Slæmur fjórðungur hjá BP 24. október 2007 09:36 Browne ásamt Tony Hayward við forstjóraskiptin í sumar. Mynd/AFP Árið hefur ekki verið neitt sérstaklega gott fyrir breska olíurisann BP. Fyrrum forstjóri félagsins tók poka sinn í byrjun sumars og nú dróst hagnaður félagsins saman um 45 prósent á milli ára. Hagnaður olíurisans nam 3,87 milljörðum dala, jafnvirði rúmra 235 milljarða íslenskra króna, á þriðja ársfjórðungi samanborið við 6,98 milljarða á sama tíma í fyrra. Þetta er engu að síður á pari við væntingar greinenda, sem sögðu Tony Hayward, sem tók við forstjórastólnum af John Browne í sumar, standa frammi fyrir miklum erfiðleikum í rekstri og yrði viðsnúningur kostnaðarsamur. Hayward hafði áður greint frá því að líklega yrði afkoma fjórðungsins skelfileg. Félagið hefur dregið mjög úr olíuframleiðslu sinni víða um heim, um fjögur prósent í heildina, meðal annars vegna viðgerða á verksmiðjum og fleiri þátta. Greinendur eru á einu máli um að með þessum gjörningi hafi BP misst af miklum tækifærum, sem fólust í verðhækkunum á hráolíu á seinni hluta árs. Þá mun þúsundum manna verða sagt upp störfum á næstunni í hagræðingaskyni. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Viðskipti innlent Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Viðskipti erlent Gengi Skaga rýkur upp Viðskipti innlent Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Neytendur Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Viðskipti innlent Fleiri fréttir Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Árið hefur ekki verið neitt sérstaklega gott fyrir breska olíurisann BP. Fyrrum forstjóri félagsins tók poka sinn í byrjun sumars og nú dróst hagnaður félagsins saman um 45 prósent á milli ára. Hagnaður olíurisans nam 3,87 milljörðum dala, jafnvirði rúmra 235 milljarða íslenskra króna, á þriðja ársfjórðungi samanborið við 6,98 milljarða á sama tíma í fyrra. Þetta er engu að síður á pari við væntingar greinenda, sem sögðu Tony Hayward, sem tók við forstjórastólnum af John Browne í sumar, standa frammi fyrir miklum erfiðleikum í rekstri og yrði viðsnúningur kostnaðarsamur. Hayward hafði áður greint frá því að líklega yrði afkoma fjórðungsins skelfileg. Félagið hefur dregið mjög úr olíuframleiðslu sinni víða um heim, um fjögur prósent í heildina, meðal annars vegna viðgerða á verksmiðjum og fleiri þátta. Greinendur eru á einu máli um að með þessum gjörningi hafi BP misst af miklum tækifærum, sem fólust í verðhækkunum á hráolíu á seinni hluta árs. Þá mun þúsundum manna verða sagt upp störfum á næstunni í hagræðingaskyni.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Viðskipti innlent Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Viðskipti erlent Gengi Skaga rýkur upp Viðskipti innlent Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Neytendur Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Viðskipti innlent Fleiri fréttir Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira