Martröð í Ráðhúsinu Jón Kaldal skrifar 8. ágúst 2008 00:01 Það þarf ekki að koma á óvart að fjórði meirihlutinn verði myndaður í borgarstjórn Reykjavíkur áður en þetta kjörtímabil er úti. Óvinsældir núverandi meirihluta Sjálfstæðisflokks og Ólafs F. Magnússonar eru sögulegar. Engin teikn eru á lofti um að þar sé breytinga að vænta. Þvert á móti er stjórnunarstíll borgarstjóra af því tagi að sjálfstæðismenn munu þurfa að halda áfram að ræsa út slökkvilið sitt með reglulegu millibili á meðan á samstarfinu við hann stendur. Rétt um tvö hundruð dagar eru nú liðnir frá því að Sjálfstæðisflokkurinn leiddi Ólaf í stól borgarstjóra. Það þarf ekki mikla innsýn í taflmennsku stjórnmálanna til að gera sér í hugarlund að sjálfstæðismenn hafi reiknað með að Ólafi myndi þykja svo vænt um stólinn og keðjuna að hann yrði þeim leiðitamur við stjórn borgarinnar. Annað hefur heldur betur komið á daginn. Ólafur hefur ítrekað tekið af allan vafa um að hann á sig sjálfur og hefur ekki sýnt nokkurn vilja til að gera málamiðlanir um stefnumál sín. Ólafur er örugglega mun klókari stjórnmálamaður en samherjar og andstæðingar hans ætla honum. Hann metur greinilega stöðuna á þá leið að hann hafi hreðjatak á Sjálfstæðisflokknum í borginni. Ástæðan er einföld. Þegar sjálfstæðismenn snöruðu Ólafi úr Tjarnarkvartettinum lögðu þeir tilveru sína í hendur honum út kjörtímabilið. Í fyrsta lagi vegna þess að með þeim gjörningi gengu þeir svo fram af öðrum flokkum í borginni að þar yrði ekki komið að opnum dyrum um mögulegt samstarf. Í öðru lagi, og umfram allt, gæti Sjálfstæðisflokkurinn ekki sýnt það fádæma ábyrgðarleysi að hafa frumkvæðið að myndun þriggja meirihluta á einu kjörtímabili. Eins og málin hafa hins vegar þróast gæti það þó verið skárri kostur en að halda núverandi samstarfi áfram. Í nýrri skoðanakönnun Capacent, fyrir fréttastofu Stöðvar 2, kemur fram að einungis 28,5 prósent borgarbúa styðja flokkana sem mynda meirihlutann. Ef kosið yrði nú fengju Samfylkingin og Vinstri græn um 70 prósent atkvæða. Ólafur og Sjálfstæðisflokkur myndu sem sagt gjalda afhroð. En það myndi Framsóknarflokkurinn líka gera og sá möguleiki hlýtur að opna sprungur í þá miklu samstöðu sem flokkarnir í minnihlutanum hafa sýnt hingað til. Framsóknarflokkurinn nýtur hrakfara meirihlutans á engan hátt ólíkt hinum flokkunum í minnihlutanum. Þegar svo er komið hlýtur fulltrúi flokksins, Óskar Bergsson, að hugleiða ásamt baklandi sínu, hvort hann hafi ekki allt að vinna með að komast í borgarstjórn. Verða riddarinn á hvíta hestinum sem kemur á ró í ráðhúsinu, svo borgarbúar geti andað léttar. Óskar og Framsóknarflokkurinn hafa að minnsta kosti engu að tapa. Sjálfstæðisflokkurinn, varla heldur. Innan raða hans er mikill áhugi á að koma áformum um Bitruvirkjun aftur á koppinn. Þar er komið kjörið mál til að láta brjóta á. Óskar er yfirlýstur stuðningsmaður Bitruvirkjunar. Borgarstjóri andstæðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Kaldal Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Skoðun Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Það þarf ekki að koma á óvart að fjórði meirihlutinn verði myndaður í borgarstjórn Reykjavíkur áður en þetta kjörtímabil er úti. Óvinsældir núverandi meirihluta Sjálfstæðisflokks og Ólafs F. Magnússonar eru sögulegar. Engin teikn eru á lofti um að þar sé breytinga að vænta. Þvert á móti er stjórnunarstíll borgarstjóra af því tagi að sjálfstæðismenn munu þurfa að halda áfram að ræsa út slökkvilið sitt með reglulegu millibili á meðan á samstarfinu við hann stendur. Rétt um tvö hundruð dagar eru nú liðnir frá því að Sjálfstæðisflokkurinn leiddi Ólaf í stól borgarstjóra. Það þarf ekki mikla innsýn í taflmennsku stjórnmálanna til að gera sér í hugarlund að sjálfstæðismenn hafi reiknað með að Ólafi myndi þykja svo vænt um stólinn og keðjuna að hann yrði þeim leiðitamur við stjórn borgarinnar. Annað hefur heldur betur komið á daginn. Ólafur hefur ítrekað tekið af allan vafa um að hann á sig sjálfur og hefur ekki sýnt nokkurn vilja til að gera málamiðlanir um stefnumál sín. Ólafur er örugglega mun klókari stjórnmálamaður en samherjar og andstæðingar hans ætla honum. Hann metur greinilega stöðuna á þá leið að hann hafi hreðjatak á Sjálfstæðisflokknum í borginni. Ástæðan er einföld. Þegar sjálfstæðismenn snöruðu Ólafi úr Tjarnarkvartettinum lögðu þeir tilveru sína í hendur honum út kjörtímabilið. Í fyrsta lagi vegna þess að með þeim gjörningi gengu þeir svo fram af öðrum flokkum í borginni að þar yrði ekki komið að opnum dyrum um mögulegt samstarf. Í öðru lagi, og umfram allt, gæti Sjálfstæðisflokkurinn ekki sýnt það fádæma ábyrgðarleysi að hafa frumkvæðið að myndun þriggja meirihluta á einu kjörtímabili. Eins og málin hafa hins vegar þróast gæti það þó verið skárri kostur en að halda núverandi samstarfi áfram. Í nýrri skoðanakönnun Capacent, fyrir fréttastofu Stöðvar 2, kemur fram að einungis 28,5 prósent borgarbúa styðja flokkana sem mynda meirihlutann. Ef kosið yrði nú fengju Samfylkingin og Vinstri græn um 70 prósent atkvæða. Ólafur og Sjálfstæðisflokkur myndu sem sagt gjalda afhroð. En það myndi Framsóknarflokkurinn líka gera og sá möguleiki hlýtur að opna sprungur í þá miklu samstöðu sem flokkarnir í minnihlutanum hafa sýnt hingað til. Framsóknarflokkurinn nýtur hrakfara meirihlutans á engan hátt ólíkt hinum flokkunum í minnihlutanum. Þegar svo er komið hlýtur fulltrúi flokksins, Óskar Bergsson, að hugleiða ásamt baklandi sínu, hvort hann hafi ekki allt að vinna með að komast í borgarstjórn. Verða riddarinn á hvíta hestinum sem kemur á ró í ráðhúsinu, svo borgarbúar geti andað léttar. Óskar og Framsóknarflokkurinn hafa að minnsta kosti engu að tapa. Sjálfstæðisflokkurinn, varla heldur. Innan raða hans er mikill áhugi á að koma áformum um Bitruvirkjun aftur á koppinn. Þar er komið kjörið mál til að láta brjóta á. Óskar er yfirlýstur stuðningsmaður Bitruvirkjunar. Borgarstjóri andstæðingur.
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun