og staðan skyndilega orðin væn fyrir enska liðið. Það var svo Mirko Vucinic sem tryggði Rómverjunum sigurinn aðeins sex mínútum síðar þegar hann fylgdi eftir þrumufleyg Manchini eftir að Van der Sar hafði varið laglega. Rómverjar virtust satt að segja ekki tilbúnir að taka mikla áhættu í sóknarleiknum þrátt fyrir liðsmuninn frá 33. mínútu og nú er bara að sjá hvað verður í síðari leiknum í Manchester - þar sem heimamönnum nægir eitt mark til að komast í undanúrslitin. Þar verða þeir Scholes hjá United og Perrotta hjá Roma báðir í leikbanni. Roma 2 - 1 Man UtdRodrigo Taddei (44) Wayne Rooney (60) Mirko Vucinic (66) Roma: Doni, Panucci, Mexes, Chivu, Cassetti, Wilhelmsson (Vucinic 62), Taddei (Rosi 82), De Rossi, Perrotta, Mancini, Totti. Ónotaðir varamenn: Curci, Faty, Defendi, Ferrari, Okaka Chuka.Gul spjöld: Perrotta.Mörk: Taddei (44), Vucinic (67).Skot (á mark): 28 (10)Brot: 20Hornspyrnur: 9Með bolta: 57%Rangstöður: 3Varin skot: 3 Manchester United: Van der Sar, Heinze, Ferdinand, O'Shea, Brown, Ronaldo, Giggs (Saha 77), Carrick, Scholes, Rooney, Solskjær (Fletcher 72). Ónotaðir varamenn: Kuszczak, Smith, Dong, Richardson, Eagles.Rauð spjöld: Scholes (34).Gul spjöld: Scholes, Solskjær, Heinze.Mörk: Rooney (60).Skot (á mark): 9 (4)Brot: 19Hornspyrnur: 3Með bolta: 43%Rangstöður: 2Varin skot: 2 Áhorfendur: 77,000Dómari: Herbert Fandel (Þýskalandi). Meistaradeild Evrópu Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Sjá meira
Roma hafði betur 2-1 gegn Manchester United á heimavelli sínum í Róm í kvöld þegar liðin mættust í fyrri leik sínum í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Paul Scholes lét reka sig af velli í fyrri hálfleik og Rodrigo Taddei kom Roma í 1-0 skömmu fyrir hlé. Wayne Rooney jafnaði fyrir United á 60. mínútu en aðeins nokkrum mínútum síðar tryggði Mirko Vucinic Rómverjum sigurinn. Heimamenn hefðu ef til vill átt að gera betur í leiknum en fara með eins marks forystu til Englands í síðari leikinn. Hinn reyndi leikmaður Paul Scholes virtist ekki vera með höfuðið á réttum stað frá fyrstu mínútu í kvöld og átti hvert glórulausa brotið á fætur öðru. Hann sá rautt strax eftir 33 mínútur þegar hann fékk sitt annað gula spjald og kom sínum mönnum í erfiða stöðu. Heimamenn í Roma komust yfir á 44. mínútu með marki frá Taddei, en skot hans hrökk af annars góðum Wes Brown og í netið. Rooney skoraði fyrsta mark sitt í Meistaradeildinni í þrjú ár þegar hann tók boltann sallarólegur á kassann og afgreiddi í netið á 60. mínútu og staðan skyndilega orðin væn fyrir enska liðið. Það var svo Mirko Vucinic sem tryggði Rómverjunum sigurinn aðeins sex mínútum síðar þegar hann fylgdi eftir þrumufleyg Manchini eftir að Van der Sar hafði varið laglega. Rómverjar virtust satt að segja ekki tilbúnir að taka mikla áhættu í sóknarleiknum þrátt fyrir liðsmuninn frá 33. mínútu og nú er bara að sjá hvað verður í síðari leiknum í Manchester - þar sem heimamönnum nægir eitt mark til að komast í undanúrslitin. Þar verða þeir Scholes hjá United og Perrotta hjá Roma báðir í leikbanni. Roma 2 - 1 Man UtdRodrigo Taddei (44) Wayne Rooney (60) Mirko Vucinic (66) Roma: Doni, Panucci, Mexes, Chivu, Cassetti, Wilhelmsson (Vucinic 62), Taddei (Rosi 82), De Rossi, Perrotta, Mancini, Totti. Ónotaðir varamenn: Curci, Faty, Defendi, Ferrari, Okaka Chuka.Gul spjöld: Perrotta.Mörk: Taddei (44), Vucinic (67).Skot (á mark): 28 (10)Brot: 20Hornspyrnur: 9Með bolta: 57%Rangstöður: 3Varin skot: 3 Manchester United: Van der Sar, Heinze, Ferdinand, O'Shea, Brown, Ronaldo, Giggs (Saha 77), Carrick, Scholes, Rooney, Solskjær (Fletcher 72). Ónotaðir varamenn: Kuszczak, Smith, Dong, Richardson, Eagles.Rauð spjöld: Scholes (34).Gul spjöld: Scholes, Solskjær, Heinze.Mörk: Rooney (60).Skot (á mark): 9 (4)Brot: 19Hornspyrnur: 3Með bolta: 43%Rangstöður: 2Varin skot: 2 Áhorfendur: 77,000Dómari: Herbert Fandel (Þýskalandi).
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Sjá meira