Buffett opnar veskið á ný 1. október 2008 22:00 Auðkýfingurinn Warren Buffett. Mynd/AFP Bandaríski auðkýfingurinn Warren Buffett gert gert samkomulag um kaup á hlutabréfum í bandarísku risasamsteypunni General Electric fyrir þrjá milljarða bandaríkjadala, jafnvirði tæpra 330 milljarða íslenskra króna. Kaupin eru gerð í gegnum fjárfestingafélagið Berkshire Hathaway, sem hann hefur stýrt í rúm fjörutíu ár. Hlutabréfin eru svokölluð forgangshlutabréf sem veita fjárfestingafélaginu tíu prósenta arð á ári. Félagið hefur sömuleiðis skuldbundið sig til að eiga bréfin í þrjú ár en þá hefur General Electric leyfi til að kaupa þau aftur á tíu prósenta yfirverði. Auk þessa hefur Buffett skuldbundið sig til að kaupa hlutabréf í fyrirtækin fyrir þrjá milljarða dala til viðbótar af almennum hlutabréfum fyrir 22,25 dali á hlut og mun hann eiga þau í fimm ár. Lokagengi bréfa í samstæðunni var 24,5 dalir á hlut í dag, samkvæmt Bloomberg-fréttastofunni. Berkshire Hathaway hefur farið mikinn um fjármálaheiminn um þessar mundir enda er Buffett, sem hefur verið á meðal auðugustu manna í heimi um árabil, þekktur fyrir að kaupa hlutabréf félaga sem eru undirverðlög. Gengi bréfa í General Electric er í þeim flokki en það hefur fallið um tæp fimmtíu prósent síðastliðna tólf mánuði. Þá er skemmst að minnast svipaðra risakaupa Berkshire Hathaway í bandaríska fjárfestingabankanum Goldman Sachs í síðustu viku. Kaupin höfuð mjög jákvæð áhrif á bandaríska hlutabréfamarkað. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Bandaríski auðkýfingurinn Warren Buffett gert gert samkomulag um kaup á hlutabréfum í bandarísku risasamsteypunni General Electric fyrir þrjá milljarða bandaríkjadala, jafnvirði tæpra 330 milljarða íslenskra króna. Kaupin eru gerð í gegnum fjárfestingafélagið Berkshire Hathaway, sem hann hefur stýrt í rúm fjörutíu ár. Hlutabréfin eru svokölluð forgangshlutabréf sem veita fjárfestingafélaginu tíu prósenta arð á ári. Félagið hefur sömuleiðis skuldbundið sig til að eiga bréfin í þrjú ár en þá hefur General Electric leyfi til að kaupa þau aftur á tíu prósenta yfirverði. Auk þessa hefur Buffett skuldbundið sig til að kaupa hlutabréf í fyrirtækin fyrir þrjá milljarða dala til viðbótar af almennum hlutabréfum fyrir 22,25 dali á hlut og mun hann eiga þau í fimm ár. Lokagengi bréfa í samstæðunni var 24,5 dalir á hlut í dag, samkvæmt Bloomberg-fréttastofunni. Berkshire Hathaway hefur farið mikinn um fjármálaheiminn um þessar mundir enda er Buffett, sem hefur verið á meðal auðugustu manna í heimi um árabil, þekktur fyrir að kaupa hlutabréf félaga sem eru undirverðlög. Gengi bréfa í General Electric er í þeim flokki en það hefur fallið um tæp fimmtíu prósent síðastliðna tólf mánuði. Þá er skemmst að minnast svipaðra risakaupa Berkshire Hathaway í bandaríska fjárfestingabankanum Goldman Sachs í síðustu viku. Kaupin höfuð mjög jákvæð áhrif á bandaríska hlutabréfamarkað.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent