Viðskipti erlent

Velta jókst aukast á fasteignamarkaði

Nýbyggingar á höfuðborgarsvæðinu.
Nýbyggingar á höfuðborgarsvæðinu.

Velta og umsvif á fasteignamarkaði jukust nokkuð á höfuðborgarsvæðinu á milli vikna en í vikunni voru 252 kaupsamningar þinglýstir samanborið við 190 samninga í vikunni á undan. Þá nam heildarveltan 6.897 milljónum króna en hún nam 5.165 milljónum í vikunni á undan, samkvæmt útbirtum tölum Fasteignamats ríkisins.

Í vikunni voru 196 samningar gerðir um eignir í fjölbýli, 41 samningur um sérbýli og 15 samningar um annars konar eignir. Meðalupphæð á samning nam 27,4 milljónum króna, sem er 200 þúsund króna hækkun á milli vikna.

Á sama tíma var 17 kaupsamningum þinglýst á Akureyri, sem er einum samningi meira en í vikunni á undan. Þar af voru 13 samningar um eignir í fjölbýli og 4 samningar um sérbýli. Heildarveltan var 274 milljónir króna, sem er nokkur lækkun á milli vikna en fyrir hálfum mánuði nam hún 282 milljónum króna. Meðalupphæð á samning nam 16,1 milljón króna samanborið við 17,6 milljónir í vikunni á undan.

Þá var 18 kaupsamningum þinglýst á Árborgarsvæðinu í vikunni. Það er fimm samningum meira en í vikunni á undan. Þar af voru 4 samningar um eignir í fjölbýli, 11 samningar um sérbýli og 3 samningar um annars konar eignir. Heildarveltan var 365 milljónir króna, sem er talsverð aukning á milli vikna en í vikunni á undan nam hún 235 milljónum. Meðalupphæð á samning nam 20,3 milljónum króna samanborið við 18,1 milljón í vikunni á undan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×