Sex marka sigur dugði ekki Elvar Geir Magnússon skrifar 15. júní 2008 17:01 Rúmenía vann sæti á HM á næsta ári. Íslenska landsliðið vann Makedóníu 30-24 í Laugardalshöll í dag. Þrátt fyrir sex marka sigur komst Ísland ekki á HM þar sem Makedónar unnu fyrri leikinn á heimavelli sínum með átta marka mun. Leikurinn í dag var ótrúlega spennandi og íslenska liðið fékk góð tækifæri til að tryggja sér sigur í einvíginu. Ísland átti frábæran seinni hálfleik en staðan í leikhléi var jöfn 13-13. Hinsvegar tapaðist einvígið í Makedóníu Markaskorarar Íslands: Guðjón Valur Sigurðsson 9, Snorri Steinn Guðjónsson 8, Ólafur Stefánsson 7, Arnór Atlason 2, Vignir Svavarsson 2, Alexander Peterson 2. Leikurinn var í beinni textalýsingu og má lesa hana hér að neðan. 17:33 Síðasta mark leiksins kemur frá Makedóníu. Úrslit leiksins 30-24. 17:31 Spennan er ótrúleg hér í Laugardalshöll. Ólafur Stefánsson skorar úr víti. 30-23. Hálf mínúta eftir. 17:29 Makedónar skoruðu en Snorri Steinn svaraði. Tvær mínútur eftir. 29-23. 17:27 Það er leikhlé. Átta marka sigur dugar Íslandi til að komast á HM. Spennan er mikil. 17:26 Nú er stemning í Laugardalshöllinni heldur betur! Sex marka forysta Íslands 28-22. Þrjár mínútur eftir. 17:24 Rúmar 5 mínútur eftir. Staðan 25-22. Guðjón Valur er kominn með átta mörk og er markahæstur í íslenska liðinu. 17:22 Guðjón Valur skoraði tvö mörk í röð og kom Íslandi í 24-20. 17:18 Vonin veika er að hverfa, staðan 22-20 þegar tíu mínútur eru eftir. Pólsku dómararnir hafa átt marga furðulega dóma í þessum leik. 17:14 Íslenska liðið hefur átt tvö stangarskot í röð. Færi sem nauðsynlega þurfti að nýta. Makedónar refsa fyrir það og minnka muninn í þrjú mörk. 22-19. 17:12 Aukin spenna er hlaupin í þennan leik. Íslenska liðið náði góðum mörkum úr hraðaupphlaupum. Það er smá von! Fjórtán mínútur eftir. 17:09 Íslenska liðið er komið á skrið. 22-18 er staðan. Snorri Steinn orðinn markahæstur í íslenska liðinu, kominn með sex mörk. 17:05 Þegar Ísland kemst í vænlega stöðu svara Makedónarnir alltaf með því að skora tvö mörk í röð. Staðan er 19-17. 17:00 Staðan er orðin 18-15. Guðjón Valur var að skora sitt fjórða mark. Nú þarf allt að ganga upp. 16:56 Snorri skoraði með hörkuskoti í samskeytin og munurinn var orðinn tvö mörk. Makedónar minnkuðu muninn í 16-15 úr víti. Fjórar mínútur liðnar af seinni hálfleik. 16:54 Snorri Steinn Guðjónsson kemur Íslandi í 15-14. Birkir Ívar er kominn í markið í staðinn fyrir Hreiðar. Hreiðar byrjaði fyrri hálfleikinn frábærlega en missti síðan taktinn. 16:52 Fyrirliðinn Ólafur Stefánsson byrjaði seinni hálfleikinn vel og kom Íslandi yfir en gestirnir svöruðu 14-14. 16:39 Það er kominn hálfleikur í Laugardalshöllinni. Staðan jöfn 13-13. Ísland komst mest í fjögurra marka forystu í fyrri hálfleik, 10-6, og þessi hálfleiksstaða því viss vonbrigði. Markaskorarar Íslands í fyrri hálfleik: Ólafur Stefánsson 4, Snorri Steinn Guðjónsson 3 (1 víti), Guðjón Valur Sigurðsson 3, Arnór Atlason 1, Alexander Peterson 1, Vignir Svavarsson 1. Varin skot í fyrri hálfleik: Hreiðar Guðmundsson 10. 16:36 Makedónar ná að jafna metin í 12-12, skora tvö mörk í röð. 16:34 Þrjár mínútur eftir af hálfleiknum. Ólafur Stefánsson skoraði sitt þriðja mark. 12-10. 16:30 Þrjú mörk í röð frá Makedóníu áður en Guðjón Valur náði að skora sitt þriðja mark í leiknum, 11-9. 16:29 Makedónar ná að minnka muninn í tvö mörk, 10-8. Við bendum á að haldið er utan um markaskorara íslenska liðsins hér neðst á síðunni. 16:25 Þrjú íslensk mörk í röð og fjögurra marka forysta 10-6. Þetta er allt á réttri leið. 16:21 Snorri Steinn kominn með tvö. Staðan orðin 7-6. 16:19 Ísland stendur vörnina vel og Hreiðar í miklum ham þar fyrir aftan. Markvörður Makedóníu hefur einnig átt mjög góðan leik en kom engum vörnum við þegar Snorri Steinn Guðjónsson skoraði 6-4. 16:15 Ólafur Stefánsson opnar sinn markareikning með föstu skoti. 5-4. 16:13 Hreiðar Guðmundsson heldur uppteknum hætti og er kominn með sjö skot varin hér á fyrstu tólf mínútum leiksins. Staðan 4-4, Guðjón Valur komin með tvö mörk. 16:10 Íslendingar hafa náð 3-2 forystu. Alexander Peterson og Guðjón Valur Sigurðsson komnir á blað. 16:07 Hreiðar byrjar leikinn vel í markinu og er kominn með fjögur skot varin hér í byrjun leiks. 16:05 Arnór Atlason jafnaði fyrir Ísland 1-1. Arnór meiddist á æfingu í gær en komst í gegnum upphitun fyrir þennan leik og er því með. 16:03 Hreiðar Guðmundsson varði fyrsta skot leiksins frá Makedóníu. Makedónar skora hinsvegar fyrsta mark leiksins. 0-1. 16:00 Ekki er hægt að kvarta undan stemningunni í stúkunni. Leikurinn er að hefjast. 15:57 Búið er að kynna liðin til leiks og verið að leika þjóðsöngva. Fólk hópast inn í Höllina sem senn fyllist. 15:50 Dómararnir í dag eru frá Póllandi. 15:31 Það er ljóst að það er virkilega erfitt verkefni framundan hjá íslenska liðinu og nánast allt verður að ganga upp í þessum leik ef það á að komast í lokakeppni HM. _____________________________ Markaskorarar Íslands: Guðjón Valur Sigurðsson 9, Snorri Steinn Guðjónsson 7, Ólafur Stefánsson 6, Arnór Atlason 2, Vignir Svavarsson 2, Alexander Peterson 2. Íslenski handboltinn Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Fleiri fréttir Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Sjá meira
Íslenska landsliðið vann Makedóníu 30-24 í Laugardalshöll í dag. Þrátt fyrir sex marka sigur komst Ísland ekki á HM þar sem Makedónar unnu fyrri leikinn á heimavelli sínum með átta marka mun. Leikurinn í dag var ótrúlega spennandi og íslenska liðið fékk góð tækifæri til að tryggja sér sigur í einvíginu. Ísland átti frábæran seinni hálfleik en staðan í leikhléi var jöfn 13-13. Hinsvegar tapaðist einvígið í Makedóníu Markaskorarar Íslands: Guðjón Valur Sigurðsson 9, Snorri Steinn Guðjónsson 8, Ólafur Stefánsson 7, Arnór Atlason 2, Vignir Svavarsson 2, Alexander Peterson 2. Leikurinn var í beinni textalýsingu og má lesa hana hér að neðan. 17:33 Síðasta mark leiksins kemur frá Makedóníu. Úrslit leiksins 30-24. 17:31 Spennan er ótrúleg hér í Laugardalshöll. Ólafur Stefánsson skorar úr víti. 30-23. Hálf mínúta eftir. 17:29 Makedónar skoruðu en Snorri Steinn svaraði. Tvær mínútur eftir. 29-23. 17:27 Það er leikhlé. Átta marka sigur dugar Íslandi til að komast á HM. Spennan er mikil. 17:26 Nú er stemning í Laugardalshöllinni heldur betur! Sex marka forysta Íslands 28-22. Þrjár mínútur eftir. 17:24 Rúmar 5 mínútur eftir. Staðan 25-22. Guðjón Valur er kominn með átta mörk og er markahæstur í íslenska liðinu. 17:22 Guðjón Valur skoraði tvö mörk í röð og kom Íslandi í 24-20. 17:18 Vonin veika er að hverfa, staðan 22-20 þegar tíu mínútur eru eftir. Pólsku dómararnir hafa átt marga furðulega dóma í þessum leik. 17:14 Íslenska liðið hefur átt tvö stangarskot í röð. Færi sem nauðsynlega þurfti að nýta. Makedónar refsa fyrir það og minnka muninn í þrjú mörk. 22-19. 17:12 Aukin spenna er hlaupin í þennan leik. Íslenska liðið náði góðum mörkum úr hraðaupphlaupum. Það er smá von! Fjórtán mínútur eftir. 17:09 Íslenska liðið er komið á skrið. 22-18 er staðan. Snorri Steinn orðinn markahæstur í íslenska liðinu, kominn með sex mörk. 17:05 Þegar Ísland kemst í vænlega stöðu svara Makedónarnir alltaf með því að skora tvö mörk í röð. Staðan er 19-17. 17:00 Staðan er orðin 18-15. Guðjón Valur var að skora sitt fjórða mark. Nú þarf allt að ganga upp. 16:56 Snorri skoraði með hörkuskoti í samskeytin og munurinn var orðinn tvö mörk. Makedónar minnkuðu muninn í 16-15 úr víti. Fjórar mínútur liðnar af seinni hálfleik. 16:54 Snorri Steinn Guðjónsson kemur Íslandi í 15-14. Birkir Ívar er kominn í markið í staðinn fyrir Hreiðar. Hreiðar byrjaði fyrri hálfleikinn frábærlega en missti síðan taktinn. 16:52 Fyrirliðinn Ólafur Stefánsson byrjaði seinni hálfleikinn vel og kom Íslandi yfir en gestirnir svöruðu 14-14. 16:39 Það er kominn hálfleikur í Laugardalshöllinni. Staðan jöfn 13-13. Ísland komst mest í fjögurra marka forystu í fyrri hálfleik, 10-6, og þessi hálfleiksstaða því viss vonbrigði. Markaskorarar Íslands í fyrri hálfleik: Ólafur Stefánsson 4, Snorri Steinn Guðjónsson 3 (1 víti), Guðjón Valur Sigurðsson 3, Arnór Atlason 1, Alexander Peterson 1, Vignir Svavarsson 1. Varin skot í fyrri hálfleik: Hreiðar Guðmundsson 10. 16:36 Makedónar ná að jafna metin í 12-12, skora tvö mörk í röð. 16:34 Þrjár mínútur eftir af hálfleiknum. Ólafur Stefánsson skoraði sitt þriðja mark. 12-10. 16:30 Þrjú mörk í röð frá Makedóníu áður en Guðjón Valur náði að skora sitt þriðja mark í leiknum, 11-9. 16:29 Makedónar ná að minnka muninn í tvö mörk, 10-8. Við bendum á að haldið er utan um markaskorara íslenska liðsins hér neðst á síðunni. 16:25 Þrjú íslensk mörk í röð og fjögurra marka forysta 10-6. Þetta er allt á réttri leið. 16:21 Snorri Steinn kominn með tvö. Staðan orðin 7-6. 16:19 Ísland stendur vörnina vel og Hreiðar í miklum ham þar fyrir aftan. Markvörður Makedóníu hefur einnig átt mjög góðan leik en kom engum vörnum við þegar Snorri Steinn Guðjónsson skoraði 6-4. 16:15 Ólafur Stefánsson opnar sinn markareikning með föstu skoti. 5-4. 16:13 Hreiðar Guðmundsson heldur uppteknum hætti og er kominn með sjö skot varin hér á fyrstu tólf mínútum leiksins. Staðan 4-4, Guðjón Valur komin með tvö mörk. 16:10 Íslendingar hafa náð 3-2 forystu. Alexander Peterson og Guðjón Valur Sigurðsson komnir á blað. 16:07 Hreiðar byrjar leikinn vel í markinu og er kominn með fjögur skot varin hér í byrjun leiks. 16:05 Arnór Atlason jafnaði fyrir Ísland 1-1. Arnór meiddist á æfingu í gær en komst í gegnum upphitun fyrir þennan leik og er því með. 16:03 Hreiðar Guðmundsson varði fyrsta skot leiksins frá Makedóníu. Makedónar skora hinsvegar fyrsta mark leiksins. 0-1. 16:00 Ekki er hægt að kvarta undan stemningunni í stúkunni. Leikurinn er að hefjast. 15:57 Búið er að kynna liðin til leiks og verið að leika þjóðsöngva. Fólk hópast inn í Höllina sem senn fyllist. 15:50 Dómararnir í dag eru frá Póllandi. 15:31 Það er ljóst að það er virkilega erfitt verkefni framundan hjá íslenska liðinu og nánast allt verður að ganga upp í þessum leik ef það á að komast í lokakeppni HM. _____________________________ Markaskorarar Íslands: Guðjón Valur Sigurðsson 9, Snorri Steinn Guðjónsson 7, Ólafur Stefánsson 6, Arnór Atlason 2, Vignir Svavarsson 2, Alexander Peterson 2.
Íslenski handboltinn Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Fleiri fréttir Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Sjá meira