Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar 10. október 2025 09:30 Ég var að skrolla í símanum um daginn og rakst þar á myndband. Umhyggjusamur faðir var mættur í dyragætt sonar síns sem var að fara að sofa. Hann býður góða nótt og segir: „Elskan mín, mundu svo að í horninu er kassi með klámfengnu efni sem gæti haft töluverð áhrif á þig - ég treysti þér til að kíkja ekki í hann.“ Svo bendir hann á mann sem situr í horni herbergisins og segir: „Ahh, já og svo er þessi maður þarna sem verður þar í alla nótt. Hann mun tala með hatursfullum hætti í garð jaðarsettra hópa í alla nótt. Ekki hlusta á hann samt. Bara hunsa. Ókei?“ Og svo birtist eyðublað á borði sem pabbinn bendir á til að panta ólögleg fíkniefni: „Bara hunsa elskan,“ segir hann og svona heldur myndbandið áfram. Myndbandið fékk mig til að hugsa um það gríðarlega aðgengi sem ókunnugir einstaklingar hafa inn í hugarheim barnanna okkar. Þetta er auðvitað ýkt en lýsir um leið þeim veruleika sem blasir við ungmennum sem hafa ekki alltaf þroska til að vega og meta muninn á sannleika og áróðri. Þekkja hættur og varast freistingar. Með öðrum orðum eru börnin okkar með allar heimsins upplýsingar og gylliboð í vasanum sínum. Staðreyndin er einfaldlega sú að við lifum á tímum þar sem barnæskan fer fram að miklum hluta til á skjá. Samskipti, leikur og jafnvel sjálfsmyndin fer fram í stafrænum heimi sem við fullorðna fólkið höfum ekki alltaf stjórn eða skilning á. Rannsóknir sýna óyggjandi að þetta hefur haft neikvæð áhrif á sjálfsmynd og líðan ungmenna. En samt erum við hikandi og óviss í viðbrögðum okkar. Tími til að staldra við Við höfum líklega verið heldur til andvaralaus þegar það kemur að notkun barnanna okkar á þessum miðlum. En nú er umræðan að breytast. Eða hið minnsta að opnast. Og við eigum ekki að óttast umræðu. Nú standa þjóðir heims frammi fyrir stórum spurningum um hvernig hægt sé að sporna við áhrifum miðlana á geðheilbrigði, sjálfsmynd og líðan ungmenna. Danska ríkisstjórnin leggur til að börnum yngri en fimmtán ára verði bannað að nota ýmsa samfélagsmiðla. Framkvæmdastjórn ESB er með í undirbúningi nýjar leiðbeinandi reglur sem takmarka aðgengi í því skyni að vernda börn gegn skaðlegu efni. Frakkar eru með þetta til umræðu. Ástralar hafa tekið einnig skrefið og sett lög. Norðmenn eru að ræða málin. Svo dæmi séu tekin. Við Íslendingar erum ekki undanskilin þessari umræðu. Mennta- og barnamálaráðherra hefur boðað símafrí í grunnskólum landsins. Ákveðna samræminu á reglum milli skóla. Það er ákveðið skref. En þurfum við að taka stærri skref? Ég er almennt ekki hrifin af boðum og bönnum. En að setja viðmið um aldurstengda notkun er eitthvað sem við höfum hingað til gert við aðrar athafnir til að vernda sakleysi og þroska barnanna okkar. Dæmi um slíkt eru aldurstengd bönn við neyslu áfengis og tóbaks, akstur ökutækja, aldurstengd viðmið um kvikmyndir, þætti og tölvuleiki og svo er það auðvitað sjálfræðisaldurinn sjálfur. Slík viðmið gætu einnig hjálpað foreldrum að setja skýrari mörk. Lítum í eigin barm Við fullorðna fólkið þurfum auðvitað líka að líta í eigin barm þegar það kemur að okkar eigin skjáfíkn. Það er undir okkur komið að vera góðar fyrirmyndir. Auðvitað er það ekki auðvelt verkefni. Daglegu lífi okkar er auðvitað þéttpakkað í þetta eina tæki. Þarna eigum við okkar samskipti, bankaviðskipti, sækjum fréttir, hlustum á hlaðvörp, á tónlist, skrifum tölvupósta, tökum myndir og skrollum svo á miðlunum. Þetta þekki ég vel sjálf þar sem síminn minn er ekki bara vinnutæki heldur nánast framlenging á sjálfinu. Það er merkilegt að finna fyrir því hvað maður er svakalega háður þessu tæki um leið og maður fer að setja sér mörk. En það tel ég að sé okkur hollt, ekki bara okkur sjálfum heldur samfélaginu sem við viljum ala börnin okkar upp í. Ég hef rætt þessa áskorun sem blasir við okkur við töluvert marga foreldra sem hafa sömu áhyggjur og upplifa ákveðið varnaleysi í aðstæðum þar sem félagslega normið er að börn eigi síma. Flestir eru sammála um að það eigi að takmarka aðgengi barna að þessum miðlum. En fæstir geta svarað því nákvæmlega hvernig við eigum að fara að því. Það er undir okkur öllum komið að svara spurningunni: Erum við á réttri braut eða eigum við að breyta um kúrs? Ég hlakka til samtalsins. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Viðreisn María Rut Kristinsdóttir Samfélagsmiðlar Börn og uppeldi Alþingi Símanotkun barna Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Enn má Daði leiðrétta Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Sjá meira
Ég var að skrolla í símanum um daginn og rakst þar á myndband. Umhyggjusamur faðir var mættur í dyragætt sonar síns sem var að fara að sofa. Hann býður góða nótt og segir: „Elskan mín, mundu svo að í horninu er kassi með klámfengnu efni sem gæti haft töluverð áhrif á þig - ég treysti þér til að kíkja ekki í hann.“ Svo bendir hann á mann sem situr í horni herbergisins og segir: „Ahh, já og svo er þessi maður þarna sem verður þar í alla nótt. Hann mun tala með hatursfullum hætti í garð jaðarsettra hópa í alla nótt. Ekki hlusta á hann samt. Bara hunsa. Ókei?“ Og svo birtist eyðublað á borði sem pabbinn bendir á til að panta ólögleg fíkniefni: „Bara hunsa elskan,“ segir hann og svona heldur myndbandið áfram. Myndbandið fékk mig til að hugsa um það gríðarlega aðgengi sem ókunnugir einstaklingar hafa inn í hugarheim barnanna okkar. Þetta er auðvitað ýkt en lýsir um leið þeim veruleika sem blasir við ungmennum sem hafa ekki alltaf þroska til að vega og meta muninn á sannleika og áróðri. Þekkja hættur og varast freistingar. Með öðrum orðum eru börnin okkar með allar heimsins upplýsingar og gylliboð í vasanum sínum. Staðreyndin er einfaldlega sú að við lifum á tímum þar sem barnæskan fer fram að miklum hluta til á skjá. Samskipti, leikur og jafnvel sjálfsmyndin fer fram í stafrænum heimi sem við fullorðna fólkið höfum ekki alltaf stjórn eða skilning á. Rannsóknir sýna óyggjandi að þetta hefur haft neikvæð áhrif á sjálfsmynd og líðan ungmenna. En samt erum við hikandi og óviss í viðbrögðum okkar. Tími til að staldra við Við höfum líklega verið heldur til andvaralaus þegar það kemur að notkun barnanna okkar á þessum miðlum. En nú er umræðan að breytast. Eða hið minnsta að opnast. Og við eigum ekki að óttast umræðu. Nú standa þjóðir heims frammi fyrir stórum spurningum um hvernig hægt sé að sporna við áhrifum miðlana á geðheilbrigði, sjálfsmynd og líðan ungmenna. Danska ríkisstjórnin leggur til að börnum yngri en fimmtán ára verði bannað að nota ýmsa samfélagsmiðla. Framkvæmdastjórn ESB er með í undirbúningi nýjar leiðbeinandi reglur sem takmarka aðgengi í því skyni að vernda börn gegn skaðlegu efni. Frakkar eru með þetta til umræðu. Ástralar hafa tekið einnig skrefið og sett lög. Norðmenn eru að ræða málin. Svo dæmi séu tekin. Við Íslendingar erum ekki undanskilin þessari umræðu. Mennta- og barnamálaráðherra hefur boðað símafrí í grunnskólum landsins. Ákveðna samræminu á reglum milli skóla. Það er ákveðið skref. En þurfum við að taka stærri skref? Ég er almennt ekki hrifin af boðum og bönnum. En að setja viðmið um aldurstengda notkun er eitthvað sem við höfum hingað til gert við aðrar athafnir til að vernda sakleysi og þroska barnanna okkar. Dæmi um slíkt eru aldurstengd bönn við neyslu áfengis og tóbaks, akstur ökutækja, aldurstengd viðmið um kvikmyndir, þætti og tölvuleiki og svo er það auðvitað sjálfræðisaldurinn sjálfur. Slík viðmið gætu einnig hjálpað foreldrum að setja skýrari mörk. Lítum í eigin barm Við fullorðna fólkið þurfum auðvitað líka að líta í eigin barm þegar það kemur að okkar eigin skjáfíkn. Það er undir okkur komið að vera góðar fyrirmyndir. Auðvitað er það ekki auðvelt verkefni. Daglegu lífi okkar er auðvitað þéttpakkað í þetta eina tæki. Þarna eigum við okkar samskipti, bankaviðskipti, sækjum fréttir, hlustum á hlaðvörp, á tónlist, skrifum tölvupósta, tökum myndir og skrollum svo á miðlunum. Þetta þekki ég vel sjálf þar sem síminn minn er ekki bara vinnutæki heldur nánast framlenging á sjálfinu. Það er merkilegt að finna fyrir því hvað maður er svakalega háður þessu tæki um leið og maður fer að setja sér mörk. En það tel ég að sé okkur hollt, ekki bara okkur sjálfum heldur samfélaginu sem við viljum ala börnin okkar upp í. Ég hef rætt þessa áskorun sem blasir við okkur við töluvert marga foreldra sem hafa sömu áhyggjur og upplifa ákveðið varnaleysi í aðstæðum þar sem félagslega normið er að börn eigi síma. Flestir eru sammála um að það eigi að takmarka aðgengi barna að þessum miðlum. En fæstir geta svarað því nákvæmlega hvernig við eigum að fara að því. Það er undir okkur öllum komið að svara spurningunni: Erum við á réttri braut eða eigum við að breyta um kúrs? Ég hlakka til samtalsins. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun