Roma lagði Manchester United 4. apríl 2007 20:39 Wayne Rooney skoraði sitt fyrsta mark í Meistaradeildinni síðan árið 2004 AFP Roma hafði betur 2-1 gegn Manchester United á heimavelli sínum í Róm í kvöld þegar liðin mættust í fyrri leik sínum í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Paul Scholes lét reka sig af velli í fyrri hálfleik og Rodrigo Taddei kom Roma í 1-0 skömmu fyrir hlé. Wayne Rooney jafnaði fyrir United á 60. mínútu en aðeins nokkrum mínútum síðar tryggði Mirko Vucinic Rómverjum sigurinn. Heimamenn hefðu ef til vill átt að gera betur í leiknum en fara með eins marks forystu til Englands í síðari leikinn. Hinn reyndi leikmaður Paul Scholes virtist ekki vera með höfuðið á réttum stað frá fyrstu mínútu í kvöld og átti hvert glórulausa brotið á fætur öðru. Hann sá rautt strax eftir 33 mínútur þegar hann fékk sitt annað gula spjald og kom sínum mönnum í erfiða stöðu. Heimamenn í Roma komust yfir á 44. mínútu með marki frá Taddei, en skot hans hrökk af annars góðum Wes Brown og í netið. Rooney skoraði fyrsta mark sitt í Meistaradeildinni í þrjú ár þegar hann tók boltann sallarólegur á kassann og afgreiddi í netið á 60. mínútu og staðan skyndilega orðin væn fyrir enska liðið. Það var svo Mirko Vucinic sem tryggði Rómverjunum sigurinn aðeins sex mínútum síðar þegar hann fylgdi eftir þrumufleyg Manchini eftir að Van der Sar hafði varið laglega. Rómverjar virtust satt að segja ekki tilbúnir að taka mikla áhættu í sóknarleiknum þrátt fyrir liðsmuninn frá 33. mínútu og nú er bara að sjá hvað verður í síðari leiknum í Manchester - þar sem heimamönnum nægir eitt mark til að komast í undanúrslitin. Þar verða þeir Scholes hjá United og Perrotta hjá Roma báðir í leikbanni. Roma 2 - 1 Man UtdRodrigo Taddei (44) Wayne Rooney (60) Mirko Vucinic (66) Roma: Doni, Panucci, Mexes, Chivu, Cassetti, Wilhelmsson (Vucinic 62), Taddei (Rosi 82), De Rossi, Perrotta, Mancini, Totti. Ónotaðir varamenn: Curci, Faty, Defendi, Ferrari, Okaka Chuka.Gul spjöld: Perrotta.Mörk: Taddei (44), Vucinic (67).Skot (á mark): 28 (10)Brot: 20Hornspyrnur: 9Með bolta: 57%Rangstöður: 3Varin skot: 3 Manchester United: Van der Sar, Heinze, Ferdinand, O'Shea, Brown, Ronaldo, Giggs (Saha 77), Carrick, Scholes, Rooney, Solskjær (Fletcher 72). Ónotaðir varamenn: Kuszczak, Smith, Dong, Richardson, Eagles.Rauð spjöld: Scholes (34).Gul spjöld: Scholes, Solskjær, Heinze.Mörk: Rooney (60).Skot (á mark): 9 (4)Brot: 19Hornspyrnur: 3Með bolta: 43%Rangstöður: 2Varin skot: 2 Áhorfendur: 77,000Dómari: Herbert Fandel (Þýskalandi). Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Í beinni: Sunderland - Arsenal | Gerir Xhaka gamla liði sínu skráveifu? Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Í beinni: Sunderland - Arsenal | Gerir Xhaka gamla liði sínu skráveifu? Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Sjá meira
Roma hafði betur 2-1 gegn Manchester United á heimavelli sínum í Róm í kvöld þegar liðin mættust í fyrri leik sínum í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Paul Scholes lét reka sig af velli í fyrri hálfleik og Rodrigo Taddei kom Roma í 1-0 skömmu fyrir hlé. Wayne Rooney jafnaði fyrir United á 60. mínútu en aðeins nokkrum mínútum síðar tryggði Mirko Vucinic Rómverjum sigurinn. Heimamenn hefðu ef til vill átt að gera betur í leiknum en fara með eins marks forystu til Englands í síðari leikinn. Hinn reyndi leikmaður Paul Scholes virtist ekki vera með höfuðið á réttum stað frá fyrstu mínútu í kvöld og átti hvert glórulausa brotið á fætur öðru. Hann sá rautt strax eftir 33 mínútur þegar hann fékk sitt annað gula spjald og kom sínum mönnum í erfiða stöðu. Heimamenn í Roma komust yfir á 44. mínútu með marki frá Taddei, en skot hans hrökk af annars góðum Wes Brown og í netið. Rooney skoraði fyrsta mark sitt í Meistaradeildinni í þrjú ár þegar hann tók boltann sallarólegur á kassann og afgreiddi í netið á 60. mínútu og staðan skyndilega orðin væn fyrir enska liðið. Það var svo Mirko Vucinic sem tryggði Rómverjunum sigurinn aðeins sex mínútum síðar þegar hann fylgdi eftir þrumufleyg Manchini eftir að Van der Sar hafði varið laglega. Rómverjar virtust satt að segja ekki tilbúnir að taka mikla áhættu í sóknarleiknum þrátt fyrir liðsmuninn frá 33. mínútu og nú er bara að sjá hvað verður í síðari leiknum í Manchester - þar sem heimamönnum nægir eitt mark til að komast í undanúrslitin. Þar verða þeir Scholes hjá United og Perrotta hjá Roma báðir í leikbanni. Roma 2 - 1 Man UtdRodrigo Taddei (44) Wayne Rooney (60) Mirko Vucinic (66) Roma: Doni, Panucci, Mexes, Chivu, Cassetti, Wilhelmsson (Vucinic 62), Taddei (Rosi 82), De Rossi, Perrotta, Mancini, Totti. Ónotaðir varamenn: Curci, Faty, Defendi, Ferrari, Okaka Chuka.Gul spjöld: Perrotta.Mörk: Taddei (44), Vucinic (67).Skot (á mark): 28 (10)Brot: 20Hornspyrnur: 9Með bolta: 57%Rangstöður: 3Varin skot: 3 Manchester United: Van der Sar, Heinze, Ferdinand, O'Shea, Brown, Ronaldo, Giggs (Saha 77), Carrick, Scholes, Rooney, Solskjær (Fletcher 72). Ónotaðir varamenn: Kuszczak, Smith, Dong, Richardson, Eagles.Rauð spjöld: Scholes (34).Gul spjöld: Scholes, Solskjær, Heinze.Mörk: Rooney (60).Skot (á mark): 9 (4)Brot: 19Hornspyrnur: 3Með bolta: 43%Rangstöður: 2Varin skot: 2 Áhorfendur: 77,000Dómari: Herbert Fandel (Þýskalandi).
Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Í beinni: Sunderland - Arsenal | Gerir Xhaka gamla liði sínu skráveifu? Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Í beinni: Sunderland - Arsenal | Gerir Xhaka gamla liði sínu skráveifu? Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Sjá meira