Körfubolti

Toronto efstir í Atlantshafsriðlinum

Chris Bosh er aðalmaðurinn hjá Toronto.
Chris Bosh er aðalmaðurinn hjá Toronto. MYND/Getty

Toronto Raptors tryggði sér í nótt sigur í Atlantshafsriðli NBA-deildarinnar í körfuknattleik með því að sigra Philadelphia, 94-85. Denver kom í veg fyrir að Dallas gæti unnið 70 leiki á tímabilinu með því að leggja lærisveina Avery Johnson af velli í nótt og Kobe Bryant var í miklu stuði gegn Seattle.

Chris Bosh skoraði 23 stig og hirti 13 fráköst fyrir Toronto, en liðið er í 3. sæti Austurdeildarinnar sem stendur og hefur fyrir nokkru tryggt sér sæti í úrslitakeppninni. Toronto hefur unnið 43 leiki en tapað 33.

Frábær vörn leikmanna Denver lagði grunninn að sigri liðsins á Dallas í nótt. Dallas skoraði aðeins 71 stig gegn 75 stigum Denver. Carmelo Anthony tryggði liði sínu sigurinn með því að stela boltanum á lokasekúndunum og skora úr tveimur vítaskotum. Anthony skoraði 23 stig í leiknum en Dirk Nowitzki var með 22 stig og 11 fráköst fyrir Dallas.

Kobe Bryant var í miklu stuði og skoraði 46 stig í 112-109 sigri LA Lakers á Seattle. Auk þess gaf Bryant 5 stoðsendingar og hirti 6 fráköst. Hjá Seattle var Chris Wilcox með 32 stig og 18 fráköst.

Steve Nash skoraði 15 stig og gaf 12 stoðsendingar í 103-95 sigri Phoenix á NO/Oklahoma. Þetta var í 49. sinn í vetur sem Nash nær tvöfaldri tvennu. Leandro Barbosa var hins vegar stigahæstur leikmanna Phoenix með 26 stig.

Án Gilbert Arenas náðu leikmenn Washington að þjappa sér saman og standa vel í LeBron James og félögum í Cleveland. Baráttan dugði þó ekki til því Cleveland hafði sigur, 99-94. LeBron var stigahæstur Cleveland og skoraði 25 stig.

Indiana-Charlotte  112-102

Miami-Boston  88-85

Milwaukee-Atlanta 102-115

Minnesote-New York  99-94

Portland-Houston  85-78

Utah-Sacramento  103-107

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×