Körfubolti

Dallas færist nær deildarmeistaratitlinum

Vince Carter og Jason Kidd voru frábærir í nótt.
Vince Carter og Jason Kidd voru frábærir í nótt. MYND/Getty

Dallas þarf nú aðeins einn sigur til viðbótar til að tryggja sér sigur í deildarkeppni NBA en eftir að hafa sigrað Portland í nótt, 86-74. Dallas hefur nú unnið 63 leiki en tapað 13 það sem af er leiktíð. Vince Carter hjá New Jersey og Eddy Curry hjá New York voru menn næturinnar í NBA-deildinni.

Jason Terry átti mjög góðan leik fyrir Dallas og skoraði 29 stig, auk þess sem hann var mjög drjúgur fyrir sitt lið á lokakaflanum. Dirk Nowitzki náði sér ekki á strik og skoraði aðeins 11 stig en það kom ekki að sök að þessu sinni.

Vince Carter átti magnaðan leik fyrir New Jersey þegar liðið sigraði Washington, 120-114, eftir framlengingu. Leikmenn Washington réðu ekkert við Carter og þegar uppi var staðið hafði hann skorað 46 stig, hirt 16 fráköst og gefið 10 stoðsendingar. Félagi hans Jason Kidd náði einnig þrefaldri tvennu, skoraði 10 stig, tók 16 fráköst og gaf 18 stoðsendingar.

Þetta er í fyrsta sinn sem liðsfélagar ná þrefaldri tvennu í sama leiknum síðan Micheal Jordan og Scottie Pippen náðu þeim árangri með Chicago Bulls árið 1989.

Eddy Curry var maðurinn á bakvið 118-113 sigur New York á Milwaukee. Curry lék einn sinn besta leik á ferlinum og skoraði 43 stig auk þess að hirða 13 fráköst. Hjá Milwaukee var Ruben Patterson með 27 stig.

Tim Duncan skoraði 28 stig og hirti 15 fráköst þegar San Antonio sigraði Golden State 112-99. Jason Richardsson skoraði 23 stig fyrir Golden State.

Úrslit í öðrum leikjum næturinnar:

Minnesota - NO/Oklahoma  94-96

Orlando – Memphis  116-89

Indiana – Boston  105-98

Utah - Seattle  103-106

LA Clippers – Denver 93-96

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×