Fótbolti

Stuðningsmaður Celtic í lífstíðarbann

Frækinn sigur Celtic í gær gæti átt eftir að hafa leiðinleg eftirmál
Frækinn sigur Celtic í gær gæti átt eftir að hafa leiðinleg eftirmál NordicPhotos/GettyImages

27 ára gamall stuðningsmaður Glasgow Celtic var í dag dæmdur í lífstíðarbann frá leikjum liðsins eftir að hann réðist inn á völlinn í leik liðsins gegn AC Milan í Meistaradeildinni í gær og sló til markvarðar ítalska liðsins.

Maðurinn er enn í gæsluvarðhaldi í Glasgow og vel má vera að glórulaus hegðun hans eigi eftir að kosta skoska liðið harðar refsingar í keppninni. Maðurinn sló Dida markvörð Milan utanundir þegar skammt lifði leiks og þó atvikið sé vissulega alvarlegt - hefur stjórnarformaður Celtic gagnrýnt markvörðinn fyrir að gera meira út atvikinu en nauðsyn var.

"Ég er ekki að afsaka gjörðir mannsins sem hljóp inn á völlinn - fjarri því - en stælarnir í Dida verða líka að vera teknir með í reikninginn. Þetta var nú ekki mikið högg sem hann fékk," sagði Brian Quinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×