Dregur úr viðskiptahalla Bandaríkjanna 11. september 2007 15:34 Ben Bernanke, seðlabankastjóri Bandaríkjanna. Hann hvetur þjóðir heims til að leggjast á eitt og draga meðvitað úr viðskiptahalla landanna. Mynd/AFP Viðskiptahallinn í Bandaríkjunum nam 59,2 milljörðum bandaríkjadala, jafnvirði 3.849 milljörðum íslenskra króna, í júlí. Þetta er 0,3 prósentustiga minni halli en í mánuðinum á undan, samkvæmt nýbirtum tölum bandaríska viðskiptaráðuneytisins. Ben Bernanke, seðlabankastjóri landsins, segir ríkisstjórnir heimsins verða að leggjast á eitt og draga úr viðskiptahalla landanna. Viðskiptahallinn vestanhafs nú er litlu betri en greinendur höfðu gert ráð fyrir. Miklu munar um aukinn útflutning á matvöru, bílum og öðrum varningi í Bandaríkjunum. Mikil aukning í innflutningi á vörum frá Kína vegur hins vegar á móti. Ben Bernanke, seðlabankastjóri, sagði í ávarpi sínu í dag, að Bandaríkin verði að vinna að því með öðrum þjóðum að draga úr viðskiptahallanum. Einungis þannig muni stöðugleiki nást á fjármálamarkaði, að sögn Bernankes í ræðu hans í Berlín. Þar vísaði hann meðal annars til mikils innflutnings frá Kína til Bandaríkjanna. Það hefur valdið því að viðskiptahalli hefur haldist nokkuð viðvarandi vestanhafs á meðan sjóðir Kínverja fyllast af dölum. Stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa margsinnis reynt að draga úr hallanum, meðal annars með því að fá Kínverja til að sleppa höndinni af gengisstýringu kínverska júansins, að sögn Associated Press. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Viðskiptahallinn í Bandaríkjunum nam 59,2 milljörðum bandaríkjadala, jafnvirði 3.849 milljörðum íslenskra króna, í júlí. Þetta er 0,3 prósentustiga minni halli en í mánuðinum á undan, samkvæmt nýbirtum tölum bandaríska viðskiptaráðuneytisins. Ben Bernanke, seðlabankastjóri landsins, segir ríkisstjórnir heimsins verða að leggjast á eitt og draga úr viðskiptahalla landanna. Viðskiptahallinn vestanhafs nú er litlu betri en greinendur höfðu gert ráð fyrir. Miklu munar um aukinn útflutning á matvöru, bílum og öðrum varningi í Bandaríkjunum. Mikil aukning í innflutningi á vörum frá Kína vegur hins vegar á móti. Ben Bernanke, seðlabankastjóri, sagði í ávarpi sínu í dag, að Bandaríkin verði að vinna að því með öðrum þjóðum að draga úr viðskiptahallanum. Einungis þannig muni stöðugleiki nást á fjármálamarkaði, að sögn Bernankes í ræðu hans í Berlín. Þar vísaði hann meðal annars til mikils innflutnings frá Kína til Bandaríkjanna. Það hefur valdið því að viðskiptahalli hefur haldist nokkuð viðvarandi vestanhafs á meðan sjóðir Kínverja fyllast af dölum. Stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa margsinnis reynt að draga úr hallanum, meðal annars með því að fá Kínverja til að sleppa höndinni af gengisstýringu kínverska júansins, að sögn Associated Press.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira