Markaregn í Meistaradeildinni Elvar Geir Magnússon skrifar 21. október 2008 20:00 Dimitar Berbatov skoraði tvívegis fyrir Manchester United í kvöld. Það var heldur betur líf og fjör í Meistaradeild Evrópu í kvöld og mikið skorað. Alls 36 mörk voru skoruð í átta leikjum en aldrei áður hefur verið skorað jafnmikið á einu Meistaradeildarkvöldi. Þremur umferðum er nú lokið í helmingi af riðlum keppninnar en neðar á síðunni má sjá öll úrslit kvöldsins. Dimitar Berbatov átti stórleik fyrir Manchester United sem vann Glasgow Celtic 3-0. Berbatov skoraði tvö fyrstu mörk United en var reyndar rangstæður í þeim báðum. Wayne Rooney er sjóðandi heitur og hefur skorað í sjö leikjum í röð en hann gerði þriðja markið. Celtic er eina lið Meistaradeildarinnar sem ekki hefur náð að skora í riðlakeppninni. Í hinum leik E-riðilsins vann Villareal sigur á danska liðinu Álaborg 6-3 í miklum markaleik. Llorente skoraði þrennu fyrir spænska liðið. Nokkuð ljóst er að United og Villareal fara upp úr riðlinum. Það var ótrúlegur leikur í F-riðli þar sem franska liðið Lyon vann 5-3 útisigur á Steaua Búkarest eftir að hafa verið undir í leiknum. Miroslav Klose, Zé Roberto og Schweinsteiger skoruðu mörk Bayern München sem vann Fiorentina 3-0. Í G-riðli gerði Arsenal góða ferð til Tyrklands og vann 5-2 útisigur. Emmanuel Adebayor, Abu Diaby, Theo Walcott, Aaron Ramsey og Alexandre Song skoruðu mörk enska liðsins. Dynamo Kiev vann útisigur á Porto í hinum leik riðilsins. Í H-riðli var stórleikur á dagskrá. Juventus vann 2-1 sigur á Real Madrid. Alessandro Del Piero og Amauri komu Juventus í 2-0 áður en Ruud van Nistelrooy minnkaði muninn. E-riðill:Man Utd - Celtic 3-0 Villareal - AaB 6-3 Staðan: 1. Man Utd, 7 stig (+6 í markatölu) 2. Villareal, 7 (+4) 3. Celtic, 1 (-4) 4. AaB, 1 (-6)F-riðill: Bayern München - Fiorentina 3-0 Steaua Búkarest - Lyon 3-5 Staðan: 1. Bayern Münch, 7 stig (+4 í markatölu) 2. Lyon, 5 (+2) 3. Fiorentina, 2 (-3) 4. Steaua Búkar, 1 (-3)G-riðill: Fenerbahce - Arsenal 2-5 Porto - Dynamo Kiev 0-1 Staðan: 1. Arsenal, 7 stig (+7 í markatölu) 2. Dynamo Kiev, 5 (+1) 3. Porto, 3 (-3) 4. Fenerbahce, 1 (-5)H-riðill: Zenit St Pétursborg - BATE 1-1 Juventus - Real Madrid 2-1 Staðan: 1. Juventus, 7 stig (+2 í markatölu) 2. Real Madrid, 6 (+1) 3. BATE, 2 (-2) 4. Zenit, 1 (-2) Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Berbatov: Ekki mitt hlutverk að dæma rangstöðu Dimitar Berbatov var í skýjunum með umdeildu mörkin sín tvö í 3-0 sigrinum á Celtic. Bæði skoraði hann af stuttu færi en í endursýningum sást að hann var rangstæður í bæði skiptin. 21. október 2008 21:23 Walcott: Erum á flugi Arsenal heldur áfram að fara á kostum í Meistaradeildinni og vann liðið 5-2 útisigur á Fenerbahce í kvöld. Theo Walcott skoraði annað mark Arsenal í leiknum. 21. október 2008 22:00 Del Piero: Fyrsta skrefið úr vandræðunum Reynsluboltinn Alessandro Del Piero átti góðan leik fyrir Juventus sem vann 2-1 sigur á Real Madrid í kvöld og komst á topp riðilsins. Del Piero skoraði fyrra mark Juventus með mögnuðu skoti. 21. október 2008 21:11 Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Angel Reese í hálfs leiks bann Körfubolti Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Fleiri fréttir Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Sjá meira
Það var heldur betur líf og fjör í Meistaradeild Evrópu í kvöld og mikið skorað. Alls 36 mörk voru skoruð í átta leikjum en aldrei áður hefur verið skorað jafnmikið á einu Meistaradeildarkvöldi. Þremur umferðum er nú lokið í helmingi af riðlum keppninnar en neðar á síðunni má sjá öll úrslit kvöldsins. Dimitar Berbatov átti stórleik fyrir Manchester United sem vann Glasgow Celtic 3-0. Berbatov skoraði tvö fyrstu mörk United en var reyndar rangstæður í þeim báðum. Wayne Rooney er sjóðandi heitur og hefur skorað í sjö leikjum í röð en hann gerði þriðja markið. Celtic er eina lið Meistaradeildarinnar sem ekki hefur náð að skora í riðlakeppninni. Í hinum leik E-riðilsins vann Villareal sigur á danska liðinu Álaborg 6-3 í miklum markaleik. Llorente skoraði þrennu fyrir spænska liðið. Nokkuð ljóst er að United og Villareal fara upp úr riðlinum. Það var ótrúlegur leikur í F-riðli þar sem franska liðið Lyon vann 5-3 útisigur á Steaua Búkarest eftir að hafa verið undir í leiknum. Miroslav Klose, Zé Roberto og Schweinsteiger skoruðu mörk Bayern München sem vann Fiorentina 3-0. Í G-riðli gerði Arsenal góða ferð til Tyrklands og vann 5-2 útisigur. Emmanuel Adebayor, Abu Diaby, Theo Walcott, Aaron Ramsey og Alexandre Song skoruðu mörk enska liðsins. Dynamo Kiev vann útisigur á Porto í hinum leik riðilsins. Í H-riðli var stórleikur á dagskrá. Juventus vann 2-1 sigur á Real Madrid. Alessandro Del Piero og Amauri komu Juventus í 2-0 áður en Ruud van Nistelrooy minnkaði muninn. E-riðill:Man Utd - Celtic 3-0 Villareal - AaB 6-3 Staðan: 1. Man Utd, 7 stig (+6 í markatölu) 2. Villareal, 7 (+4) 3. Celtic, 1 (-4) 4. AaB, 1 (-6)F-riðill: Bayern München - Fiorentina 3-0 Steaua Búkarest - Lyon 3-5 Staðan: 1. Bayern Münch, 7 stig (+4 í markatölu) 2. Lyon, 5 (+2) 3. Fiorentina, 2 (-3) 4. Steaua Búkar, 1 (-3)G-riðill: Fenerbahce - Arsenal 2-5 Porto - Dynamo Kiev 0-1 Staðan: 1. Arsenal, 7 stig (+7 í markatölu) 2. Dynamo Kiev, 5 (+1) 3. Porto, 3 (-3) 4. Fenerbahce, 1 (-5)H-riðill: Zenit St Pétursborg - BATE 1-1 Juventus - Real Madrid 2-1 Staðan: 1. Juventus, 7 stig (+2 í markatölu) 2. Real Madrid, 6 (+1) 3. BATE, 2 (-2) 4. Zenit, 1 (-2)
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Berbatov: Ekki mitt hlutverk að dæma rangstöðu Dimitar Berbatov var í skýjunum með umdeildu mörkin sín tvö í 3-0 sigrinum á Celtic. Bæði skoraði hann af stuttu færi en í endursýningum sást að hann var rangstæður í bæði skiptin. 21. október 2008 21:23 Walcott: Erum á flugi Arsenal heldur áfram að fara á kostum í Meistaradeildinni og vann liðið 5-2 útisigur á Fenerbahce í kvöld. Theo Walcott skoraði annað mark Arsenal í leiknum. 21. október 2008 22:00 Del Piero: Fyrsta skrefið úr vandræðunum Reynsluboltinn Alessandro Del Piero átti góðan leik fyrir Juventus sem vann 2-1 sigur á Real Madrid í kvöld og komst á topp riðilsins. Del Piero skoraði fyrra mark Juventus með mögnuðu skoti. 21. október 2008 21:11 Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Angel Reese í hálfs leiks bann Körfubolti Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Fleiri fréttir Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Sjá meira
Berbatov: Ekki mitt hlutverk að dæma rangstöðu Dimitar Berbatov var í skýjunum með umdeildu mörkin sín tvö í 3-0 sigrinum á Celtic. Bæði skoraði hann af stuttu færi en í endursýningum sást að hann var rangstæður í bæði skiptin. 21. október 2008 21:23
Walcott: Erum á flugi Arsenal heldur áfram að fara á kostum í Meistaradeildinni og vann liðið 5-2 útisigur á Fenerbahce í kvöld. Theo Walcott skoraði annað mark Arsenal í leiknum. 21. október 2008 22:00
Del Piero: Fyrsta skrefið úr vandræðunum Reynsluboltinn Alessandro Del Piero átti góðan leik fyrir Juventus sem vann 2-1 sigur á Real Madrid í kvöld og komst á topp riðilsins. Del Piero skoraði fyrra mark Juventus með mögnuðu skoti. 21. október 2008 21:11