Óbreyttir stýrivextir á evrusvæðinu 6. desember 2007 12:57 Jean-Claude Trichet, bankastjóri evrópska seðlabankans, sem ákvað í dag að halda stýrivöxtum óbreyttum. Hann greinir frá rökstuðningi bankans síðar í dag. Mynd/AFP Bankastjórn evrópska seðlabankans ákvað í dag að halda stýrivöxtum óbreyttum í fjórum prósentum. Flestir höfðu reiknað með þessari niðurstöðu þrátt fyrir að verðbólga hafi ekki mælst meiri í sex ár og gengi evrunnar með sterkasta móti. Á móti vegur yfirvofandi ótti manna við minnkandi hagvöxt í skugga lausafjárkreppunnar sem sett hefur skarð í afkomu fjölmargra banka í álfunni. Fréttastofa Associated Press hefur eftir fjármálasérfræðingum að líkur séu á því að bankinn muni bíða með það allt fram á annan fjórðung á næsta ári með að gera breytingar á stýrivaxtastiginu eins og aðstæður séu núna. Þegar að því kemur er reiknað með að vextirnir taki að lækka í skjóli breyttra aðstæðna á fjármálamörkuðum. Þá segir fréttastofan, að sérfræðingar muni rýna vandlega í öll ummæli Jean-Claude Trichet, bankastjóra seðlabankans, þegar hann flytur rök stjórnarinnar fyrir ákvörðuninni síðar í dagi. Breski seðlabankinn ákvað óvænt í dag að lækka vexti sína auk þess sem flestir búast við svipuðum aðgerðum hjá bandaríska seðlabankanum í næstu viku. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Viðskipti innlent Gengi Skaga rýkur upp Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Fimm prósenta aukning í september Viðskipti innlent Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Viðskipti innlent Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Segir lítinn sóma af verðhækkunum Icelandair Neytendur Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Bankastjórn evrópska seðlabankans ákvað í dag að halda stýrivöxtum óbreyttum í fjórum prósentum. Flestir höfðu reiknað með þessari niðurstöðu þrátt fyrir að verðbólga hafi ekki mælst meiri í sex ár og gengi evrunnar með sterkasta móti. Á móti vegur yfirvofandi ótti manna við minnkandi hagvöxt í skugga lausafjárkreppunnar sem sett hefur skarð í afkomu fjölmargra banka í álfunni. Fréttastofa Associated Press hefur eftir fjármálasérfræðingum að líkur séu á því að bankinn muni bíða með það allt fram á annan fjórðung á næsta ári með að gera breytingar á stýrivaxtastiginu eins og aðstæður séu núna. Þegar að því kemur er reiknað með að vextirnir taki að lækka í skjóli breyttra aðstæðna á fjármálamörkuðum. Þá segir fréttastofan, að sérfræðingar muni rýna vandlega í öll ummæli Jean-Claude Trichet, bankastjóra seðlabankans, þegar hann flytur rök stjórnarinnar fyrir ákvörðuninni síðar í dagi. Breski seðlabankinn ákvað óvænt í dag að lækka vexti sína auk þess sem flestir búast við svipuðum aðgerðum hjá bandaríska seðlabankanum í næstu viku.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Viðskipti innlent Gengi Skaga rýkur upp Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Fimm prósenta aukning í september Viðskipti innlent Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Viðskipti innlent Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Segir lítinn sóma af verðhækkunum Icelandair Neytendur Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira