Allir flokkar vilja lengra fæðingarorlof 17. apríl 2007 18:45 Allir stjórnmálaflokkar landsins vilja lengja fæðingarorlofið, flestir í tólf mánuði. Enginn stærstu flokkanna vill þó lofa lengingu strax á næsta kjörtímabili. Sjálfstæðisflokkurinn vill einn flokka skoða stöðu Íbúðalánasjóðs.Fréttastofan heldur í dag áfram að krefja stjórnmálaflokkana svara við spurningum um ýmislegt sem skiptir landsmenn máli. Um helgina var það græna pólitíkin.Nú er það fjölskyldupólitíkin. Við lögðum sex spurningar fyrir flokkana og af svörunum að dæma mun litlu skipta hverjir sitja í ríkisstjórn - svo samhuga eru flokkarnir í flestu sem lýtur að fjölskyldunni - ef frá er talinn Sjálfstæðisflokkurinn sem sker sig nokkuð úr.Barnabætur hafa dregist saman að raungildi á liðnum árum. Á sama tíma er orðið dýrara að eiga börn. Stjórnvöld hafa bent á aukinn kaupmátt en stjórnarandstaðan hefur talað um svik við barnafjölskyldur. Við spurðum: Á að hækka barnabætur?Allir sögðu þeir já - nema Sjálfstæðisflokkur sem segir barnabætur hafa hækkað um tvo milljarða að raunvirði á kjörtímabilinu. Samfylkingin vill hækka skerðingarmörk upp í 125 þúsund krónur hjá einstæðum foreldrum og 250 þúsund krónur hjá hjónum. Vinstri grænir vilja vinna upp skerðingu síðustu 10 ára og Íslandshreyfingin vill 10% hækkun strax.Á meira en tíu árum hefur hvorki gengið né rekið við að draga úr kynbundnum launamun. Við spurðum: Á ríkið að beita sértækum aðgerðum til að draga úr launamun kynjanna? Ef svo er, hvaða?Já, segja allir nema Baráttusamtökin sem tóku ekki beina afstöðu. Sjálfstæðisflokkurinn vill gera stórátak, hinir vilja m.a. afnema launaleynd. Samfylkingin lofar auk þess að minnka kyndbundinn launamun hjá ríkinu um helming á næsta kjörtímabili og Vinstri grænir vilja að jafnréttisstofa fái leitar- og sektarheimildir eins og til dæmis Samkeppniseftirlitið.Fæðingarorlof á Íslandi er styttra en á nokkru hinna Norðurlandanna.Hér er það 39 vikur. Í Svíþjóð er það 68 vikur. Flokkarnir voru spurðir hvort lengja ætti fæðingarorlofið á næsta kjörtímabili?Allir vilja lengja fæðingarorlofið. Allir nema Sjálfstæðisflokkur nefna 12 mánuði en aðeins Framsókn, Íslandshreyfingin og Baráttusamtökin tiltaka að það skuli gerast á næsta kjörtímabili.Sumir flokkar lofuðu ókeypis leikskóla í síðustu sveitarstjórnarskosningum. Við spyrjum: Á ríkið að færa tekjustofna til sveitarfélaga svo leikskólar geti verið ókeypis?Það vilja allir - nema Sjálfstæðisflokkurinn og Baráttusamtökin.Fimmta spurningin er: Á tannlæknaþjónusta að vera ókeypis fyrir börn og unglinga?Já segja fjórir flokkar. Nei, segja Samfylking og Framsóknarflokkur en vilja auka niðurgreiðslur fyrir 18 ára og yngri. Sjálfstæðisflokkur segir alfarið nei og bendir á að 75% tannlæknakostnaðar 17 ára og yngri sé nú þegar niðurgreiddur.Og þá eru það fasteignalánin. Vextir á íbúðalánum eru hærri nú en þeir voru fyrir innreið bankanna á húsnæðislánamarkaðinn árið 2004. Allir flokkarnir - nema Sjálfstæðisflokkur - eru á því að íbúðalánasjóður eigi að starfa í óbreyttri mynd. Sjálfstæðisflokkurinn vill jafna samkeppnisstöðu á húsnæðislánamarkaði og vill því "skoða" stöðu sjóðsins, eins og það er orðað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fréttir Innlent Mest lesið Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Allir stjórnmálaflokkar landsins vilja lengja fæðingarorlofið, flestir í tólf mánuði. Enginn stærstu flokkanna vill þó lofa lengingu strax á næsta kjörtímabili. Sjálfstæðisflokkurinn vill einn flokka skoða stöðu Íbúðalánasjóðs.Fréttastofan heldur í dag áfram að krefja stjórnmálaflokkana svara við spurningum um ýmislegt sem skiptir landsmenn máli. Um helgina var það græna pólitíkin.Nú er það fjölskyldupólitíkin. Við lögðum sex spurningar fyrir flokkana og af svörunum að dæma mun litlu skipta hverjir sitja í ríkisstjórn - svo samhuga eru flokkarnir í flestu sem lýtur að fjölskyldunni - ef frá er talinn Sjálfstæðisflokkurinn sem sker sig nokkuð úr.Barnabætur hafa dregist saman að raungildi á liðnum árum. Á sama tíma er orðið dýrara að eiga börn. Stjórnvöld hafa bent á aukinn kaupmátt en stjórnarandstaðan hefur talað um svik við barnafjölskyldur. Við spurðum: Á að hækka barnabætur?Allir sögðu þeir já - nema Sjálfstæðisflokkur sem segir barnabætur hafa hækkað um tvo milljarða að raunvirði á kjörtímabilinu. Samfylkingin vill hækka skerðingarmörk upp í 125 þúsund krónur hjá einstæðum foreldrum og 250 þúsund krónur hjá hjónum. Vinstri grænir vilja vinna upp skerðingu síðustu 10 ára og Íslandshreyfingin vill 10% hækkun strax.Á meira en tíu árum hefur hvorki gengið né rekið við að draga úr kynbundnum launamun. Við spurðum: Á ríkið að beita sértækum aðgerðum til að draga úr launamun kynjanna? Ef svo er, hvaða?Já, segja allir nema Baráttusamtökin sem tóku ekki beina afstöðu. Sjálfstæðisflokkurinn vill gera stórátak, hinir vilja m.a. afnema launaleynd. Samfylkingin lofar auk þess að minnka kyndbundinn launamun hjá ríkinu um helming á næsta kjörtímabili og Vinstri grænir vilja að jafnréttisstofa fái leitar- og sektarheimildir eins og til dæmis Samkeppniseftirlitið.Fæðingarorlof á Íslandi er styttra en á nokkru hinna Norðurlandanna.Hér er það 39 vikur. Í Svíþjóð er það 68 vikur. Flokkarnir voru spurðir hvort lengja ætti fæðingarorlofið á næsta kjörtímabili?Allir vilja lengja fæðingarorlofið. Allir nema Sjálfstæðisflokkur nefna 12 mánuði en aðeins Framsókn, Íslandshreyfingin og Baráttusamtökin tiltaka að það skuli gerast á næsta kjörtímabili.Sumir flokkar lofuðu ókeypis leikskóla í síðustu sveitarstjórnarskosningum. Við spyrjum: Á ríkið að færa tekjustofna til sveitarfélaga svo leikskólar geti verið ókeypis?Það vilja allir - nema Sjálfstæðisflokkurinn og Baráttusamtökin.Fimmta spurningin er: Á tannlæknaþjónusta að vera ókeypis fyrir börn og unglinga?Já segja fjórir flokkar. Nei, segja Samfylking og Framsóknarflokkur en vilja auka niðurgreiðslur fyrir 18 ára og yngri. Sjálfstæðisflokkur segir alfarið nei og bendir á að 75% tannlæknakostnaðar 17 ára og yngri sé nú þegar niðurgreiddur.Og þá eru það fasteignalánin. Vextir á íbúðalánum eru hærri nú en þeir voru fyrir innreið bankanna á húsnæðislánamarkaðinn árið 2004. Allir flokkarnir - nema Sjálfstæðisflokkur - eru á því að íbúðalánasjóður eigi að starfa í óbreyttri mynd. Sjálfstæðisflokkurinn vill jafna samkeppnisstöðu á húsnæðislánamarkaði og vill því "skoða" stöðu sjóðsins, eins og það er orðað.
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun