Enn lækka hlutabréf í Evrópu 16. september 2008 09:26 Maður gengur fram hjá upplýsingaskilti um stöðuna á asískum hlutabréfamarkaði. Mynd/AFP Gengi hlutabréfa í Evrópu hélt áfram að lækka í dag eftir skell víða um heim í gær í kjölfar mikillar uppstokkunar á bandarískum fjármálamarkaði, greiðslustöðvunar Lehman Brothers og alvarlegs lausafjárvanda AIG, stærsta tryggingafélags landsins. Á ný voru það fjármálafyrirtæki sem tóku stærsta skellinn í Evópu í dag en gengi bréfa í breska bankanum HBOS féll um tólf prósent í dag og gengi Royal Bank of Scotland fór niður um sjö prósent. Þá féll gengi bréfa í Barclay Bank um rúm fimm prósent. Stefnt var að því fyrir síðustu helgi að bankinn bjargaði Lehman Brothers undan gjaldþrotahamrinum með kaupum á eignum bankans, sem er fjórði umsvifamesti fjárfestingabanki Bandaríkjanna. Franskir bankar fóru ekki varhluta af þróun mála en gengi þeirra hefur fallið í kringum fjögur prósent. Þar af féll gengi Commerzbank um tæp níu prósent í fyrstu viðskiptum dagsins. Stærstu hlutabréfamarkaðir í Asíu voru lokaðir í gær og féll Nikkei-vísitalan um fimm prósent á fyrsta viðskiptadegi vikunnar í dag. Seðlabankar í álfunni gripu strax til aðgerða í morgun. Japanski seðlabankinn dældi jafnvirði tvö þúsund milljarða íslenskra króna inn í japanskt efnahagslíf. Seðlabankar í Ástralíu og á Indlandi gripu til svipaðra ráða og fetuðu þar í fótspor bandaríska seðlabankans og banka í Evrópu. FTSE-vísitalan lækkaði í morgun um 1,46 prósent, Dax-vísitalan í Þýskalandi fór niður um 1,17 prósent og CAC-40 vísitalan í Frakklandi lækkaði um 0,7 prósent. Nokkur lækkun hefur sömuleiðis verið á norrænum hlutabréfamörkuðum. Minnsta lækkunin er í kauphöllinni í Helsinki í Finnlandi, sem hefur lækkað um 0,22 prósent en langmest í Noregi. Aðalvísitalan þar hefur lækkað um 3,35 prósent það sem af er dags. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Enginn bragur af verðhækkunum Icelandair Neytendur Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Gengi hlutabréfa í Evrópu hélt áfram að lækka í dag eftir skell víða um heim í gær í kjölfar mikillar uppstokkunar á bandarískum fjármálamarkaði, greiðslustöðvunar Lehman Brothers og alvarlegs lausafjárvanda AIG, stærsta tryggingafélags landsins. Á ný voru það fjármálafyrirtæki sem tóku stærsta skellinn í Evópu í dag en gengi bréfa í breska bankanum HBOS féll um tólf prósent í dag og gengi Royal Bank of Scotland fór niður um sjö prósent. Þá féll gengi bréfa í Barclay Bank um rúm fimm prósent. Stefnt var að því fyrir síðustu helgi að bankinn bjargaði Lehman Brothers undan gjaldþrotahamrinum með kaupum á eignum bankans, sem er fjórði umsvifamesti fjárfestingabanki Bandaríkjanna. Franskir bankar fóru ekki varhluta af þróun mála en gengi þeirra hefur fallið í kringum fjögur prósent. Þar af féll gengi Commerzbank um tæp níu prósent í fyrstu viðskiptum dagsins. Stærstu hlutabréfamarkaðir í Asíu voru lokaðir í gær og féll Nikkei-vísitalan um fimm prósent á fyrsta viðskiptadegi vikunnar í dag. Seðlabankar í álfunni gripu strax til aðgerða í morgun. Japanski seðlabankinn dældi jafnvirði tvö þúsund milljarða íslenskra króna inn í japanskt efnahagslíf. Seðlabankar í Ástralíu og á Indlandi gripu til svipaðra ráða og fetuðu þar í fótspor bandaríska seðlabankans og banka í Evrópu. FTSE-vísitalan lækkaði í morgun um 1,46 prósent, Dax-vísitalan í Þýskalandi fór niður um 1,17 prósent og CAC-40 vísitalan í Frakklandi lækkaði um 0,7 prósent. Nokkur lækkun hefur sömuleiðis verið á norrænum hlutabréfamörkuðum. Minnsta lækkunin er í kauphöllinni í Helsinki í Finnlandi, sem hefur lækkað um 0,22 prósent en langmest í Noregi. Aðalvísitalan þar hefur lækkað um 3,35 prósent það sem af er dags.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Enginn bragur af verðhækkunum Icelandair Neytendur Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent