Úttekt á öllu klabbinu 20. febrúar 2008 00:01 Geir H. Haarde Allar góðar hugmyndir vel þegnar. Viðskiptaráð hefur lagt til að peningastefnan verði endurskoðuð. Það hafa aðrir gert, til að mynda Friðrik Már Baldursson prófessor. Ingimundur Friðriksson Seðlabankastjóri sagðist í samtali við Markaðinn ekki fráhverfur því. Stjórnmálamenn virðast ekki alveg fráhverfir því heldur. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir að sjálfsagt sé þörf á að endurskoða peningastefnuna. „En það þarf að gera með jafnaðargeði.“ Meta þurfi reynsluna af verðbólgumarkmiðsstefnunni sem verið hafi við lýði frá 2001. „Nú er komið árið 2008 og það er full ástæða til að meta hvernig til hefur tekist og meta hvort ástæða sé til að gera á þessu einhverjar leiðréttingar eða breytingar. Og gefa sér tíma til þess.“ „Mér finnst að það ætti að gera heildarúttekt á öllu heila klabbinu. Þar væri skoðaður hlutur ríkisstjórnar, Seðlabankans og einkageirans,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs. Ingibjörg SÓlrún Gísladóttir Sjálfsagt að endurskoða peningastefnuna. Viðskiptaráð leggur til að farið verði í endurskoðun á peningamálastefnu Seðlabankans. Steingrímur segir að taka eigi út hluti á breiðari grundvelli. Þverpólitískt samstarf stjórnmálaflokka ætti að leiða til heildarúttekar á þróun íslenska hagkerfisins og pólitískum og efnahagslegum ákvörðunum undanfarin ár. „Það er ekki til nein ókeypis sársaukalaus lausn þegar búið er að klúðra hagstjórn í einu landi.“ Geir H. Haarde, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að sjö ár séu ekki langur tími þegar peningamálastefna sé annars vegar. „En auðvitað skoðum við allar hugmyndir.“ Steingrímur J. Sigfússon Það þarf að gera heildarúttekt á öllu klabbinu. Ingibjörg Sólrún bendir á að umræðan eigi ekki bara að snúast um krónur og evrur. Ákvörðun um inngöngu í Evrópusambandið og þar með myntbandalag sé miklu stærri spurning. „Þetta er í rauninni val um samfélagsgerð. Menn hafa farið dálítið í kringum þetta eins og kettir í kringum heitan graut.“ Brýnasta verkefnið nú sé að taka til hér heima. „Það hafa verið gerð ýmis hagstjórnarmistök á undanförnum árum. Við verðum að fara yfir þetta og sjá hvernig við getum undið ofan af þessu, náð niður vöxtum og viðskiptahalla.“ Undir smásjánni Úttekt Mest lesið Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Viðskipti innlent Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Viðskipti innlent Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Viðskipti innlent Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Viðskipti innlent Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Viðskipti innlent Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Viðskipti innlent Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Neytendur Fleiri fréttir Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Sjá meira
Viðskiptaráð hefur lagt til að peningastefnan verði endurskoðuð. Það hafa aðrir gert, til að mynda Friðrik Már Baldursson prófessor. Ingimundur Friðriksson Seðlabankastjóri sagðist í samtali við Markaðinn ekki fráhverfur því. Stjórnmálamenn virðast ekki alveg fráhverfir því heldur. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir að sjálfsagt sé þörf á að endurskoða peningastefnuna. „En það þarf að gera með jafnaðargeði.“ Meta þurfi reynsluna af verðbólgumarkmiðsstefnunni sem verið hafi við lýði frá 2001. „Nú er komið árið 2008 og það er full ástæða til að meta hvernig til hefur tekist og meta hvort ástæða sé til að gera á þessu einhverjar leiðréttingar eða breytingar. Og gefa sér tíma til þess.“ „Mér finnst að það ætti að gera heildarúttekt á öllu heila klabbinu. Þar væri skoðaður hlutur ríkisstjórnar, Seðlabankans og einkageirans,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs. Ingibjörg SÓlrún Gísladóttir Sjálfsagt að endurskoða peningastefnuna. Viðskiptaráð leggur til að farið verði í endurskoðun á peningamálastefnu Seðlabankans. Steingrímur segir að taka eigi út hluti á breiðari grundvelli. Þverpólitískt samstarf stjórnmálaflokka ætti að leiða til heildarúttekar á þróun íslenska hagkerfisins og pólitískum og efnahagslegum ákvörðunum undanfarin ár. „Það er ekki til nein ókeypis sársaukalaus lausn þegar búið er að klúðra hagstjórn í einu landi.“ Geir H. Haarde, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að sjö ár séu ekki langur tími þegar peningamálastefna sé annars vegar. „En auðvitað skoðum við allar hugmyndir.“ Steingrímur J. Sigfússon Það þarf að gera heildarúttekt á öllu klabbinu. Ingibjörg Sólrún bendir á að umræðan eigi ekki bara að snúast um krónur og evrur. Ákvörðun um inngöngu í Evrópusambandið og þar með myntbandalag sé miklu stærri spurning. „Þetta er í rauninni val um samfélagsgerð. Menn hafa farið dálítið í kringum þetta eins og kettir í kringum heitan graut.“ Brýnasta verkefnið nú sé að taka til hér heima. „Það hafa verið gerð ýmis hagstjórnarmistök á undanförnum árum. Við verðum að fara yfir þetta og sjá hvernig við getum undið ofan af þessu, náð niður vöxtum og viðskiptahalla.“
Undir smásjánni Úttekt Mest lesið Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Viðskipti innlent Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Viðskipti innlent Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Viðskipti innlent Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Viðskipti innlent Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Viðskipti innlent Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Viðskipti innlent Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Neytendur Fleiri fréttir Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Sjá meira