Hitzfeld treystir á heimavöllinn 11. apríl 2007 12:45 NordicPhotos/GettyImages Ottmar Hitzfeld, þjálfari Bayern Munchen, segir að liðið verði að setja í fluggírinn ef það ætli sér að slá AC Milan út úr 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld. Dramatískt jöfnunarmark varnarmannsins Daniel Van Buyten kom í veg fyrir að Bayern tapaði sjöunda leiknum af síðustu níu gegn ítalska liðinu í fyrri viðureigninni á dögunum. "Við verðum að setja í fluggírinn í síðari leiknum og ég veit að liðið spilar alltaf 10-20% betur á heimavelli en á útivelli," sagði Hitzfeld og viðurkenndi að hann væri feginn að fá þá Oliver Kahn og Mark Van Bommel til baka úr leikbanni. "Þeir eru vissulega mikilvægir hlekkir í liði okkar, en þetta veltur ekki á einstaklingum. Það verður betra liðið sem fer áfram í keppninni," sagði þjálfarinn. Mikil meiðsli eru í herbúðum liðsins og þeir Bastian Schweinsteiger og hetjan úr fyrri leiknum, Van Buyten, eru þannig báðir tæpir fyrir slaginn í kvöld. Eillie Sagnol og Martin Demichelis hafa einnig átt við meiðsli að stríða, en búist er við því að þeir Lucio og Owen Hargreaves spili í kvöld þrátt fyrir að vera nokkuð tæpir síðustu daga. Carlo Ancelotti, þjálfari Milan, segir að þó ítalska liðið líti vel út í sögulegu samhengi, skili það engu þegar á völlinn er komið. "Við þurfum á okkar besta leik að halda og ég held að við höfum reynslu og mannskap í að ná hagstæðum úrslitum."Líkleg byrjunarlið í kvöld:Bayern: Oliver Kahn; Hasan Salihamidžić, Lucio, Daniel Van Buyten, Philipp Lahm; Owen Hargreaves, Mark van Bommel, Andreas Ottl, Bastian Schweinsteiger; Roy Makaay, Lukas Podolski. Milan: Dida; Massimo Oddo, Paolo Maldini, Alessandro Nesta, Marek Jankulovski; Gennaro Gattuso, Andrea Pirlo, Massimo Ambrosini, Clarence Seedorf; Kaká; Filippo Inzaghi. Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Ingibjörg seld til Freiburg Fótbolti Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Golf Fleiri fréttir KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Spánn skiptir þjálfaranum út Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjá meira
Ottmar Hitzfeld, þjálfari Bayern Munchen, segir að liðið verði að setja í fluggírinn ef það ætli sér að slá AC Milan út úr 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld. Dramatískt jöfnunarmark varnarmannsins Daniel Van Buyten kom í veg fyrir að Bayern tapaði sjöunda leiknum af síðustu níu gegn ítalska liðinu í fyrri viðureigninni á dögunum. "Við verðum að setja í fluggírinn í síðari leiknum og ég veit að liðið spilar alltaf 10-20% betur á heimavelli en á útivelli," sagði Hitzfeld og viðurkenndi að hann væri feginn að fá þá Oliver Kahn og Mark Van Bommel til baka úr leikbanni. "Þeir eru vissulega mikilvægir hlekkir í liði okkar, en þetta veltur ekki á einstaklingum. Það verður betra liðið sem fer áfram í keppninni," sagði þjálfarinn. Mikil meiðsli eru í herbúðum liðsins og þeir Bastian Schweinsteiger og hetjan úr fyrri leiknum, Van Buyten, eru þannig báðir tæpir fyrir slaginn í kvöld. Eillie Sagnol og Martin Demichelis hafa einnig átt við meiðsli að stríða, en búist er við því að þeir Lucio og Owen Hargreaves spili í kvöld þrátt fyrir að vera nokkuð tæpir síðustu daga. Carlo Ancelotti, þjálfari Milan, segir að þó ítalska liðið líti vel út í sögulegu samhengi, skili það engu þegar á völlinn er komið. "Við þurfum á okkar besta leik að halda og ég held að við höfum reynslu og mannskap í að ná hagstæðum úrslitum."Líkleg byrjunarlið í kvöld:Bayern: Oliver Kahn; Hasan Salihamidžić, Lucio, Daniel Van Buyten, Philipp Lahm; Owen Hargreaves, Mark van Bommel, Andreas Ottl, Bastian Schweinsteiger; Roy Makaay, Lukas Podolski. Milan: Dida; Massimo Oddo, Paolo Maldini, Alessandro Nesta, Marek Jankulovski; Gennaro Gattuso, Andrea Pirlo, Massimo Ambrosini, Clarence Seedorf; Kaká; Filippo Inzaghi.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Ingibjörg seld til Freiburg Fótbolti Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Golf Fleiri fréttir KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Spánn skiptir þjálfaranum út Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjá meira