Fjárfestar forðast fjármálageirann 10. september 2008 20:31 Frá bandarískum hlutabréfamarkaði. Fjárfestar hunsuðu fjármálageirann í dag. Mynd/AFP Gengi hlutabréfa í bandaríska fjárfestingabankanum Lehman Brothers lækkaði frekari í dag þrátt fyrir að forsvarsmenn bankans sögðu frá því að þeir væru að leita leiða til að selja eignir undan honum í því skyni að bæta fé í baukinn. Á meðal þess sem á að selja er hluti eignastýringardeildar bankans auk þess sem stefnt er að því að færa fasteignahluta bankans í sérstakt félag sem horft er til að skrá á hlutabréfamarkaði í nánustu framtíð. Bankinn tapaði 3,9 milljörðum dala á þriðja fjórðungi ársins, samkvæmt bráðabirgðatölum sem bankinn birti í dag, nokkru fyrir áður áætlaðan birtingadag. Afkoman var ekki til að efla trú fjárfesta á fjármálageirann og fjárfestu þeir í flestum öðrum geirum en í fjármálafyrirtækjum vestanhafs í dag. Einn mest var fjárfest í neytendavörugeiranum, sem þykir öruggt skjól í ólgusjó á fjármálamörkuðum, að sögn fréttastofu Associated Press. Gengi hlutabréfa í Lehman lækkaði um 6,9 prósent í dag og endaði það í 7,25 dölum á hlut. Gengið féll um 45 prósent í gær eftir að slitnaði upp úr viðræðum við kóreska þróunarbankans um sölu á fjórðungshlut í bankanum. Dow Jones-hlutabréfavísitalan hækkaði um 0,34 prósent og Nasdaq-vísitalan um 0,85 prósent. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Gengi hlutabréfa í bandaríska fjárfestingabankanum Lehman Brothers lækkaði frekari í dag þrátt fyrir að forsvarsmenn bankans sögðu frá því að þeir væru að leita leiða til að selja eignir undan honum í því skyni að bæta fé í baukinn. Á meðal þess sem á að selja er hluti eignastýringardeildar bankans auk þess sem stefnt er að því að færa fasteignahluta bankans í sérstakt félag sem horft er til að skrá á hlutabréfamarkaði í nánustu framtíð. Bankinn tapaði 3,9 milljörðum dala á þriðja fjórðungi ársins, samkvæmt bráðabirgðatölum sem bankinn birti í dag, nokkru fyrir áður áætlaðan birtingadag. Afkoman var ekki til að efla trú fjárfesta á fjármálageirann og fjárfestu þeir í flestum öðrum geirum en í fjármálafyrirtækjum vestanhafs í dag. Einn mest var fjárfest í neytendavörugeiranum, sem þykir öruggt skjól í ólgusjó á fjármálamörkuðum, að sögn fréttastofu Associated Press. Gengi hlutabréfa í Lehman lækkaði um 6,9 prósent í dag og endaði það í 7,25 dölum á hlut. Gengið féll um 45 prósent í gær eftir að slitnaði upp úr viðræðum við kóreska þróunarbankans um sölu á fjórðungshlut í bankanum. Dow Jones-hlutabréfavísitalan hækkaði um 0,34 prósent og Nasdaq-vísitalan um 0,85 prósent.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira