Viðskipti erlent

Óttast að dregið geti úr hagvexti

Dominique Strauss-Kahn, framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.
Dominique Strauss-Kahn, framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Mynd/AFP

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segir hagvöxt geta orðið minni á heimsvísu á næsta ári vegna lausafjárkrísunnar á fjármálamörkuðum. Sjóðurinn setur hins vegar fyrirvara við spá sína og tekur fram að nægar vísbendingar séu uppi um að hagkerfið geti hrist óróleikann á fjármálamörkuðum frá í enda sumars af sér.

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn spáði því áður að meðalhagvöxtur á heimsvísu myndi verða 5,2 prósent en telur nú, í endurskoðaðri spá sinni, að hann verði 0,2 prósentustigum minni og fari jafnvel undir fimm prósent.

Sjóðurinn gefur út endurskoðaða hagspá sína fyrir helstu hagkerfi heimsins í næstu viku en fjallað verður um hana eftir tæpan hálfan hálfan mánuð.

Gert er ráð fyrir að hagvöxtur í Bandaríkjunum verði fyrir mestum skakkaföllum vegna þessa, að sögn sjóðsins.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×