Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar 10. október 2025 08:45 Skipulag leikskóla hefur verið mikið í umræðunni að undanförnu og sitt sýnist hverjum um hvaða leið sé best að fara. Sveitarfélög leita að réttu formúlunni til að samræma hagsmuni barna, starfsmanna og foreldra. Misjafnlega vel gengur að manna leikskólana og keppast sveitarfélögin um að ná í það fagfólk sem er á vinnumarkaði. Afleiðingin er sú að í sumum sveitarfélögum reynist erfitt að innrita börn á tilsettum tíma. Leikskólapláss vantar víða og stytting vinnuvikunnar ásamt auknum undirbúningstíma hefur jafnframt skapað áskoranir í rekstri leikskólanna. Vandi sveitarfélaganna er því margþættur og kemur að lokum niður á foreldrum ungra barna. Sum sveitarfélög hafa reynt að bregðast við með því að biðja foreldra um að stytta vistunartíma barna sinna og loka leikskólum fyrr. Ekki hafa allir það bakland sem þarf til að stytta vistunartímann en ýmsar ástæður kunna að liggja að baki því að foreldrar þurfa á 8 tíma vistun að halda. Hagsmunir barnafjölskyldna hafðir í forgrunni í Hafnarfirði Í Hafnarfirði hafa verið gerðar viðamiklar breytingar á skipulagi leikskólanna þar sem hagsmunir bæði hafnfirskra fjölskyldna og starfsmanna voru hafðir að leiðarljósi. Starfsemi leikskólanna er í dag tvíþætt. Markvisst faglegt starf fer fram milli kl. 9–15 en frjáls leikur er milli kl. 7:30–9 og eftir kl. 15. Leikskóladagatalið er 180 dagar líkt og í grunnskólum, en aðrir dagar eru sérstakir skráningardagar. Með breyttum dvalartíma skapast svigrúm fyrir fjölskyldur til að sníða leikskóladvöl barna að eigin þörfum og meiri fyrirsjáanleiki fæst við mönnun leikskólanna. Með breytilegum vistunartíma greiða fjölskyldur einungis fyrir þann tíma sem nýttur er og geta því lækkað útgjöld sín verulega. Leikskólagjöld lækkuðu í takt við sveigjanlegri vistun og 6 tíma dvöl er nú mun ódýrari en 7–8 tímar. Vistun fyrir 8 tíma hækkaði þó ekki frá því sem var fyrir breytinguna. Þetta var gert til að tryggja að gjaldskrárbreytingin yrði ekki íþyngjandi fyrir efnaminni fjölskyldur sem vegna vinnu sinnar hafa ekki tök á að stytta vistun barna sinna. Markmiðið er meðal annars að gefa ungum foreldrum í námi eða í fæðingarorlofi, sem og þeim sem starfa í skertu starfshlutfalli, færi á að lækka útgjöld sín verulega og stytta vinnudag leikskólabarnsins. Áskoranir í leikskólastarfi Leikskólinn er fyrsta skólastigið í menntakerfinu sem leggur grunn að menntun barna okkar. Þar læra börn í gegnum leik, sem er þeirra námsleið og lykiltæki leikskólakennara til að efla þekkingu, færni og sköpunargleði. Með leiknum öðlast börn reynslu sem styrkir félagsfærni, málþroska og sjálfstæði. Leikskólinn gegnir einnig lykilhlutverki sem félagslegt jöfnunartæki þar sem öll börn, óháð bakgrunni, fá jöfn tækifæri til náms og þátttöku. Hann veitir börnum öruggt umhverfi þar sem þau geta þroskast á eigin forsendum og fengið stuðning við að byggja upp jákvæða sjálfsmynd. Að sama skapi er leikskólinn mikilvægur bakhjarl fjölskyldna og samfélagsins alls, hann styður foreldra í daglegu lífi og atvinnuþátttöku og styrkir þannig jafnvægi milli fjölskyldu- og atvinnulífs. Hlutfalli leikskólakennara hefur farið lækkandi og er það ein af stærri áskorunum sem sveitarfélög standa frammi fyrir. Lenging náms hefur að mati margra, haft áhrif á fjölda þeirra sem sækja nám í leikskólafræðum og dregið úr framboði leikskólakennara með tilheyrandi álagi á það starfsfólk sem fyrir er. Þá hefur einnig orðið flótti leikskólakennara yfir á önnur skólastig eftir að eitt leyfisbréf var samþykkt. Hafnarfjarðarbær var fyrst allra sveitarfélaga til að samræma starfsaðstæður leik- og grunnskólakennara en með því var staðið með kennurum á öllum skólastigum. Aldrei áður hefur gengið jafn vel að manna leikskóla Hafnarfjarðar og nú. Þökk sé þessum breytingum hefur nú að hausti nánast öllum börnum sem fædd eru í júlí 2024 verið boðin leikskólavist og hefur staðan því aldrei verið betri. Vinnudagur ungra barna langur Vistunartími íslenskra barna er sá mesti í Evrópu og spyrja má hvort nýting hans sé í samræmi við raunverulega þörf foreldra. Heildarvinnutími á Íslandi er að meðaltali 36,5 klukkustundir á viku og fer hækkandi en hann var 35,3 árið áður. Væntingar um að stytting vinnuvikunnar myndi leiða til styttri vistunar barna hafa því ekki ræst. Ung börn dvelja að meðaltali 40 klukkustundir á viku í leikskólum, sem er langur tími með tilheyrandi álagi á börn og starfsfólk. Umræða um vinnudag ungra barna er af hinu góða en töluvert þarf að breytast til að Ísland standist samanburð við þau lönd sem við kjósum að bera okkur saman við . Finna þarf leið sem tryggir heilbrigt jafnvægi milli vinnuviku barna og vinnuviku foreldra þeirra, án þess að sú leið sé þvinguð. Hafnarfjarðarleiðin tryggir bæði að foreldrar geti lækkað útgjöld sín og að fjölskyldur sem þurfa á fullri þjónustu að halda njóti hennar áfram án aukins kostnaðar. Höfundur er bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði og formaður fræðsluráðs Hafnarfjarðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Sjálfstæðisflokkurinn Leikskólar Mest lesið Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Skipulag leikskóla hefur verið mikið í umræðunni að undanförnu og sitt sýnist hverjum um hvaða leið sé best að fara. Sveitarfélög leita að réttu formúlunni til að samræma hagsmuni barna, starfsmanna og foreldra. Misjafnlega vel gengur að manna leikskólana og keppast sveitarfélögin um að ná í það fagfólk sem er á vinnumarkaði. Afleiðingin er sú að í sumum sveitarfélögum reynist erfitt að innrita börn á tilsettum tíma. Leikskólapláss vantar víða og stytting vinnuvikunnar ásamt auknum undirbúningstíma hefur jafnframt skapað áskoranir í rekstri leikskólanna. Vandi sveitarfélaganna er því margþættur og kemur að lokum niður á foreldrum ungra barna. Sum sveitarfélög hafa reynt að bregðast við með því að biðja foreldra um að stytta vistunartíma barna sinna og loka leikskólum fyrr. Ekki hafa allir það bakland sem þarf til að stytta vistunartímann en ýmsar ástæður kunna að liggja að baki því að foreldrar þurfa á 8 tíma vistun að halda. Hagsmunir barnafjölskyldna hafðir í forgrunni í Hafnarfirði Í Hafnarfirði hafa verið gerðar viðamiklar breytingar á skipulagi leikskólanna þar sem hagsmunir bæði hafnfirskra fjölskyldna og starfsmanna voru hafðir að leiðarljósi. Starfsemi leikskólanna er í dag tvíþætt. Markvisst faglegt starf fer fram milli kl. 9–15 en frjáls leikur er milli kl. 7:30–9 og eftir kl. 15. Leikskóladagatalið er 180 dagar líkt og í grunnskólum, en aðrir dagar eru sérstakir skráningardagar. Með breyttum dvalartíma skapast svigrúm fyrir fjölskyldur til að sníða leikskóladvöl barna að eigin þörfum og meiri fyrirsjáanleiki fæst við mönnun leikskólanna. Með breytilegum vistunartíma greiða fjölskyldur einungis fyrir þann tíma sem nýttur er og geta því lækkað útgjöld sín verulega. Leikskólagjöld lækkuðu í takt við sveigjanlegri vistun og 6 tíma dvöl er nú mun ódýrari en 7–8 tímar. Vistun fyrir 8 tíma hækkaði þó ekki frá því sem var fyrir breytinguna. Þetta var gert til að tryggja að gjaldskrárbreytingin yrði ekki íþyngjandi fyrir efnaminni fjölskyldur sem vegna vinnu sinnar hafa ekki tök á að stytta vistun barna sinna. Markmiðið er meðal annars að gefa ungum foreldrum í námi eða í fæðingarorlofi, sem og þeim sem starfa í skertu starfshlutfalli, færi á að lækka útgjöld sín verulega og stytta vinnudag leikskólabarnsins. Áskoranir í leikskólastarfi Leikskólinn er fyrsta skólastigið í menntakerfinu sem leggur grunn að menntun barna okkar. Þar læra börn í gegnum leik, sem er þeirra námsleið og lykiltæki leikskólakennara til að efla þekkingu, færni og sköpunargleði. Með leiknum öðlast börn reynslu sem styrkir félagsfærni, málþroska og sjálfstæði. Leikskólinn gegnir einnig lykilhlutverki sem félagslegt jöfnunartæki þar sem öll börn, óháð bakgrunni, fá jöfn tækifæri til náms og þátttöku. Hann veitir börnum öruggt umhverfi þar sem þau geta þroskast á eigin forsendum og fengið stuðning við að byggja upp jákvæða sjálfsmynd. Að sama skapi er leikskólinn mikilvægur bakhjarl fjölskyldna og samfélagsins alls, hann styður foreldra í daglegu lífi og atvinnuþátttöku og styrkir þannig jafnvægi milli fjölskyldu- og atvinnulífs. Hlutfalli leikskólakennara hefur farið lækkandi og er það ein af stærri áskorunum sem sveitarfélög standa frammi fyrir. Lenging náms hefur að mati margra, haft áhrif á fjölda þeirra sem sækja nám í leikskólafræðum og dregið úr framboði leikskólakennara með tilheyrandi álagi á það starfsfólk sem fyrir er. Þá hefur einnig orðið flótti leikskólakennara yfir á önnur skólastig eftir að eitt leyfisbréf var samþykkt. Hafnarfjarðarbær var fyrst allra sveitarfélaga til að samræma starfsaðstæður leik- og grunnskólakennara en með því var staðið með kennurum á öllum skólastigum. Aldrei áður hefur gengið jafn vel að manna leikskóla Hafnarfjarðar og nú. Þökk sé þessum breytingum hefur nú að hausti nánast öllum börnum sem fædd eru í júlí 2024 verið boðin leikskólavist og hefur staðan því aldrei verið betri. Vinnudagur ungra barna langur Vistunartími íslenskra barna er sá mesti í Evrópu og spyrja má hvort nýting hans sé í samræmi við raunverulega þörf foreldra. Heildarvinnutími á Íslandi er að meðaltali 36,5 klukkustundir á viku og fer hækkandi en hann var 35,3 árið áður. Væntingar um að stytting vinnuvikunnar myndi leiða til styttri vistunar barna hafa því ekki ræst. Ung börn dvelja að meðaltali 40 klukkustundir á viku í leikskólum, sem er langur tími með tilheyrandi álagi á börn og starfsfólk. Umræða um vinnudag ungra barna er af hinu góða en töluvert þarf að breytast til að Ísland standist samanburð við þau lönd sem við kjósum að bera okkur saman við . Finna þarf leið sem tryggir heilbrigt jafnvægi milli vinnuviku barna og vinnuviku foreldra þeirra, án þess að sú leið sé þvinguð. Hafnarfjarðarleiðin tryggir bæði að foreldrar geti lækkað útgjöld sín og að fjölskyldur sem þurfa á fullri þjónustu að halda njóti hennar áfram án aukins kostnaðar. Höfundur er bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði og formaður fræðsluráðs Hafnarfjarðar.
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun