Frækinn sigur AC Milan í Munchen 11. apríl 2007 20:33 Leikmenn Milan fagna hér marki Clarence Seedorf í Munchen í kvöld NordicPhotos/GettyImages AC Milan tryggði sér í kvöld sæti í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu með fræknum 2-0 útisigri á Bayern Munchen. Ítalska liðið fer því áfram samtals 4-2 og mætir Manchester United í næstu umferð. Liverpool vann 1-0 sigur á PSV Eindhoven og 4-0 samanlagt og mætir Chelsea í undanúrslitum. Leikmenn Bayern mættu grimmir til leiks í kvöld en vörn ítalska liðsins náði að halda aftur af stífum sóknum þeirra í byrjun. Reynsluboltarnir í Milan nýttu sér mistök þýska liðsins og gerðu út um leikinn á fjögurra mínútna kafla í fyrri hálfleik þegar þeir Clarence Seedorf og Filippo Inzaghi skoruðu sitt hvort markið. Inzaghi var greinilega rangstæður þegar hann skoraði mark sitt, en hafði heppnina með sér eins og svo oft gegn þýska liðinu. Hann skoraði í kvöld sjötta mark sitt í fimm leikjum gegn Bayern á ferlinum. Þrátt fyrir ágæta tilburði heimamanna náðu þeir ekki að brjóta sterka vörn ítalska liðsins á bak aftur og Milan því nokkuð óvænt komið í undanúrslitin gegn Manchester United. Liverpool mætir Chelsea í hinum undanúrslitaleiknum eftir 1-0 sigur á PSV Eindhoven á heimavelli. Enska liðið fer því áfram samanlagt 4-0 og var leikurinn í kvöld aðeins formsatriði eftir góða frammistöðu liðsins í Hollandi í fyrri leiknum. Dirk Marcellis var rekinn af velli í liði PSV í kvöld og skömmu síðar, á 67 mínútu, skoraði Peter Crouch sigurmark liðsins. Það eina sem Rafa Benitez þurfti að hafa áhyggjur af í kvöld var í raun meiðsli framherjans Craig Bellamy, en hann var borinn af velli meiddur á hné. Fyrsti leikurinn í undanúrslitunum verður viðureign Manchester United og AC Milan á Old Trafford þann 24. apríl og daginn eftir verður fyrri leikur Chelsea og Liverpool á Stamford Bridge í Lundúnum. Síðari leikur Milan og Man Utd fer fram í Mílanó 2. maí og daginn eftir spila Liverpool og Chelsea á Anfield í Liverpool. Leikirnir, sem og úrslitaleikurinn á Ólympíuleikvangnum í Aþenu þann 23. maí - verða allir sýndir beint á sjónvarpsstöðinni Sýn. Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Ingibjörg seld til Freiburg Fótbolti Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Golf Fleiri fréttir KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Spánn skiptir þjálfaranum út Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjá meira
AC Milan tryggði sér í kvöld sæti í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu með fræknum 2-0 útisigri á Bayern Munchen. Ítalska liðið fer því áfram samtals 4-2 og mætir Manchester United í næstu umferð. Liverpool vann 1-0 sigur á PSV Eindhoven og 4-0 samanlagt og mætir Chelsea í undanúrslitum. Leikmenn Bayern mættu grimmir til leiks í kvöld en vörn ítalska liðsins náði að halda aftur af stífum sóknum þeirra í byrjun. Reynsluboltarnir í Milan nýttu sér mistök þýska liðsins og gerðu út um leikinn á fjögurra mínútna kafla í fyrri hálfleik þegar þeir Clarence Seedorf og Filippo Inzaghi skoruðu sitt hvort markið. Inzaghi var greinilega rangstæður þegar hann skoraði mark sitt, en hafði heppnina með sér eins og svo oft gegn þýska liðinu. Hann skoraði í kvöld sjötta mark sitt í fimm leikjum gegn Bayern á ferlinum. Þrátt fyrir ágæta tilburði heimamanna náðu þeir ekki að brjóta sterka vörn ítalska liðsins á bak aftur og Milan því nokkuð óvænt komið í undanúrslitin gegn Manchester United. Liverpool mætir Chelsea í hinum undanúrslitaleiknum eftir 1-0 sigur á PSV Eindhoven á heimavelli. Enska liðið fer því áfram samanlagt 4-0 og var leikurinn í kvöld aðeins formsatriði eftir góða frammistöðu liðsins í Hollandi í fyrri leiknum. Dirk Marcellis var rekinn af velli í liði PSV í kvöld og skömmu síðar, á 67 mínútu, skoraði Peter Crouch sigurmark liðsins. Það eina sem Rafa Benitez þurfti að hafa áhyggjur af í kvöld var í raun meiðsli framherjans Craig Bellamy, en hann var borinn af velli meiddur á hné. Fyrsti leikurinn í undanúrslitunum verður viðureign Manchester United og AC Milan á Old Trafford þann 24. apríl og daginn eftir verður fyrri leikur Chelsea og Liverpool á Stamford Bridge í Lundúnum. Síðari leikur Milan og Man Utd fer fram í Mílanó 2. maí og daginn eftir spila Liverpool og Chelsea á Anfield í Liverpool. Leikirnir, sem og úrslitaleikurinn á Ólympíuleikvangnum í Aþenu þann 23. maí - verða allir sýndir beint á sjónvarpsstöðinni Sýn.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Ingibjörg seld til Freiburg Fótbolti Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Golf Fleiri fréttir KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Spánn skiptir þjálfaranum út Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjá meira