Heiftarleg átök í Framsókn Björgvin Guðmundsson skrifar 20. janúar 2008 00:01 Bókin um Guðna fyrrverandi ráðherra sem Sigmundur Ernir Rúnarsson skrifar er mjög athyglisverð. Hún er vel rituð, lýsir vel uppvexti Guðna Ágústssonar og harðri lífsbaráttu föður hans, Ágústs Þorvaldssonar, sem átti oft ekkert að borða þegar hann var að alast upp. Bókin lýsir því vel hve stutt er síðan alþýðufólk á Íslandi átti við sára fátækt að stríða. En athyglisverðast er þó að lesa í bókinni um hin heiftarlegu átök í Framsóknarflokknum. Menn vissu að ágreiningur innan Framsóknar var mikill en menn höfðu ekki ímyndunarafl til þess að reikna með slíkum heiftarátökum og bókin lýsir. Svo virðist sem ein aðalástæða átakanna innan Framsóknar hafi verið einræðistilburðir Halldórs Ásgrímssonar, formanns flokksins. Hann vildi ráða öllu í flokknum, stefnunni, hverjir væru ráðherrar og hver tæki við sem formaður, þegar hann hætti. Þetta foringjaræði í Framsóknarflokknum er ekki einstakt. Það hefur tíðkast í fleiri flokkum og er mikill blettur á lýðræðisþróun íslenskra stjórnmála. Guðni lýsir því vel í bókinni hvernig Halldór vildi ekki aðeins ráða því hver tæki við formennsku í Framsókn, þegar hann hyrfi úr formannsstólnum heldur vildi hann einnig ráða því hver yrði varaformaður og hann gerði kröfu til þess að Guðni hyrfi úr forustunni um leið og hann. Guðni segir í bókinni að Halldór gæti ráðið því hvenær hann hætti sjálfur í stjórnmálum en hann gæti ekki ráðið því hvenær Guðni hætti. Auðvitað er það mjög undarlegt að Halldór skyldi leggja ofurkapp á það að draga Guðna með sér út úr pólitíkinni um leið og hann ákvæði sjálfur að hætta. Halldór var orðinn óvinsæll og búinn að fara illa með Framsókn á löngu samstarfi við íhaldið en Guðni var vinsæll og sterkur í sínu kjördæmi og gat því haldið lengi áfram enn í pólitík. Þegar Halldór ákvað að hætta sem formaður Framsóknarflokksins átti varaformaðurinn að sjálfsögðu að taka við formennsku, samkvæmt lögum flokksins. En Halldór gat ekki hugsað sér að Guðni yrði formaður.( Halldór studdi ekki Guðna sem varaformann). Lýðræðisreglur voru sniðgengnar og farið að leita að einhverjum manni út í bæ til þess að taka við formennsku flokksins. Fyrst var meiningin að fá Finn Ingólfsson til þess að taka við formennskunnni en ekki náðist samstaða um hann. Síðan var Jón Sigurðsson valinn og var hann kosinn formaður. Enginn í þingflokki Framsóknar kom til greina að áliti Halldórs. Ég tel,að þar hafi verið mjög hæfir menn sem hefðu getað tekið við formennsku í flokknum: Guðni Ágústsson, Valgerður Sverrisdóttir og Jónína Bjartmars. En af einhverjum ástæðum taldi fráfarandi formaður þetta fólk ekki koma til greina. Guðni Ágústsson fjallar ítarlega um formannsslaginn. Það er fróðleg lesning og lýsir vel baktjaldamakki og heiftarlegum átökum í stjórnmálaflokki. Jón Sigurðsson gegndi ekki formannsembættinu nema rétt fram yfir kosningar. Þá sagði hann af sér og varaformaðurinn, Guðni Ágústsson,tók við formennsku. Þá var loks búið að uppfylla þær lýðræðisreglur, sem hefði að réttu átt að gera strax og Halldór sagði af sér. Frásögn Guðna af valdabaráttunni í Framsókn leiðir hugann að lýðræðinu í íslenskum stjórnmálaflokkum eða öllu heldur að foringjaræðinu. Það er kominn tími til þess að foringjaræðið verði afnumið og lýðræði taki við. Þó einhver sé kosinn formaður í stjórnmálaflokki á hann ekki að fá neitt alræðisvald. Formaður á ekki að ráða því hverjir verða ráðherrar. Þingflokkur eða flokksstjórn á að ráða því og ekki til málamynda heldur í raun. Formaður á heldur ekki að ráða stefnu flokksins. Það eru flokksþing og flokksstjórnir og flokksfélögin,sem eiga að marka stefnuna og ákveða hana.Því fyrr sem flokksforingjar átta sig á þessu því betra. Það á að ríkja lýðræði í flokkunum en ekki foringjaræði. Bókin Guðni,af lífi og sál er góð bók. Ég mæli hiklaust með henni. Höfundur er viðskiptafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Halldór 01.11.25 Halldór Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Sjá meira
Bókin um Guðna fyrrverandi ráðherra sem Sigmundur Ernir Rúnarsson skrifar er mjög athyglisverð. Hún er vel rituð, lýsir vel uppvexti Guðna Ágústssonar og harðri lífsbaráttu föður hans, Ágústs Þorvaldssonar, sem átti oft ekkert að borða þegar hann var að alast upp. Bókin lýsir því vel hve stutt er síðan alþýðufólk á Íslandi átti við sára fátækt að stríða. En athyglisverðast er þó að lesa í bókinni um hin heiftarlegu átök í Framsóknarflokknum. Menn vissu að ágreiningur innan Framsóknar var mikill en menn höfðu ekki ímyndunarafl til þess að reikna með slíkum heiftarátökum og bókin lýsir. Svo virðist sem ein aðalástæða átakanna innan Framsóknar hafi verið einræðistilburðir Halldórs Ásgrímssonar, formanns flokksins. Hann vildi ráða öllu í flokknum, stefnunni, hverjir væru ráðherrar og hver tæki við sem formaður, þegar hann hætti. Þetta foringjaræði í Framsóknarflokknum er ekki einstakt. Það hefur tíðkast í fleiri flokkum og er mikill blettur á lýðræðisþróun íslenskra stjórnmála. Guðni lýsir því vel í bókinni hvernig Halldór vildi ekki aðeins ráða því hver tæki við formennsku í Framsókn, þegar hann hyrfi úr formannsstólnum heldur vildi hann einnig ráða því hver yrði varaformaður og hann gerði kröfu til þess að Guðni hyrfi úr forustunni um leið og hann. Guðni segir í bókinni að Halldór gæti ráðið því hvenær hann hætti sjálfur í stjórnmálum en hann gæti ekki ráðið því hvenær Guðni hætti. Auðvitað er það mjög undarlegt að Halldór skyldi leggja ofurkapp á það að draga Guðna með sér út úr pólitíkinni um leið og hann ákvæði sjálfur að hætta. Halldór var orðinn óvinsæll og búinn að fara illa með Framsókn á löngu samstarfi við íhaldið en Guðni var vinsæll og sterkur í sínu kjördæmi og gat því haldið lengi áfram enn í pólitík. Þegar Halldór ákvað að hætta sem formaður Framsóknarflokksins átti varaformaðurinn að sjálfsögðu að taka við formennsku, samkvæmt lögum flokksins. En Halldór gat ekki hugsað sér að Guðni yrði formaður.( Halldór studdi ekki Guðna sem varaformann). Lýðræðisreglur voru sniðgengnar og farið að leita að einhverjum manni út í bæ til þess að taka við formennsku flokksins. Fyrst var meiningin að fá Finn Ingólfsson til þess að taka við formennskunnni en ekki náðist samstaða um hann. Síðan var Jón Sigurðsson valinn og var hann kosinn formaður. Enginn í þingflokki Framsóknar kom til greina að áliti Halldórs. Ég tel,að þar hafi verið mjög hæfir menn sem hefðu getað tekið við formennsku í flokknum: Guðni Ágústsson, Valgerður Sverrisdóttir og Jónína Bjartmars. En af einhverjum ástæðum taldi fráfarandi formaður þetta fólk ekki koma til greina. Guðni Ágústsson fjallar ítarlega um formannsslaginn. Það er fróðleg lesning og lýsir vel baktjaldamakki og heiftarlegum átökum í stjórnmálaflokki. Jón Sigurðsson gegndi ekki formannsembættinu nema rétt fram yfir kosningar. Þá sagði hann af sér og varaformaðurinn, Guðni Ágústsson,tók við formennsku. Þá var loks búið að uppfylla þær lýðræðisreglur, sem hefði að réttu átt að gera strax og Halldór sagði af sér. Frásögn Guðna af valdabaráttunni í Framsókn leiðir hugann að lýðræðinu í íslenskum stjórnmálaflokkum eða öllu heldur að foringjaræðinu. Það er kominn tími til þess að foringjaræðið verði afnumið og lýðræði taki við. Þó einhver sé kosinn formaður í stjórnmálaflokki á hann ekki að fá neitt alræðisvald. Formaður á ekki að ráða því hverjir verða ráðherrar. Þingflokkur eða flokksstjórn á að ráða því og ekki til málamynda heldur í raun. Formaður á heldur ekki að ráða stefnu flokksins. Það eru flokksþing og flokksstjórnir og flokksfélögin,sem eiga að marka stefnuna og ákveða hana.Því fyrr sem flokksforingjar átta sig á þessu því betra. Það á að ríkja lýðræði í flokkunum en ekki foringjaræði. Bókin Guðni,af lífi og sál er góð bók. Ég mæli hiklaust með henni. Höfundur er viðskiptafræðingur.
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun