Á Ísland að taka upp evru? Björgvin Guðmundsson skrifar 16. október 2007 12:33 Spurningin um evruna blossar upp reglulegs hér á landi. Undanfarið hefur þessi umræða verið óvenju sterk. Ástæðan er m.a. sú, að stór íslensk atvinnufyriurtæki hafa ákveðið að skrá hlutabréf sín í evrum og ákveðin fyrirtæki gera upp í evrum. Viðskiptaráðherra, Björgvin G.Sigurðsson, hefur látið orð falla, sem eru túlkuð svo, að hann sé hlynntur upptöku evru eftir ákveðinn aðlögunartíma en hann hefur tekið skýrt fram, að það þýði jafnframt aðild að Evrópusambandinu. Forsætisráðherra telur hins vegar ekki ástæðu til þess að taka upp evruna.Evra þýðir aðild að ESB Þess misskilning hefur gætt í umræðum um evruna, að margir telja, að unnt sé að taka upp evru án þess að ganga í Evrópusambandið.En það er misskilningur. Ef við tökum upp evru verðum við að ganga í Evrópusambandið. Noregur reyndi fyrir nokkrum árum að fá undanþágu í þessum efnum hjá Evrópusambandinu en það tókst ekki. Beiðni Noregs var algerlega synjað. Bondevik var þá forsætisráðherra Noregs og fór til Brussel til viðræðna við Evrópusambandið. En hann fór erindisleysu. Erindi hans var hafnað.EES tryggir frelsin fjögur Það er því ljóst, að spurningin um upptöku evru er jafnframt spurning um aðild að Evrópusambandinu (ESB).Það er því eðlilegt, að umræðan fari fram á þeim grundvelli.Á Ísland að ganga í Evrópusambandið? Og hvaða breytingar hefði það í för með sér fyrir Ísland? Íslands er aðili af Evrópska efnahagssvæðinu (EES) Það þýðir að Ísland er í fríverslunarsamstarfi við Evrópusamstarfið. Innbyrðis tollar á iðnaðarvörum hafa verið felldir niður og að mestu leyti einnig á sjávarafurðum.Ísland er hins vegar ekki aðili að tollabandalagi ESB.Auk frjálrsra vöruviðskipta felur aðildin að EES í sér frjálst flæði fjármagns, vinnuafls og þjónustu. Aðildin að EES þýðir það, að Ísland samþykkir mikinn meiriluta af öllum tilskipunum ESB. En hvað vantar þá upp á? Hvað mundi vinnast við aðild að ESB? Jú það vantar aðild að stjórn og þingi ESB. Ef Ísland gengi í ESB fengi það aðild að stjórn þess. Sumir segja,að Ísland hefði aldrei sem smáríki sömu áhrif og stóru ríkin í því efni. En skiptar skoðanir eru um það atriði. Margir telja,að Ísland gæti haft mikil áhrif. Aðild að ESB þýddi aðild að tollabandalaginu.Ísland yrði sem sagt að breya tollum sínum gagnvart þriðja ríki, þ.e. samræma sína tolla ytri tollum ESB.Sjávarútvegsstefnan er hindrunin Það sem stendur mest í Íslendingum er að samþykkja sjávarútvegsstefnu ESB. Ísland yrði við aðild að ESB að lúta því að framkvæmastjórn ESB mundi ákveða hvaða fiskveiðikvóta Ísland fengi.og hverjir aðrir fengju að veiða við Ísland. Þetta stendur eðlilega mjög í Íslendingum. Sumir segia, að Ísland gæti fengið undanþágu frá þessu ákvæði hjá ESB og benda í því sambandi á, að fengist hafi undanþágur frá landbúnaðarákvæðum ESB fyrir afskekktar byggðir sem átt hafi i erfiðleikum með landbúnaðarframleiðslu. Gallinn er aðeins sá varðandi undanþágur fyrir Ísland, að sjávarútvegur á Íslandi gengur vel.Einnig er bent á,að Ísland mundi fá nær alla kvóta við Ísland þar eð Ísland þekkti þar best til. En ekkert er öruggt í þeim efnum og ekki unnt að fá nein svör fyrirfram.Fylgi við ESB eykst Skoðanakannanir leiða í ljós,að fylgi eykst hjá þjóðinni við aðild að ESB og upptöku evru.Meirihluti landsmanna vill taka upp evru og tæpur meirihluti vill ganga í ESB. Eini stjórnmálaflokkurinn sem hefur það á stefnuskrá sinni að ganga í ESB er Samfylkingin. Hún vill skilgreina samningsmarkmið í samningum við ESB og leggja málið undir dóm þjóðarinnar í þjóðaratkvæði áður en endanleg ákvörðun yrði tekin um aðild að sambandinu.Ég hefi verið þeirrar skoðunar, að forsenda fyrir aðild Íslands að ESB væri sú, að Ísland héldi yfirráðum yfir fiskimiðunum og sjávarútvegi sínum. Ég er enn þeirrar skoðunar. En mikilvægi sjávarútvegs í þjóðarframleiðslu Íslands fer minnkandi og aðrar greinar sækja fram svo sem þjónusta og iðnaður, þar á meðal stóriðnaður.Það getur því komið að því með sömu þróun,að hagsmunir annarra greina en sjávarútvegs verði að sitja í fyrirrúmi þegar afstaðan til ESB verður endanlega ákveðin. Björgvin Guðmundsson Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun Berir rassar í Tsjernóbíl Sif Sigmarsdóttir Skoðun Örsögur um Ísland á þjóðvegi 95 Sif Sigmarsdóttir Bakþankar Um vanda stúlkna í skólum Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ofbeldi eyðileggur góða skemmtun Guðfinnur Sigurvinsson Skoðun Fyrir börnin í borginni Hildur Björnsdóttir Skoðun Hvernig er að eldast sem slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður? Magnús Smári Smárason Skoðun „Betri vinnutími“ Bjarni Jónsson Skoðun Bréf til Kára Aríel Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Spurningin um evruna blossar upp reglulegs hér á landi. Undanfarið hefur þessi umræða verið óvenju sterk. Ástæðan er m.a. sú, að stór íslensk atvinnufyriurtæki hafa ákveðið að skrá hlutabréf sín í evrum og ákveðin fyrirtæki gera upp í evrum. Viðskiptaráðherra, Björgvin G.Sigurðsson, hefur látið orð falla, sem eru túlkuð svo, að hann sé hlynntur upptöku evru eftir ákveðinn aðlögunartíma en hann hefur tekið skýrt fram, að það þýði jafnframt aðild að Evrópusambandinu. Forsætisráðherra telur hins vegar ekki ástæðu til þess að taka upp evruna.Evra þýðir aðild að ESB Þess misskilning hefur gætt í umræðum um evruna, að margir telja, að unnt sé að taka upp evru án þess að ganga í Evrópusambandið.En það er misskilningur. Ef við tökum upp evru verðum við að ganga í Evrópusambandið. Noregur reyndi fyrir nokkrum árum að fá undanþágu í þessum efnum hjá Evrópusambandinu en það tókst ekki. Beiðni Noregs var algerlega synjað. Bondevik var þá forsætisráðherra Noregs og fór til Brussel til viðræðna við Evrópusambandið. En hann fór erindisleysu. Erindi hans var hafnað.EES tryggir frelsin fjögur Það er því ljóst, að spurningin um upptöku evru er jafnframt spurning um aðild að Evrópusambandinu (ESB).Það er því eðlilegt, að umræðan fari fram á þeim grundvelli.Á Ísland að ganga í Evrópusambandið? Og hvaða breytingar hefði það í för með sér fyrir Ísland? Íslands er aðili af Evrópska efnahagssvæðinu (EES) Það þýðir að Ísland er í fríverslunarsamstarfi við Evrópusamstarfið. Innbyrðis tollar á iðnaðarvörum hafa verið felldir niður og að mestu leyti einnig á sjávarafurðum.Ísland er hins vegar ekki aðili að tollabandalagi ESB.Auk frjálrsra vöruviðskipta felur aðildin að EES í sér frjálst flæði fjármagns, vinnuafls og þjónustu. Aðildin að EES þýðir það, að Ísland samþykkir mikinn meiriluta af öllum tilskipunum ESB. En hvað vantar þá upp á? Hvað mundi vinnast við aðild að ESB? Jú það vantar aðild að stjórn og þingi ESB. Ef Ísland gengi í ESB fengi það aðild að stjórn þess. Sumir segja,að Ísland hefði aldrei sem smáríki sömu áhrif og stóru ríkin í því efni. En skiptar skoðanir eru um það atriði. Margir telja,að Ísland gæti haft mikil áhrif. Aðild að ESB þýddi aðild að tollabandalaginu.Ísland yrði sem sagt að breya tollum sínum gagnvart þriðja ríki, þ.e. samræma sína tolla ytri tollum ESB.Sjávarútvegsstefnan er hindrunin Það sem stendur mest í Íslendingum er að samþykkja sjávarútvegsstefnu ESB. Ísland yrði við aðild að ESB að lúta því að framkvæmastjórn ESB mundi ákveða hvaða fiskveiðikvóta Ísland fengi.og hverjir aðrir fengju að veiða við Ísland. Þetta stendur eðlilega mjög í Íslendingum. Sumir segia, að Ísland gæti fengið undanþágu frá þessu ákvæði hjá ESB og benda í því sambandi á, að fengist hafi undanþágur frá landbúnaðarákvæðum ESB fyrir afskekktar byggðir sem átt hafi i erfiðleikum með landbúnaðarframleiðslu. Gallinn er aðeins sá varðandi undanþágur fyrir Ísland, að sjávarútvegur á Íslandi gengur vel.Einnig er bent á,að Ísland mundi fá nær alla kvóta við Ísland þar eð Ísland þekkti þar best til. En ekkert er öruggt í þeim efnum og ekki unnt að fá nein svör fyrirfram.Fylgi við ESB eykst Skoðanakannanir leiða í ljós,að fylgi eykst hjá þjóðinni við aðild að ESB og upptöku evru.Meirihluti landsmanna vill taka upp evru og tæpur meirihluti vill ganga í ESB. Eini stjórnmálaflokkurinn sem hefur það á stefnuskrá sinni að ganga í ESB er Samfylkingin. Hún vill skilgreina samningsmarkmið í samningum við ESB og leggja málið undir dóm þjóðarinnar í þjóðaratkvæði áður en endanleg ákvörðun yrði tekin um aðild að sambandinu.Ég hefi verið þeirrar skoðunar, að forsenda fyrir aðild Íslands að ESB væri sú, að Ísland héldi yfirráðum yfir fiskimiðunum og sjávarútvegi sínum. Ég er enn þeirrar skoðunar. En mikilvægi sjávarútvegs í þjóðarframleiðslu Íslands fer minnkandi og aðrar greinar sækja fram svo sem þjónusta og iðnaður, þar á meðal stóriðnaður.Það getur því komið að því með sömu þróun,að hagsmunir annarra greina en sjávarútvegs verði að sitja í fyrirrúmi þegar afstaðan til ESB verður endanlega ákveðin. Björgvin Guðmundsson
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun