Á Ísland að taka upp evru? Björgvin Guðmundsson skrifar 16. október 2007 12:33 Spurningin um evruna blossar upp reglulegs hér á landi. Undanfarið hefur þessi umræða verið óvenju sterk. Ástæðan er m.a. sú, að stór íslensk atvinnufyriurtæki hafa ákveðið að skrá hlutabréf sín í evrum og ákveðin fyrirtæki gera upp í evrum. Viðskiptaráðherra, Björgvin G.Sigurðsson, hefur látið orð falla, sem eru túlkuð svo, að hann sé hlynntur upptöku evru eftir ákveðinn aðlögunartíma en hann hefur tekið skýrt fram, að það þýði jafnframt aðild að Evrópusambandinu. Forsætisráðherra telur hins vegar ekki ástæðu til þess að taka upp evruna.Evra þýðir aðild að ESB Þess misskilning hefur gætt í umræðum um evruna, að margir telja, að unnt sé að taka upp evru án þess að ganga í Evrópusambandið.En það er misskilningur. Ef við tökum upp evru verðum við að ganga í Evrópusambandið. Noregur reyndi fyrir nokkrum árum að fá undanþágu í þessum efnum hjá Evrópusambandinu en það tókst ekki. Beiðni Noregs var algerlega synjað. Bondevik var þá forsætisráðherra Noregs og fór til Brussel til viðræðna við Evrópusambandið. En hann fór erindisleysu. Erindi hans var hafnað.EES tryggir frelsin fjögur Það er því ljóst, að spurningin um upptöku evru er jafnframt spurning um aðild að Evrópusambandinu (ESB).Það er því eðlilegt, að umræðan fari fram á þeim grundvelli.Á Ísland að ganga í Evrópusambandið? Og hvaða breytingar hefði það í för með sér fyrir Ísland? Íslands er aðili af Evrópska efnahagssvæðinu (EES) Það þýðir að Ísland er í fríverslunarsamstarfi við Evrópusamstarfið. Innbyrðis tollar á iðnaðarvörum hafa verið felldir niður og að mestu leyti einnig á sjávarafurðum.Ísland er hins vegar ekki aðili að tollabandalagi ESB.Auk frjálrsra vöruviðskipta felur aðildin að EES í sér frjálst flæði fjármagns, vinnuafls og þjónustu. Aðildin að EES þýðir það, að Ísland samþykkir mikinn meiriluta af öllum tilskipunum ESB. En hvað vantar þá upp á? Hvað mundi vinnast við aðild að ESB? Jú það vantar aðild að stjórn og þingi ESB. Ef Ísland gengi í ESB fengi það aðild að stjórn þess. Sumir segja,að Ísland hefði aldrei sem smáríki sömu áhrif og stóru ríkin í því efni. En skiptar skoðanir eru um það atriði. Margir telja,að Ísland gæti haft mikil áhrif. Aðild að ESB þýddi aðild að tollabandalaginu.Ísland yrði sem sagt að breya tollum sínum gagnvart þriðja ríki, þ.e. samræma sína tolla ytri tollum ESB.Sjávarútvegsstefnan er hindrunin Það sem stendur mest í Íslendingum er að samþykkja sjávarútvegsstefnu ESB. Ísland yrði við aðild að ESB að lúta því að framkvæmastjórn ESB mundi ákveða hvaða fiskveiðikvóta Ísland fengi.og hverjir aðrir fengju að veiða við Ísland. Þetta stendur eðlilega mjög í Íslendingum. Sumir segia, að Ísland gæti fengið undanþágu frá þessu ákvæði hjá ESB og benda í því sambandi á, að fengist hafi undanþágur frá landbúnaðarákvæðum ESB fyrir afskekktar byggðir sem átt hafi i erfiðleikum með landbúnaðarframleiðslu. Gallinn er aðeins sá varðandi undanþágur fyrir Ísland, að sjávarútvegur á Íslandi gengur vel.Einnig er bent á,að Ísland mundi fá nær alla kvóta við Ísland þar eð Ísland þekkti þar best til. En ekkert er öruggt í þeim efnum og ekki unnt að fá nein svör fyrirfram.Fylgi við ESB eykst Skoðanakannanir leiða í ljós,að fylgi eykst hjá þjóðinni við aðild að ESB og upptöku evru.Meirihluti landsmanna vill taka upp evru og tæpur meirihluti vill ganga í ESB. Eini stjórnmálaflokkurinn sem hefur það á stefnuskrá sinni að ganga í ESB er Samfylkingin. Hún vill skilgreina samningsmarkmið í samningum við ESB og leggja málið undir dóm þjóðarinnar í þjóðaratkvæði áður en endanleg ákvörðun yrði tekin um aðild að sambandinu.Ég hefi verið þeirrar skoðunar, að forsenda fyrir aðild Íslands að ESB væri sú, að Ísland héldi yfirráðum yfir fiskimiðunum og sjávarútvegi sínum. Ég er enn þeirrar skoðunar. En mikilvægi sjávarútvegs í þjóðarframleiðslu Íslands fer minnkandi og aðrar greinar sækja fram svo sem þjónusta og iðnaður, þar á meðal stóriðnaður.Það getur því komið að því með sömu þróun,að hagsmunir annarra greina en sjávarútvegs verði að sitja í fyrirrúmi þegar afstaðan til ESB verður endanlega ákveðin. Björgvin Guðmundsson Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Sjá meira
Spurningin um evruna blossar upp reglulegs hér á landi. Undanfarið hefur þessi umræða verið óvenju sterk. Ástæðan er m.a. sú, að stór íslensk atvinnufyriurtæki hafa ákveðið að skrá hlutabréf sín í evrum og ákveðin fyrirtæki gera upp í evrum. Viðskiptaráðherra, Björgvin G.Sigurðsson, hefur látið orð falla, sem eru túlkuð svo, að hann sé hlynntur upptöku evru eftir ákveðinn aðlögunartíma en hann hefur tekið skýrt fram, að það þýði jafnframt aðild að Evrópusambandinu. Forsætisráðherra telur hins vegar ekki ástæðu til þess að taka upp evruna.Evra þýðir aðild að ESB Þess misskilning hefur gætt í umræðum um evruna, að margir telja, að unnt sé að taka upp evru án þess að ganga í Evrópusambandið.En það er misskilningur. Ef við tökum upp evru verðum við að ganga í Evrópusambandið. Noregur reyndi fyrir nokkrum árum að fá undanþágu í þessum efnum hjá Evrópusambandinu en það tókst ekki. Beiðni Noregs var algerlega synjað. Bondevik var þá forsætisráðherra Noregs og fór til Brussel til viðræðna við Evrópusambandið. En hann fór erindisleysu. Erindi hans var hafnað.EES tryggir frelsin fjögur Það er því ljóst, að spurningin um upptöku evru er jafnframt spurning um aðild að Evrópusambandinu (ESB).Það er því eðlilegt, að umræðan fari fram á þeim grundvelli.Á Ísland að ganga í Evrópusambandið? Og hvaða breytingar hefði það í för með sér fyrir Ísland? Íslands er aðili af Evrópska efnahagssvæðinu (EES) Það þýðir að Ísland er í fríverslunarsamstarfi við Evrópusamstarfið. Innbyrðis tollar á iðnaðarvörum hafa verið felldir niður og að mestu leyti einnig á sjávarafurðum.Ísland er hins vegar ekki aðili að tollabandalagi ESB.Auk frjálrsra vöruviðskipta felur aðildin að EES í sér frjálst flæði fjármagns, vinnuafls og þjónustu. Aðildin að EES þýðir það, að Ísland samþykkir mikinn meiriluta af öllum tilskipunum ESB. En hvað vantar þá upp á? Hvað mundi vinnast við aðild að ESB? Jú það vantar aðild að stjórn og þingi ESB. Ef Ísland gengi í ESB fengi það aðild að stjórn þess. Sumir segja,að Ísland hefði aldrei sem smáríki sömu áhrif og stóru ríkin í því efni. En skiptar skoðanir eru um það atriði. Margir telja,að Ísland gæti haft mikil áhrif. Aðild að ESB þýddi aðild að tollabandalaginu.Ísland yrði sem sagt að breya tollum sínum gagnvart þriðja ríki, þ.e. samræma sína tolla ytri tollum ESB.Sjávarútvegsstefnan er hindrunin Það sem stendur mest í Íslendingum er að samþykkja sjávarútvegsstefnu ESB. Ísland yrði við aðild að ESB að lúta því að framkvæmastjórn ESB mundi ákveða hvaða fiskveiðikvóta Ísland fengi.og hverjir aðrir fengju að veiða við Ísland. Þetta stendur eðlilega mjög í Íslendingum. Sumir segia, að Ísland gæti fengið undanþágu frá þessu ákvæði hjá ESB og benda í því sambandi á, að fengist hafi undanþágur frá landbúnaðarákvæðum ESB fyrir afskekktar byggðir sem átt hafi i erfiðleikum með landbúnaðarframleiðslu. Gallinn er aðeins sá varðandi undanþágur fyrir Ísland, að sjávarútvegur á Íslandi gengur vel.Einnig er bent á,að Ísland mundi fá nær alla kvóta við Ísland þar eð Ísland þekkti þar best til. En ekkert er öruggt í þeim efnum og ekki unnt að fá nein svör fyrirfram.Fylgi við ESB eykst Skoðanakannanir leiða í ljós,að fylgi eykst hjá þjóðinni við aðild að ESB og upptöku evru.Meirihluti landsmanna vill taka upp evru og tæpur meirihluti vill ganga í ESB. Eini stjórnmálaflokkurinn sem hefur það á stefnuskrá sinni að ganga í ESB er Samfylkingin. Hún vill skilgreina samningsmarkmið í samningum við ESB og leggja málið undir dóm þjóðarinnar í þjóðaratkvæði áður en endanleg ákvörðun yrði tekin um aðild að sambandinu.Ég hefi verið þeirrar skoðunar, að forsenda fyrir aðild Íslands að ESB væri sú, að Ísland héldi yfirráðum yfir fiskimiðunum og sjávarútvegi sínum. Ég er enn þeirrar skoðunar. En mikilvægi sjávarútvegs í þjóðarframleiðslu Íslands fer minnkandi og aðrar greinar sækja fram svo sem þjónusta og iðnaður, þar á meðal stóriðnaður.Það getur því komið að því með sömu þróun,að hagsmunir annarra greina en sjávarútvegs verði að sitja í fyrirrúmi þegar afstaðan til ESB verður endanlega ákveðin. Björgvin Guðmundsson
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun