Mayweather - De la Hoya í beinni í nótt 5. maí 2007 17:50 Mayweather (til hægri) var með vígalegt föruneyti í vigtuninni og hér má sjá rapparann 50 cent halda á meistarabeltum kappans NordicPhotos/GettyImages Bardagi ársins í hnefaleikaheiminum verður í Las Vegas í nótt þar sem hinn ósigraði og yfirlýsingaglaði Floyd Mayweather tekur á móti gulldrengnum Oscar de la Hoya. Sjónvarpsstöðin Sýn sýnir bardagann beint og hefst útsending klukkan eitt í nótt. "Ég er í toppformi og tilbúinn í slaginn," sagði De la Hoya eftir vigtunina í dag. "Ég hlakka mikið til að berjast og get ekki beðið. Ég þarf að vera snjall og þolinmóður í bardaganum," sagði De la Hoya, sem er fjórum pundum þyngri en andstæðingurinn. "Þyngd og frægð vinna ekki bardaga. Hæfileikar vinna bardaga. Mér er alveg sama þó hann sé 25 pundum þyngri en ég - ég mun ganga frá honum. Hann þykist vera rosalega vænn drengur en er í raun er partídýr sem hefur gaman af því að hanga á strípibúllum," sagði Mayweather og segist hlakka til síðasta bardaga síns á ferlinum þar sem hann gæti lokið keppni með 38 sigra og ekkert tap. "Ég vil bara vera venjulegur gaur, ég á tonn af peningum og get nú farið að njóta lífsins," sagði hann. De la Hoya hefur haft orð á því hvað kyndingar andstæðingsins og hroki hafi hjálpað honum í að undirbúa sig fyrir bardagann. "Mayweather þarf á auðmýkt að halda og ég vil gefa honum hana með því að sigra hann. Hann er eins og óþekktarormur sem þarf að tukta til. Hann er auðvitað frábær boxari, en hann hefur ekki þurft að mæta nógu góðum mönnum á ferlinum til að geta kallað sig sannan meistara," sagði De la Hoya. Box Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Lífsferill íþróttamannsins: Eldur kviknar „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Dagskráin: Stúkan hitar upp fyrir sumarið og úrslitakeppnin í Bónus karla Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Uppgjörið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Styrmir stigahæstur á vellinum Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89 | Valsarar sluppu fyrir horn Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu Sjá meira
Bardagi ársins í hnefaleikaheiminum verður í Las Vegas í nótt þar sem hinn ósigraði og yfirlýsingaglaði Floyd Mayweather tekur á móti gulldrengnum Oscar de la Hoya. Sjónvarpsstöðin Sýn sýnir bardagann beint og hefst útsending klukkan eitt í nótt. "Ég er í toppformi og tilbúinn í slaginn," sagði De la Hoya eftir vigtunina í dag. "Ég hlakka mikið til að berjast og get ekki beðið. Ég þarf að vera snjall og þolinmóður í bardaganum," sagði De la Hoya, sem er fjórum pundum þyngri en andstæðingurinn. "Þyngd og frægð vinna ekki bardaga. Hæfileikar vinna bardaga. Mér er alveg sama þó hann sé 25 pundum þyngri en ég - ég mun ganga frá honum. Hann þykist vera rosalega vænn drengur en er í raun er partídýr sem hefur gaman af því að hanga á strípibúllum," sagði Mayweather og segist hlakka til síðasta bardaga síns á ferlinum þar sem hann gæti lokið keppni með 38 sigra og ekkert tap. "Ég vil bara vera venjulegur gaur, ég á tonn af peningum og get nú farið að njóta lífsins," sagði hann. De la Hoya hefur haft orð á því hvað kyndingar andstæðingsins og hroki hafi hjálpað honum í að undirbúa sig fyrir bardagann. "Mayweather þarf á auðmýkt að halda og ég vil gefa honum hana með því að sigra hann. Hann er eins og óþekktarormur sem þarf að tukta til. Hann er auðvitað frábær boxari, en hann hefur ekki þurft að mæta nógu góðum mönnum á ferlinum til að geta kallað sig sannan meistara," sagði De la Hoya.
Box Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Lífsferill íþróttamannsins: Eldur kviknar „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Dagskráin: Stúkan hitar upp fyrir sumarið og úrslitakeppnin í Bónus karla Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Uppgjörið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Styrmir stigahæstur á vellinum Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89 | Valsarar sluppu fyrir horn Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu Sjá meira