Allir flokkar vilja lengra fæðingarorlof 17. apríl 2007 18:45 Allir stjórnmálaflokkar landsins vilja lengja fæðingarorlofið, flestir í tólf mánuði. Enginn stærstu flokkanna vill þó lofa lengingu strax á næsta kjörtímabili. Sjálfstæðisflokkurinn vill einn flokka skoða stöðu Íbúðalánasjóðs.Fréttastofan heldur í dag áfram að krefja stjórnmálaflokkana svara við spurningum um ýmislegt sem skiptir landsmenn máli. Um helgina var það græna pólitíkin.Nú er það fjölskyldupólitíkin. Við lögðum sex spurningar fyrir flokkana og af svörunum að dæma mun litlu skipta hverjir sitja í ríkisstjórn - svo samhuga eru flokkarnir í flestu sem lýtur að fjölskyldunni - ef frá er talinn Sjálfstæðisflokkurinn sem sker sig nokkuð úr.Barnabætur hafa dregist saman að raungildi á liðnum árum. Á sama tíma er orðið dýrara að eiga börn. Stjórnvöld hafa bent á aukinn kaupmátt en stjórnarandstaðan hefur talað um svik við barnafjölskyldur. Við spurðum: Á að hækka barnabætur?Allir sögðu þeir já - nema Sjálfstæðisflokkur sem segir barnabætur hafa hækkað um tvo milljarða að raunvirði á kjörtímabilinu. Samfylkingin vill hækka skerðingarmörk upp í 125 þúsund krónur hjá einstæðum foreldrum og 250 þúsund krónur hjá hjónum. Vinstri grænir vilja vinna upp skerðingu síðustu 10 ára og Íslandshreyfingin vill 10% hækkun strax.Á meira en tíu árum hefur hvorki gengið né rekið við að draga úr kynbundnum launamun. Við spurðum: Á ríkið að beita sértækum aðgerðum til að draga úr launamun kynjanna? Ef svo er, hvaða?Já, segja allir nema Baráttusamtökin sem tóku ekki beina afstöðu. Sjálfstæðisflokkurinn vill gera stórátak, hinir vilja m.a. afnema launaleynd. Samfylkingin lofar auk þess að minnka kyndbundinn launamun hjá ríkinu um helming á næsta kjörtímabili og Vinstri grænir vilja að jafnréttisstofa fái leitar- og sektarheimildir eins og til dæmis Samkeppniseftirlitið.Fæðingarorlof á Íslandi er styttra en á nokkru hinna Norðurlandanna.Hér er það 39 vikur. Í Svíþjóð er það 68 vikur. Flokkarnir voru spurðir hvort lengja ætti fæðingarorlofið á næsta kjörtímabili?Allir vilja lengja fæðingarorlofið. Allir nema Sjálfstæðisflokkur nefna 12 mánuði en aðeins Framsókn, Íslandshreyfingin og Baráttusamtökin tiltaka að það skuli gerast á næsta kjörtímabili.Sumir flokkar lofuðu ókeypis leikskóla í síðustu sveitarstjórnarskosningum. Við spyrjum: Á ríkið að færa tekjustofna til sveitarfélaga svo leikskólar geti verið ókeypis?Það vilja allir - nema Sjálfstæðisflokkurinn og Baráttusamtökin.Fimmta spurningin er: Á tannlæknaþjónusta að vera ókeypis fyrir börn og unglinga?Já segja fjórir flokkar. Nei, segja Samfylking og Framsóknarflokkur en vilja auka niðurgreiðslur fyrir 18 ára og yngri. Sjálfstæðisflokkur segir alfarið nei og bendir á að 75% tannlæknakostnaðar 17 ára og yngri sé nú þegar niðurgreiddur.Og þá eru það fasteignalánin. Vextir á íbúðalánum eru hærri nú en þeir voru fyrir innreið bankanna á húsnæðislánamarkaðinn árið 2004. Allir flokkarnir - nema Sjálfstæðisflokkur - eru á því að íbúðalánasjóður eigi að starfa í óbreyttri mynd. Sjálfstæðisflokkurinn vill jafna samkeppnisstöðu á húsnæðislánamarkaði og vill því "skoða" stöðu sjóðsins, eins og það er orðað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fréttir Innlent Mest lesið Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks Skoðun Ömmur án landamæra Signý Jóhannesdóttir Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Ömmur án landamæra Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson skrifar Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks skrifar Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Allir stjórnmálaflokkar landsins vilja lengja fæðingarorlofið, flestir í tólf mánuði. Enginn stærstu flokkanna vill þó lofa lengingu strax á næsta kjörtímabili. Sjálfstæðisflokkurinn vill einn flokka skoða stöðu Íbúðalánasjóðs.Fréttastofan heldur í dag áfram að krefja stjórnmálaflokkana svara við spurningum um ýmislegt sem skiptir landsmenn máli. Um helgina var það græna pólitíkin.Nú er það fjölskyldupólitíkin. Við lögðum sex spurningar fyrir flokkana og af svörunum að dæma mun litlu skipta hverjir sitja í ríkisstjórn - svo samhuga eru flokkarnir í flestu sem lýtur að fjölskyldunni - ef frá er talinn Sjálfstæðisflokkurinn sem sker sig nokkuð úr.Barnabætur hafa dregist saman að raungildi á liðnum árum. Á sama tíma er orðið dýrara að eiga börn. Stjórnvöld hafa bent á aukinn kaupmátt en stjórnarandstaðan hefur talað um svik við barnafjölskyldur. Við spurðum: Á að hækka barnabætur?Allir sögðu þeir já - nema Sjálfstæðisflokkur sem segir barnabætur hafa hækkað um tvo milljarða að raunvirði á kjörtímabilinu. Samfylkingin vill hækka skerðingarmörk upp í 125 þúsund krónur hjá einstæðum foreldrum og 250 þúsund krónur hjá hjónum. Vinstri grænir vilja vinna upp skerðingu síðustu 10 ára og Íslandshreyfingin vill 10% hækkun strax.Á meira en tíu árum hefur hvorki gengið né rekið við að draga úr kynbundnum launamun. Við spurðum: Á ríkið að beita sértækum aðgerðum til að draga úr launamun kynjanna? Ef svo er, hvaða?Já, segja allir nema Baráttusamtökin sem tóku ekki beina afstöðu. Sjálfstæðisflokkurinn vill gera stórátak, hinir vilja m.a. afnema launaleynd. Samfylkingin lofar auk þess að minnka kyndbundinn launamun hjá ríkinu um helming á næsta kjörtímabili og Vinstri grænir vilja að jafnréttisstofa fái leitar- og sektarheimildir eins og til dæmis Samkeppniseftirlitið.Fæðingarorlof á Íslandi er styttra en á nokkru hinna Norðurlandanna.Hér er það 39 vikur. Í Svíþjóð er það 68 vikur. Flokkarnir voru spurðir hvort lengja ætti fæðingarorlofið á næsta kjörtímabili?Allir vilja lengja fæðingarorlofið. Allir nema Sjálfstæðisflokkur nefna 12 mánuði en aðeins Framsókn, Íslandshreyfingin og Baráttusamtökin tiltaka að það skuli gerast á næsta kjörtímabili.Sumir flokkar lofuðu ókeypis leikskóla í síðustu sveitarstjórnarskosningum. Við spyrjum: Á ríkið að færa tekjustofna til sveitarfélaga svo leikskólar geti verið ókeypis?Það vilja allir - nema Sjálfstæðisflokkurinn og Baráttusamtökin.Fimmta spurningin er: Á tannlæknaþjónusta að vera ókeypis fyrir börn og unglinga?Já segja fjórir flokkar. Nei, segja Samfylking og Framsóknarflokkur en vilja auka niðurgreiðslur fyrir 18 ára og yngri. Sjálfstæðisflokkur segir alfarið nei og bendir á að 75% tannlæknakostnaðar 17 ára og yngri sé nú þegar niðurgreiddur.Og þá eru það fasteignalánin. Vextir á íbúðalánum eru hærri nú en þeir voru fyrir innreið bankanna á húsnæðislánamarkaðinn árið 2004. Allir flokkarnir - nema Sjálfstæðisflokkur - eru á því að íbúðalánasjóður eigi að starfa í óbreyttri mynd. Sjálfstæðisflokkurinn vill jafna samkeppnisstöðu á húsnæðislánamarkaði og vill því "skoða" stöðu sjóðsins, eins og það er orðað.
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun
Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun