Evruskráning tefst enn um sinn 3. desember 2008 00:01 Kauphöllin í haustlitunum. Mynd/GVA „Eins og reglur Seðlabankans um gjaldeyrisviðskipti eru núna þá eru þau hindrun fyrir skráningu hlutafjár í evrur," segir Einar Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Verðbréfaskráningar Íslands. Unnið hefur verið að því í um tvö ár að gera íslenskum fyrirtækjum sem skráð eru í Kauphöllina kleift að skrá hlutafé sitt í evrur. Bankarnir, ekki síst Kaupþing, þrýstu mjög á málið í fyrra, og voru horfur á að ná málinu í gegn um miðjan síðasta mánuð. Finnski seðlabankinn átti að sjá um evruuppgjörið. Þær áætlanir fóru út um þúfur við hrun bankanna í byrjun október. Stefnan var sett á fyrstu vikur næsta árs. Reglur Seðlabankans um gjaldeyrisviðskipti, sem samþykkt voru á Alþingi aðfaranótt föstudags í síðustu viku, settu strik í reikninginn á ný. Í reglunum er skýrt kveðið á um að óheimilt sé að gefa út og selja verðbréf, hlutdeildarskírteini verðbréfa- og fjárfestingarsjóða, peningamarkaðsskjöl eða aðra framseljanlega fjármálagerninga sem ekki eru í krónum. „Við sjáum ekki hvernig það gengi eftir óbreyttum reglum," segir Einar og bætir við að vinnu Verðbréfaskráningar verði ekki hætt þrátt fyrir þetta. Væntanlega verði sótt um undanþágu vegna þessa. „Við gerum okkur svo vonir um að gjaldeyrishömlurnar verði endurskoðaðar í síðasta lagi í mars, hugsanlega fyrr ef aðstæður leyfa," segir Einar. Alfesca er eitt þeirra félaga sem langt er komið með evruskráningu hlutabréfa og hefur beðið þess lengi. „Ástandið er nú orðið svo erfitt og flókið að ég sé ekki lausnir á málinu í nánustu framtíð," segir Ólafur Ólafsson, stjórnaformaður félagsins. Markaðir Viðskipti Mest lesið Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Sjá meira
„Eins og reglur Seðlabankans um gjaldeyrisviðskipti eru núna þá eru þau hindrun fyrir skráningu hlutafjár í evrur," segir Einar Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Verðbréfaskráningar Íslands. Unnið hefur verið að því í um tvö ár að gera íslenskum fyrirtækjum sem skráð eru í Kauphöllina kleift að skrá hlutafé sitt í evrur. Bankarnir, ekki síst Kaupþing, þrýstu mjög á málið í fyrra, og voru horfur á að ná málinu í gegn um miðjan síðasta mánuð. Finnski seðlabankinn átti að sjá um evruuppgjörið. Þær áætlanir fóru út um þúfur við hrun bankanna í byrjun október. Stefnan var sett á fyrstu vikur næsta árs. Reglur Seðlabankans um gjaldeyrisviðskipti, sem samþykkt voru á Alþingi aðfaranótt föstudags í síðustu viku, settu strik í reikninginn á ný. Í reglunum er skýrt kveðið á um að óheimilt sé að gefa út og selja verðbréf, hlutdeildarskírteini verðbréfa- og fjárfestingarsjóða, peningamarkaðsskjöl eða aðra framseljanlega fjármálagerninga sem ekki eru í krónum. „Við sjáum ekki hvernig það gengi eftir óbreyttum reglum," segir Einar og bætir við að vinnu Verðbréfaskráningar verði ekki hætt þrátt fyrir þetta. Væntanlega verði sótt um undanþágu vegna þessa. „Við gerum okkur svo vonir um að gjaldeyrishömlurnar verði endurskoðaðar í síðasta lagi í mars, hugsanlega fyrr ef aðstæður leyfa," segir Einar. Alfesca er eitt þeirra félaga sem langt er komið með evruskráningu hlutabréfa og hefur beðið þess lengi. „Ástandið er nú orðið svo erfitt og flókið að ég sé ekki lausnir á málinu í nánustu framtíð," segir Ólafur Ólafsson, stjórnaformaður félagsins.
Markaðir Viðskipti Mest lesið Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Sjá meira