Viðskipti erlent

Metafkoma hjá OMX

Kauphöll Íslands.
Kauphöll Íslands.

Kauphallarsamstæðan OMX, sem rekur kauphallir víða á Norðurlöndunum, meðal annars hér, og í Eystrasaltslöndunum, skilaði hagnaði upp á 257 milljónir sænskra króna, jafnvirði 2,4 milljarða íslenskra króna, eftir skatta og gjöld á fyrstu þremur mánuðum ársins. Rekstrarhagnaður samstæðunnar á fyrsta árfjórðungi hefur aldrei verið betri í sögu OMX.

Til samanburðar nam hagnaður samstæðunnar 244 milljónum sænskra króna á sama tíma í fyrra. Það jafngildir rétt rúmlega 2,3 milljörðum íslenskra króna.

Tekjur námu 1.062 milljónum sænskra króna, 10,1 milljarði íslenskra króna á tímabilinu samanborið við 903 milljónir sænskra króna, 8,6 milljarða íslenskra króna, á sama tímabili í fyrra.

Rekstrarhagnaður OMX á þessu þriggja mánaða tímabili nam 348 milljónum sænskra króna oghefur aldrei verið meiri. Það jafngildir 3,3 milljörðum íslenskra króna.

Að sögn Magnusar Böcker, forstjóra OMX, er helsta ástæðan fyrir vextinum aukin viðskipti í kauphöllum OMX sem jukust um helming á milli ára.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×