Auðvelt hjá Arsenal 19. september 2007 20:35 Fabregas fagnar marki sínu fyrir Arsenal í kvöld NordicPhotos/GettyImages Manchester United og Arsenal unnu góða sigra í Meistaradeild Evrópu í kvöld þegar 8 leikir fóru fram í riðlakeppninni. United vann sanngjarnan 1-0 útisigur á Sporting í Lissabon. Arsenal lagði Sevilla 3-0 en Inter tapaði nokkuð óvænt 1-0 fyrir Fenerbahce í Tyrklandi. Það var fyrrum leikmaður Sporting, Cristiano Ronaldo, sem skoraði markið sem skildi að í Portúgal. Markið kom á 62. mínútu en aðstæður til knattspyrnuiðkunar voru ekki sérlega góðar á blautum og lausum vellinum. Ronaldo skoraði sigurmarkið með skalla eftir sendingu frá Wes Brown, en hélt fagnaðarlátum sínum í lágmarki af virðingu við áhorfendur sem hylltu hann áður en hann gekk í raðir Manchester United. Edwin van der Sar hafði þó nóg að gera í marki United og verði í tvígang mjög vel frá Liedson og Tonel. Arsenal-menn tóku Sevilla í kennslustund á Emirates. Cesc Fabregas kom liðinu yfir þegar skot hans hrökk af varnarmanni og í netið. Robin Van Persie bætti við öðru marki á 69. mínútu og það var svo Eduardo da Silva sem gerði út um leikinn með marki í uppbótartíma. Cesc Fabregas var að öðrum ólöstuðum maður leiksins en hann lagði upp tvö mörk í leiknum og skoraði eitt sjálfur. Sevilla-liðið byrjaði leikinn í kvöld ágætlega, en heimamenn voru númeri of stórir með ungt og skemmtilegt lið sitt í kvöld. Rangers vann góðan sigur á Stuttgart í E-riðli. Gomes náði forystu fyrir þýska liðið á 56. mínútu en Adam og Darcheville tryggðu Skotunum sigurinn. Barcelona vann sannfærandi sigur á Lyon í hinum leiknum í riðlinum. Fyrsta markið var sjálfsmark í fyrri hálfleik og þeir Messi og Henry skoruðu tvö mörk á síðustu 8 mínútunum sem tryggðu spænska liðinu sigur. Í F-riðli vann Roma 2-0 sigur á Dynamo Kiev með mörkum frá Perotta og Totti og United lagði Sporting 1-0 á útivelli. Í G-riðli vann PSV góðan 2-1 sigur á CSKA Moskvu. Lazovic og Perez skoruðu fyrir PSV en Vagner Love minnkaði muninn fyrir Rússana í lokin. Þá vann tyrkneska liðið Fenerbahce óvæntan 1-0 sigur á Ítalíumeisturum Inter. Í H-riðlinum vann svo Arsenal öruggan 3-0 sigur á Sevilla og þá vann Slavia Prag 2-1 sigur á Steua Búkarest. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira
Manchester United og Arsenal unnu góða sigra í Meistaradeild Evrópu í kvöld þegar 8 leikir fóru fram í riðlakeppninni. United vann sanngjarnan 1-0 útisigur á Sporting í Lissabon. Arsenal lagði Sevilla 3-0 en Inter tapaði nokkuð óvænt 1-0 fyrir Fenerbahce í Tyrklandi. Það var fyrrum leikmaður Sporting, Cristiano Ronaldo, sem skoraði markið sem skildi að í Portúgal. Markið kom á 62. mínútu en aðstæður til knattspyrnuiðkunar voru ekki sérlega góðar á blautum og lausum vellinum. Ronaldo skoraði sigurmarkið með skalla eftir sendingu frá Wes Brown, en hélt fagnaðarlátum sínum í lágmarki af virðingu við áhorfendur sem hylltu hann áður en hann gekk í raðir Manchester United. Edwin van der Sar hafði þó nóg að gera í marki United og verði í tvígang mjög vel frá Liedson og Tonel. Arsenal-menn tóku Sevilla í kennslustund á Emirates. Cesc Fabregas kom liðinu yfir þegar skot hans hrökk af varnarmanni og í netið. Robin Van Persie bætti við öðru marki á 69. mínútu og það var svo Eduardo da Silva sem gerði út um leikinn með marki í uppbótartíma. Cesc Fabregas var að öðrum ólöstuðum maður leiksins en hann lagði upp tvö mörk í leiknum og skoraði eitt sjálfur. Sevilla-liðið byrjaði leikinn í kvöld ágætlega, en heimamenn voru númeri of stórir með ungt og skemmtilegt lið sitt í kvöld. Rangers vann góðan sigur á Stuttgart í E-riðli. Gomes náði forystu fyrir þýska liðið á 56. mínútu en Adam og Darcheville tryggðu Skotunum sigurinn. Barcelona vann sannfærandi sigur á Lyon í hinum leiknum í riðlinum. Fyrsta markið var sjálfsmark í fyrri hálfleik og þeir Messi og Henry skoruðu tvö mörk á síðustu 8 mínútunum sem tryggðu spænska liðinu sigur. Í F-riðli vann Roma 2-0 sigur á Dynamo Kiev með mörkum frá Perotta og Totti og United lagði Sporting 1-0 á útivelli. Í G-riðli vann PSV góðan 2-1 sigur á CSKA Moskvu. Lazovic og Perez skoruðu fyrir PSV en Vagner Love minnkaði muninn fyrir Rússana í lokin. Þá vann tyrkneska liðið Fenerbahce óvæntan 1-0 sigur á Ítalíumeisturum Inter. Í H-riðlinum vann svo Arsenal öruggan 3-0 sigur á Sevilla og þá vann Slavia Prag 2-1 sigur á Steua Búkarest.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira