Bílaiðnaðurinn keyrði hlutabréfamarkaðinn niður 19. nóvember 2008 21:00 Bandarískir miðlarar bera saman bækur sínar á Wall Street. Mynd/AP Hremmingar í bandarískum bílaiðnaði og hugsanleg gjaldþrot bílarisanna þriggja olli miklu verðfalli á þarlendum hlutabréfamarkaði í dag. Þá eiga svartar tölur um stöðu efnahagslífsins hlut að máli en þær mála framtíðarmyndina afar dökkum litum. Frá því var greint í dag að bílarisarnir General Motors, Ford og Chrysler eigi við alvarlegan rekstrarvanda að stríða vegna mikilla þrenginga í bandarískum efnahagslífi og sé nú svo komið að fyrirtækin rambi á barmi gjaldþrots. Rick Wagoner, forstjóri General Motors, lýsti því svo yfir í dag að fari fyrirtækin í þrot muni það hafa alvarlegar afleiðingar í för með sér fyrir bandarískt efnahagslíf. Gengi bréfa í GM féll um átján prósent og hefur ekki verið lægra síðan árið 1942. Þá féll gengi Ford um fjórðung og hefur ekki verið lægra síðan árið 1982. Í ofanálag benda opinberir hagvísar til frekari samdráttar í einkaneyslu auk þess sem nýbyggingum hafi fækkað upp á síðkastið. Bandaríski seðlabankinn gaf það svo út í dag að útlit sé fyrir erfitt árferði á næstu mánuðum og megi vænta frekari stýrivaxtalækkunar til að mæta þrengingunum, líkt og Associated Press-fréttastofan bendir á. Dow Jones-hlutabréfavísitalan féll um rétt rúm fimm prósent og endaði undir 7.997 stigum. Hún hefur ekki legið undir 8.000 stigunum síðan í október árið 2002. Nasdaq-vísitalan féll á sama tíma um 6,53 prósent og endaði í 1.386 stigum. Hún hefur ekki verið lægri síðan í mars árið 2003. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið „Klárum þetta með góðu partíi heima hjá mér í kvöld“ Atvinnulíf Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Viðskipti innlent Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf „Fer út í daginn uppfull af hundaknúsi“ Atvinnulíf Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Sjá meira
Hremmingar í bandarískum bílaiðnaði og hugsanleg gjaldþrot bílarisanna þriggja olli miklu verðfalli á þarlendum hlutabréfamarkaði í dag. Þá eiga svartar tölur um stöðu efnahagslífsins hlut að máli en þær mála framtíðarmyndina afar dökkum litum. Frá því var greint í dag að bílarisarnir General Motors, Ford og Chrysler eigi við alvarlegan rekstrarvanda að stríða vegna mikilla þrenginga í bandarískum efnahagslífi og sé nú svo komið að fyrirtækin rambi á barmi gjaldþrots. Rick Wagoner, forstjóri General Motors, lýsti því svo yfir í dag að fari fyrirtækin í þrot muni það hafa alvarlegar afleiðingar í för með sér fyrir bandarískt efnahagslíf. Gengi bréfa í GM féll um átján prósent og hefur ekki verið lægra síðan árið 1942. Þá féll gengi Ford um fjórðung og hefur ekki verið lægra síðan árið 1982. Í ofanálag benda opinberir hagvísar til frekari samdráttar í einkaneyslu auk þess sem nýbyggingum hafi fækkað upp á síðkastið. Bandaríski seðlabankinn gaf það svo út í dag að útlit sé fyrir erfitt árferði á næstu mánuðum og megi vænta frekari stýrivaxtalækkunar til að mæta þrengingunum, líkt og Associated Press-fréttastofan bendir á. Dow Jones-hlutabréfavísitalan féll um rétt rúm fimm prósent og endaði undir 7.997 stigum. Hún hefur ekki legið undir 8.000 stigunum síðan í október árið 2002. Nasdaq-vísitalan féll á sama tíma um 6,53 prósent og endaði í 1.386 stigum. Hún hefur ekki verið lægri síðan í mars árið 2003.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið „Klárum þetta með góðu partíi heima hjá mér í kvöld“ Atvinnulíf Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Viðskipti innlent Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf „Fer út í daginn uppfull af hundaknúsi“ Atvinnulíf Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Sjá meira