Eiður Smári: Ég nýt mín á Spáni Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 24. október 2007 17:45 Eiður Smári gantast á æfingu með félögum sínum á Ibrox-vellinum í Glasgow fyrr í vikunni. Nordic Photos / AFP Eiður Smári Guðjohnsen sagði eftir leik Rangers og Barcelona í gær að enska úrvalsdeildin heillaði hann ekki í augnablikinu. Þetta sagði hann í viðtali við fréttamann Sky sjónvarpsstöðvarinnar eftir leikinn í gær sem lyktaði með markalausu jafntefli. Eiður var í byrjunarliðinu, lék allan leikinn og þótti standa sig mjög vel. Hann var spurður hvort það freistaði ekki að snúa aftur í ensku úrvalsdeildina. „Ég fylgist auðvitað vel með ensku úrvalsdeildinni. Ég hafði það mjög gott á Englandi en eins og er nýt ég mín á Spáni. Mínar pælingar ná ekki út fyrir landamæri Spánar." Hann sagði að hann yrði út tímabilið hjá Barcelona, að minnsta kosti. „Ég á enn tvö og hálft ár eftir af samningi mínum. Það segir allt sem segja þarf. En auðvitað var erfitt að missa af undirbúningstímabilinu vegna meiðslanna. En nú er ég heill heilsu og ætla að nýta hverju einustu mínútu sem ég fæ til að sýna mína hæfileika. Ég fékk níutíu mínútur í kvöld og það var mjög gott." Eiður sagði einnig að það hafi verið ákveðin vonbrigði að hafa ekki unnið leikinn miðað við hversu mikið Börsungar voru með boltann. Hann viðurkenndi þó að úrslitin hafi verið sanngjörn. „Á Nou Camp verður þetta allt öðruvísi leikur. Þar getum við nýtt svæðin betur og aukið hraðann á leik okkar, þar með sett meiri pressu á þá." Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Tengdar fréttir Rijkaard hrósar Eiði Smára Frank Rijkaard, þjálfari Barcelona, var mjög ánægður með frammistöðu Eiðs Smára Guðjohnsen í leiknum gegn Rangers í Meistaradeildinni í gærkvöldi. 24. október 2007 10:20 Kannski er Eiður ekki eins slæmur og við héldum Pistlahöfundurinn Joan Maria Batille er einn þeirra sem fara fögrum orðum um Eið Smára Guðjohnsen eftir leikinn gegn Rangers í gær. Hann segir menn loksins vera búna að fatta að Eiður Smári sé í raun bestur á miðjunni. 24. október 2007 10:47 Skínandi endurkoma hjá Eiði Smára Spænska blaðið Sport fer fögrum orðum um Eið Smára Guðjohnsen eftir leikinn gegn Rangers í Meistaradeildinni í gær. "Eiður skein bjart í endurkomunni," sagði blaðið. 24. október 2007 10:34 Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Sport Hákon skoraði tvö í vináttuleik Sport Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Sjá meira
Eiður Smári Guðjohnsen sagði eftir leik Rangers og Barcelona í gær að enska úrvalsdeildin heillaði hann ekki í augnablikinu. Þetta sagði hann í viðtali við fréttamann Sky sjónvarpsstöðvarinnar eftir leikinn í gær sem lyktaði með markalausu jafntefli. Eiður var í byrjunarliðinu, lék allan leikinn og þótti standa sig mjög vel. Hann var spurður hvort það freistaði ekki að snúa aftur í ensku úrvalsdeildina. „Ég fylgist auðvitað vel með ensku úrvalsdeildinni. Ég hafði það mjög gott á Englandi en eins og er nýt ég mín á Spáni. Mínar pælingar ná ekki út fyrir landamæri Spánar." Hann sagði að hann yrði út tímabilið hjá Barcelona, að minnsta kosti. „Ég á enn tvö og hálft ár eftir af samningi mínum. Það segir allt sem segja þarf. En auðvitað var erfitt að missa af undirbúningstímabilinu vegna meiðslanna. En nú er ég heill heilsu og ætla að nýta hverju einustu mínútu sem ég fæ til að sýna mína hæfileika. Ég fékk níutíu mínútur í kvöld og það var mjög gott." Eiður sagði einnig að það hafi verið ákveðin vonbrigði að hafa ekki unnið leikinn miðað við hversu mikið Börsungar voru með boltann. Hann viðurkenndi þó að úrslitin hafi verið sanngjörn. „Á Nou Camp verður þetta allt öðruvísi leikur. Þar getum við nýtt svæðin betur og aukið hraðann á leik okkar, þar með sett meiri pressu á þá."
Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Tengdar fréttir Rijkaard hrósar Eiði Smára Frank Rijkaard, þjálfari Barcelona, var mjög ánægður með frammistöðu Eiðs Smára Guðjohnsen í leiknum gegn Rangers í Meistaradeildinni í gærkvöldi. 24. október 2007 10:20 Kannski er Eiður ekki eins slæmur og við héldum Pistlahöfundurinn Joan Maria Batille er einn þeirra sem fara fögrum orðum um Eið Smára Guðjohnsen eftir leikinn gegn Rangers í gær. Hann segir menn loksins vera búna að fatta að Eiður Smári sé í raun bestur á miðjunni. 24. október 2007 10:47 Skínandi endurkoma hjá Eiði Smára Spænska blaðið Sport fer fögrum orðum um Eið Smára Guðjohnsen eftir leikinn gegn Rangers í Meistaradeildinni í gær. "Eiður skein bjart í endurkomunni," sagði blaðið. 24. október 2007 10:34 Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Sport Hákon skoraði tvö í vináttuleik Sport Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Sjá meira
Rijkaard hrósar Eiði Smára Frank Rijkaard, þjálfari Barcelona, var mjög ánægður með frammistöðu Eiðs Smára Guðjohnsen í leiknum gegn Rangers í Meistaradeildinni í gærkvöldi. 24. október 2007 10:20
Kannski er Eiður ekki eins slæmur og við héldum Pistlahöfundurinn Joan Maria Batille er einn þeirra sem fara fögrum orðum um Eið Smára Guðjohnsen eftir leikinn gegn Rangers í gær. Hann segir menn loksins vera búna að fatta að Eiður Smári sé í raun bestur á miðjunni. 24. október 2007 10:47
Skínandi endurkoma hjá Eiði Smára Spænska blaðið Sport fer fögrum orðum um Eið Smára Guðjohnsen eftir leikinn gegn Rangers í Meistaradeildinni í gær. "Eiður skein bjart í endurkomunni," sagði blaðið. 24. október 2007 10:34