Northern Rock hafnaði milljarðaláni 21. september 2007 09:33 Biðröð fyrir utan eitt útibúa Northern Rock í Bretlandi í vikunni. Mynd/AFP Stjórnendum breska fasteignalánafyrirtækisins Northern Rock bauðst að fá lán upp á hálfan milljarð punda, jafnvirði 63,5 milljarða íslenskra króna, frá bandaríska fjárfestingabankanum JPMorgan seint í júlí. Þeir tóku því ekki. Bankinn greindi frá því fyrir viku að hann hefði tryggt sér neyðarlán frá Englandsbanka, sem jafnframt er bakhjarl fyrirtækisins, vegna hræringa á fjármálamörkuðum sem gæti valdið lausafjárskorti hjá fasteignalánafyrirtækinu, sem er eitt þeirra stærstu í Bretlandi. Gengi bréfa í Northern Rock hefur verið í frjálsu falli síðan á föstudag fyrir viku og hefur um 80 prósent af markaðsvirði þess gufað upp. Fjöldi viðskiptavina fyrirtækisins hefur tekið út rúmlega tvo milljarða punda, tæpa 300 milljarða króna, af innlánsreikningum sínum. Stjórnendur bankans og aðrir ráðamenn í Bretlandi hafa hins vegar ítrekað sagt, að bankinn glími ekki við lausafjárskort og sé neyðarlán Englandsbanka einungis formsatriði. Breska dagblaðið Daily Telegraph bendir á það í dag að hefðu stjórnendur bankans samþykkt að taka láni JPMorgan væru litlar líkur á að bankinn væri í þeirri slæmu stöðu sem hann er í dag. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Viðskipti innlent Þorbirna og Ævar til Pálsson Viðskipti innlent Tuttugu manns sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Fleiri fréttir Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Stjórnendum breska fasteignalánafyrirtækisins Northern Rock bauðst að fá lán upp á hálfan milljarð punda, jafnvirði 63,5 milljarða íslenskra króna, frá bandaríska fjárfestingabankanum JPMorgan seint í júlí. Þeir tóku því ekki. Bankinn greindi frá því fyrir viku að hann hefði tryggt sér neyðarlán frá Englandsbanka, sem jafnframt er bakhjarl fyrirtækisins, vegna hræringa á fjármálamörkuðum sem gæti valdið lausafjárskorti hjá fasteignalánafyrirtækinu, sem er eitt þeirra stærstu í Bretlandi. Gengi bréfa í Northern Rock hefur verið í frjálsu falli síðan á föstudag fyrir viku og hefur um 80 prósent af markaðsvirði þess gufað upp. Fjöldi viðskiptavina fyrirtækisins hefur tekið út rúmlega tvo milljarða punda, tæpa 300 milljarða króna, af innlánsreikningum sínum. Stjórnendur bankans og aðrir ráðamenn í Bretlandi hafa hins vegar ítrekað sagt, að bankinn glími ekki við lausafjárskort og sé neyðarlán Englandsbanka einungis formsatriði. Breska dagblaðið Daily Telegraph bendir á það í dag að hefðu stjórnendur bankans samþykkt að taka láni JPMorgan væru litlar líkur á að bankinn væri í þeirri slæmu stöðu sem hann er í dag.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Viðskipti innlent Þorbirna og Ævar til Pálsson Viðskipti innlent Tuttugu manns sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Fleiri fréttir Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira