Teymi kaupir Landsteina Streng 11. október 2007 09:26 Árni Pétur Jónsson, forstjóri Teymis, sem hefur keypt Landsteina Streng og HugAx auk þess að selda 80 prósenta hlut sinn í Hands Holding. Teymi hefur keypt allt hlutafé í Landsteinum Streng ehf. og Hugi Ax ehf. Á sama tíma hefur félagið selt rúman 80 prósenta hlut sinn í Hands Holding hf. Kaupverð beggja félaga er greitt með eignarhlut í Hand Holding, lánsfé og yfirteknum skuldum fyrir 2,16 milljarða króna og tæpum 1,3 milljörðum í handbæru fé. Áætluð velta Landsteina Strengs og Hugar Ax nemur samtals um 2,3 milljörðum króna og áætlaður rekstrarhagnaður fyrir gjöld nemi um 350 milljónum króna á árinu. Hjá félögunum starfa um 200 manns. Landsteinar Strengur og Hugur Ax verða hluti af samstæðureikningi Teymis hf. frá 1. október síðastliðnum, að því er segir í tilkynningu frá Teymi. Þar segir ennfremur að Teymi hafi átt 48,7 prósenta eignarhlut í Hands Holding fyrir viðskiptin en heldur eftir 14,5 prósentum en bókfært virði hans nemur 101 milljón króna. Gjaldfærsla hjá Teymi vegna Hands Holding hf. nemi 1,1 milljarði króna á þriðja ársfjórðungi og muni ábyrgðir á skuldum Hands Holding lækka úr 7,5 milljjörðum í 2,7 milljarða. Samhliða þessum viðskiptum selur Hands Holding einnig aðrar rekstrareiningar en eftir þau viðskipti nema vaxtaberandi skuldir félagsins að frádregnu handbæru fé um þremur milljörðum króna. Í Hands Holding standa þá eftir Kerfi í Danmörku og Svíþjóð, Hands í Noregi, SCS í Bandaríkjunum og Aston Baltic í Lettlandi. Unnið er að endurfjármögnun Hands Holding. Viðskiptin koma inn í afkomutölur Teymis á þriðja ársfjórðungi sem kynntar verða á næstu dögum og valda því að vaxtaberandi skuldir að frádregnu handbæru fé hækka úr 16,1 milljarði í 19,5 milljarða og verður eiginfjárhlutfall 26 prósent í stað 30 prósenta áður. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Teymi hefur keypt allt hlutafé í Landsteinum Streng ehf. og Hugi Ax ehf. Á sama tíma hefur félagið selt rúman 80 prósenta hlut sinn í Hands Holding hf. Kaupverð beggja félaga er greitt með eignarhlut í Hand Holding, lánsfé og yfirteknum skuldum fyrir 2,16 milljarða króna og tæpum 1,3 milljörðum í handbæru fé. Áætluð velta Landsteina Strengs og Hugar Ax nemur samtals um 2,3 milljörðum króna og áætlaður rekstrarhagnaður fyrir gjöld nemi um 350 milljónum króna á árinu. Hjá félögunum starfa um 200 manns. Landsteinar Strengur og Hugur Ax verða hluti af samstæðureikningi Teymis hf. frá 1. október síðastliðnum, að því er segir í tilkynningu frá Teymi. Þar segir ennfremur að Teymi hafi átt 48,7 prósenta eignarhlut í Hands Holding fyrir viðskiptin en heldur eftir 14,5 prósentum en bókfært virði hans nemur 101 milljón króna. Gjaldfærsla hjá Teymi vegna Hands Holding hf. nemi 1,1 milljarði króna á þriðja ársfjórðungi og muni ábyrgðir á skuldum Hands Holding lækka úr 7,5 milljjörðum í 2,7 milljarða. Samhliða þessum viðskiptum selur Hands Holding einnig aðrar rekstrareiningar en eftir þau viðskipti nema vaxtaberandi skuldir félagsins að frádregnu handbæru fé um þremur milljörðum króna. Í Hands Holding standa þá eftir Kerfi í Danmörku og Svíþjóð, Hands í Noregi, SCS í Bandaríkjunum og Aston Baltic í Lettlandi. Unnið er að endurfjármögnun Hands Holding. Viðskiptin koma inn í afkomutölur Teymis á þriðja ársfjórðungi sem kynntar verða á næstu dögum og valda því að vaxtaberandi skuldir að frádregnu handbæru fé hækka úr 16,1 milljarði í 19,5 milljarða og verður eiginfjárhlutfall 26 prósent í stað 30 prósenta áður.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira